Telja Alþingi hafa brugðist með hálendisþjóðgarð Kjartan Kjartansson skrifar 10. júní 2021 16:41 Hér má sjá stærð hálendisþjóðgarðsins miðað við frumvarpið en þegar friðlýst svæði eru gullituð. Þjóðgarðurinn næði yfir 30% landsins. Ekkert virðist ætla að verða af afgreiðslu málsins á þessu þingi. Vísir Náttúruverndarsamtökin Landvernd saka Alþingi um að hafa brugðist nú þegar tillaga liggur fyrir um að vísa frumvarpi um hálendisþjóðgarð aftur til ríkisstjórnarinnar. Komið hafi verið í veg fyrir að mikilvægur áfangi í íslenskri náttúruvernd næðist. Meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar hefur lagt til að frumvarpi umhverfisráðherra um stofnun hálendisþjóðgarðs verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Þar með virðist ljóst að frumvarpið dagi uppi á þessu þingi. Stjórn Landvernar sendi frá sér yfirlýsingu vegna þess í dag þar sem hún segir tillöguna um að senda málið aftur til ríkisstjórnarinnar vonbrigði. Stofnun þjóðgarðsins sé í sáttmála núverandi ríkisstjórnar. „Þingið hefur með framgöngu sinni hunsað stjórnarsáttmálann, látið hjá líða að leysa úr ágreiningsmálum eins og væntingar stóðu til og komið í veg fyrir að hægt væri að ná mikilvægum áfanga í íslenskri náttúruvernd,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórnin segist hafa átt von á því Alþingi færi vel og vandlega yfir allar umsagnir, lagfærði það í frumvarpinu sem betur mætti fara, svo víðtæk sátt gæti náðst um málið og gæfi svo þjóðinni Hálendisþjóðgarð í sumargjöf. Þær vonir hafi brugðist. „En málefnið er stærra en svo að getuleysi Alþingis nú stöðvi framvindu þess. Næsta víst er að þjóðin mun fá þann Hálendisþjóðgarð sem víðtækur stuðningur er við. Verkefnið bíður þeirra þingmanna sem fá umboð þjóðarinnar eftir næstu kosningar til Alþingis,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar. Umhverfismál Alþingi Hálendisþjóðgarður Þjóðgarðar Tengdar fréttir Stefnir í málþóf á Alþingi: Verðum hér í sumar ef þörf er á Það stefnir í málþóf um hálendisþjóðgarð á Alþingi sem þarf að taka til umræðu áður en málinu verður vísað aftur til ríkisstjórnar. Þingflokksformaður Miðflokksins segir þó að semja megi um ræðutímann ef samkomulag næst um þinglok. Hann sé hins vegar reiðubúinn til þess að verja sumrinu í þingsal. 10. júní 2021 12:04 Brenna inni með bunka af málum Á lokametrum kjörtímabilsins er ljóst að mörg af stóru málum ríkisstjórnarinnar munu ekki hljóta afgreiðslu í bili, þrátt fyrir að hafa sum verið í undirbúningi um langa hríð. 9. júní 2021 14:31 Lagt til að vísa hálendisþjóðgarði aftur til ríkisstjórnar Áform um stofnun miðhálendisþjóðgarðs á kjörtímabilinu virðast endanlega fallin niður þar sem meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar hefur lagt til að málinu verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Rammaáætlun mun líklega einnig daga uppi í nefnd að sögn þingflokksformanns Viðreisnar. 9. júní 2021 12:10 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar hefur lagt til að frumvarpi umhverfisráðherra um stofnun hálendisþjóðgarðs verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Þar með virðist ljóst að frumvarpið dagi uppi á þessu þingi. Stjórn Landvernar sendi frá sér yfirlýsingu vegna þess í dag þar sem hún segir tillöguna um að senda málið aftur til ríkisstjórnarinnar vonbrigði. Stofnun þjóðgarðsins sé í sáttmála núverandi ríkisstjórnar. „Þingið hefur með framgöngu sinni hunsað stjórnarsáttmálann, látið hjá líða að leysa úr ágreiningsmálum eins og væntingar stóðu til og komið í veg fyrir að hægt væri að ná mikilvægum áfanga í íslenskri náttúruvernd,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórnin segist hafa átt von á því Alþingi færi vel og vandlega yfir allar umsagnir, lagfærði það í frumvarpinu sem betur mætti fara, svo víðtæk sátt gæti náðst um málið og gæfi svo þjóðinni Hálendisþjóðgarð í sumargjöf. Þær vonir hafi brugðist. „En málefnið er stærra en svo að getuleysi Alþingis nú stöðvi framvindu þess. Næsta víst er að þjóðin mun fá þann Hálendisþjóðgarð sem víðtækur stuðningur er við. Verkefnið bíður þeirra þingmanna sem fá umboð þjóðarinnar eftir næstu kosningar til Alþingis,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar.
Umhverfismál Alþingi Hálendisþjóðgarður Þjóðgarðar Tengdar fréttir Stefnir í málþóf á Alþingi: Verðum hér í sumar ef þörf er á Það stefnir í málþóf um hálendisþjóðgarð á Alþingi sem þarf að taka til umræðu áður en málinu verður vísað aftur til ríkisstjórnar. Þingflokksformaður Miðflokksins segir þó að semja megi um ræðutímann ef samkomulag næst um þinglok. Hann sé hins vegar reiðubúinn til þess að verja sumrinu í þingsal. 10. júní 2021 12:04 Brenna inni með bunka af málum Á lokametrum kjörtímabilsins er ljóst að mörg af stóru málum ríkisstjórnarinnar munu ekki hljóta afgreiðslu í bili, þrátt fyrir að hafa sum verið í undirbúningi um langa hríð. 9. júní 2021 14:31 Lagt til að vísa hálendisþjóðgarði aftur til ríkisstjórnar Áform um stofnun miðhálendisþjóðgarðs á kjörtímabilinu virðast endanlega fallin niður þar sem meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar hefur lagt til að málinu verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Rammaáætlun mun líklega einnig daga uppi í nefnd að sögn þingflokksformanns Viðreisnar. 9. júní 2021 12:10 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Stefnir í málþóf á Alþingi: Verðum hér í sumar ef þörf er á Það stefnir í málþóf um hálendisþjóðgarð á Alþingi sem þarf að taka til umræðu áður en málinu verður vísað aftur til ríkisstjórnar. Þingflokksformaður Miðflokksins segir þó að semja megi um ræðutímann ef samkomulag næst um þinglok. Hann sé hins vegar reiðubúinn til þess að verja sumrinu í þingsal. 10. júní 2021 12:04
Brenna inni með bunka af málum Á lokametrum kjörtímabilsins er ljóst að mörg af stóru málum ríkisstjórnarinnar munu ekki hljóta afgreiðslu í bili, þrátt fyrir að hafa sum verið í undirbúningi um langa hríð. 9. júní 2021 14:31
Lagt til að vísa hálendisþjóðgarði aftur til ríkisstjórnar Áform um stofnun miðhálendisþjóðgarðs á kjörtímabilinu virðast endanlega fallin niður þar sem meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar hefur lagt til að málinu verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Rammaáætlun mun líklega einnig daga uppi í nefnd að sögn þingflokksformanns Viðreisnar. 9. júní 2021 12:10