„Líkaminn ætti aldrei að vera settur upp sem tískuvara“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. júní 2021 12:32 Erna Kristín hefur síðustu ár frætt landsmenn um líkamsvirðingu. „Mitt markmið er alltaf að efla og hjálpa einstaklingum að komast skrefinu nær frelsinu sem það er að elska líkama sinn óháð stærð eða útliti,“ segir Erna Kristín Stefánsdóttir. Erna heldur í næstu viku frítt námskeið um líkamsvirðingu sem sýnt verður frá í streymi hér á Vísi. Erna er guðfræðingur og heldur úti Instagram síðunni Ernuland og hefur haldið námskeið um líkamsvirðingu um allt land fyrir hópa, fyrirtæki og skóla. „Á fyrirlestrinum í næstu viku verður farið yfir líkamsvirðingu, sjálfsmyndina, óraunhæfar staðalímyndir og skrefin sem færa okkur nær jákvæðri líkamsímynd. Markmiðið er að gefa okkur verkfæri til að takast á við neikvæða líkamsímynd, óraunhæfar staðalímyndir og endurhugsa viðhorf okkar til líkamans eins og hann er hér og nú.“ „Fyrirlesturinn er að koma í kjölfar herferðar sem ég stend í með Dove. Herferðin byggir á rannsókn sem 558 konur á aldrinum 18 til 25 ára tóku þátt hvað varðar líkamsímynd ungra kvenna. Niðurstöðurnar eru því miður ekki góðar og er neikvæð líkamsímynd að valda því að ungum konum fer aftur í námi. Dove hefur því staðið að #mínfegurð þar sem við vinnum að því að endurskilgreina fegurð á okkar forsendum. Fyrirlesturinn er síðan fyrir alla þá sem vilja komast skrefinu nær í átt að jákvæðri líkamsímynd.“ Erna Kristín segir að viðbrögðin við skráningunni á fyrirlestrinum sýni hversu mikil þörfin er fyrir umræðu um þetta viðfangsefni. Enginn einn líkami betri en annar Námskeiðið fer fram 14. júní klukkan 20 í Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði. Takmarkað sætaframboð var í boði á fyrirlesturinn og fylltist námskeiðið strax. Því var ákveðið að streyma frá námskeiðinu í beinni útsendingu hér á Vísi. Erna segir að það sé frábært að geta líka náð til einstaklinga á landsbyggðinni og þeirra sem ekki náðu að skrá sig á viðburðinn áður en hann fylltist. „Þrátt fyrir ekki nægilega góðar tölur frá rannsókninni sem hægt er að skoða betur inn á minfegurd.is þá er ég einstaklega bjartsýn. Ég finn að áhuginn er mikill og fólk er farið að sjá að afleysingar neikvæðrar líkamsímyndar eru ekkert grín,“ segir Erna. „Það besta sem við getum gert er að fræða okkur um líkamsvirðingu og byrja að taka skrefin í átt að jákvæðri líkamsímynd þar sem við lærum að allir líkamar eru ólíkir og enginn einn líkama er betri en annar. Líkaminn ætti aldrei að vera settur upp sem tískuvara og það er mikilvægt að sýna fjölbreytileika.“ Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir „Fitufordómar eru auðvitað bara kerfisbundið ofbeldi“ Erna Kristín Stefánsdóttir guðfræðingur og talskona fyrir jákvæða líkamsímynd segir stöðuna alvarlega þegar kemur að líkamsímynd kvenna á Íslandi. 20. maí 2021 11:31 Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Erna heldur í næstu viku frítt námskeið um líkamsvirðingu sem sýnt verður frá í streymi hér á Vísi. Erna er guðfræðingur og heldur úti Instagram síðunni Ernuland og hefur haldið námskeið um líkamsvirðingu um allt land fyrir hópa, fyrirtæki og skóla. „Á fyrirlestrinum í næstu viku verður farið yfir líkamsvirðingu, sjálfsmyndina, óraunhæfar staðalímyndir og skrefin sem færa okkur nær jákvæðri líkamsímynd. Markmiðið er að gefa okkur verkfæri til að takast á við neikvæða líkamsímynd, óraunhæfar staðalímyndir og endurhugsa viðhorf okkar til líkamans eins og hann er hér og nú.“ „Fyrirlesturinn er að koma í kjölfar herferðar sem ég stend í með Dove. Herferðin byggir á rannsókn sem 558 konur á aldrinum 18 til 25 ára tóku þátt hvað varðar líkamsímynd ungra kvenna. Niðurstöðurnar eru því miður ekki góðar og er neikvæð líkamsímynd að valda því að ungum konum fer aftur í námi. Dove hefur því staðið að #mínfegurð þar sem við vinnum að því að endurskilgreina fegurð á okkar forsendum. Fyrirlesturinn er síðan fyrir alla þá sem vilja komast skrefinu nær í átt að jákvæðri líkamsímynd.“ Erna Kristín segir að viðbrögðin við skráningunni á fyrirlestrinum sýni hversu mikil þörfin er fyrir umræðu um þetta viðfangsefni. Enginn einn líkami betri en annar Námskeiðið fer fram 14. júní klukkan 20 í Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði. Takmarkað sætaframboð var í boði á fyrirlesturinn og fylltist námskeiðið strax. Því var ákveðið að streyma frá námskeiðinu í beinni útsendingu hér á Vísi. Erna segir að það sé frábært að geta líka náð til einstaklinga á landsbyggðinni og þeirra sem ekki náðu að skrá sig á viðburðinn áður en hann fylltist. „Þrátt fyrir ekki nægilega góðar tölur frá rannsókninni sem hægt er að skoða betur inn á minfegurd.is þá er ég einstaklega bjartsýn. Ég finn að áhuginn er mikill og fólk er farið að sjá að afleysingar neikvæðrar líkamsímyndar eru ekkert grín,“ segir Erna. „Það besta sem við getum gert er að fræða okkur um líkamsvirðingu og byrja að taka skrefin í átt að jákvæðri líkamsímynd þar sem við lærum að allir líkamar eru ólíkir og enginn einn líkama er betri en annar. Líkaminn ætti aldrei að vera settur upp sem tískuvara og það er mikilvægt að sýna fjölbreytileika.“
Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir „Fitufordómar eru auðvitað bara kerfisbundið ofbeldi“ Erna Kristín Stefánsdóttir guðfræðingur og talskona fyrir jákvæða líkamsímynd segir stöðuna alvarlega þegar kemur að líkamsímynd kvenna á Íslandi. 20. maí 2021 11:31 Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
„Fitufordómar eru auðvitað bara kerfisbundið ofbeldi“ Erna Kristín Stefánsdóttir guðfræðingur og talskona fyrir jákvæða líkamsímynd segir stöðuna alvarlega þegar kemur að líkamsímynd kvenna á Íslandi. 20. maí 2021 11:31