EM byrjar í dag: Svona verður EM undir leiðsögn Gumma Ben, Helenu og allra hinna sérfræðinganna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2021 12:01 Guðmundur Benediktsson og Helena Ólafsdóttir munu stýra þættinum EM í dag, alla keppnisdagana á EM. Vísir/Vilhelm Vísir hefur undanfarin mánuð verið að telja niður í Evrópumótið í knattspyrnu en nú er komið að þessu. Opnunarleikur Ítala og Tyrkja fer fram á Ólympíuleikvanginum í Róm í kvöld. 24 þjóðir komust í úrslitakeppni Evrópumótsins og er þetta önnur keppnin sem svo margar þjóðir fá að vera með. Þetta þýðir að það verða leiknir 57leikir í keppninni næsta mánuðinn en úrslitaleikurinn fer fram þann 11. júlí næstkomandi. Þetta er óvenjuleg Evrópukeppni því hún er spiluð út um alla álfuna og alls fara leikirnir fara fram í ellefu löndum en Aserbaísjan og Rúmeníu hýsa leiki en landslið þeirra komust ekki á EM. Írland átti að vera tólfta þjóðin en missti leikina vegna sóttvarnarreglna í landinu. Hefjum upphitun í kvöld kl. 21:00 á Stöð 2 EM2020 #EURO2020 @helenaolafs @GummiBen pic.twitter.com/yZAu399olJ— Stöð 2 Sport (@St2Sport) June 10, 2021 Þjóðunum er skipt niður í sex fjögurra liða riðla þar sem tvö til þrjú lið komast áfram í sextán liða úrslitin. Liðin í tveimur efstu sætum hvers riðils eru örugg áfram í sextán liða úrslitin en fjögur lið með besta árangurinn í þriðja sæti komast líka áfram. Tvö lið með slakasta árangurinn í þriðja sæti sitja því eftir. Við tekur síðan útsláttarkeppni með sextán þjóðum þar sem þarf að vinna þrjá leiki til þess að komast í sjálfan úrslitaleikinn. Undanúrslitaleikirnir og úrslitaleikurinn fara fram á Wembley leikvanginum í Englandi. Wembley mun hýsa alls átta leiki í keppninni eða mest allra. Það eru allir þrír leikir enska landsliðsins í riðlinum, tveir leikir í sextán liða úrslitum og loks þrjá síðustu leiki mótsins. Stöð 2 Sport mun sýna alla leikina í beinni á EM-stöðinni og það verður ítarleg umfjöllun um mótið alla leikdagana. Fyrir og eftir hvern leik mun tveir sérfræðingar velta fyrir sér komandi leik og fara svo yfir hann eftir að honum líkur. Klukkan níu á kvöldin er síðan kvöldþáttur EM í dag þar sem Guðmundur Benediktsson og Helena Ólafsdóttir fá til sín góða gesti. Opnunarleikur Ítalíu og Tyrklands er klukkan 19.00 í kvöld og er þetta eini leikur dagsins. Eftir það fara leikir fara fram á þremur tímum dagsins fyrstu tvær umferðir deildarkeppninna eða klukkan 13.00, klukkan 16.00 og klukkan 19.00. Eftir það fara leikirnir fram klukkan 16.00 og 19.00. Níu sérfræðingar mun hjálpa áhorfendur að melta það sem fer fram og er að fara fram í leikjunum á EM. Í hópnum eru bæði reyndir þjálfarar og reyndir leikmenn, núverandi og fyrrverandi, sem þekkja íþróttina út og inn. Sérfræðingarnir á EM verða eftirtaldir Arnar Sveinn Geirsson Atli Viðar Björnsson Ásgerður Stefanía Baldursdóttir Freyr Alexandersson Kjartan Henry Finnbogason Margrét Lára Viðarsdóttir Mist Edvardsdóttir Ólafur Kristjánsson Rúnar Páll Sigmundsson EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Sjá meira
24 þjóðir komust í úrslitakeppni Evrópumótsins og er þetta önnur keppnin sem svo margar þjóðir fá að vera með. Þetta þýðir að það verða leiknir 57leikir í keppninni næsta mánuðinn en úrslitaleikurinn fer fram þann 11. júlí næstkomandi. Þetta er óvenjuleg Evrópukeppni því hún er spiluð út um alla álfuna og alls fara leikirnir fara fram í ellefu löndum en Aserbaísjan og Rúmeníu hýsa leiki en landslið þeirra komust ekki á EM. Írland átti að vera tólfta þjóðin en missti leikina vegna sóttvarnarreglna í landinu. Hefjum upphitun í kvöld kl. 21:00 á Stöð 2 EM2020 #EURO2020 @helenaolafs @GummiBen pic.twitter.com/yZAu399olJ— Stöð 2 Sport (@St2Sport) June 10, 2021 Þjóðunum er skipt niður í sex fjögurra liða riðla þar sem tvö til þrjú lið komast áfram í sextán liða úrslitin. Liðin í tveimur efstu sætum hvers riðils eru örugg áfram í sextán liða úrslitin en fjögur lið með besta árangurinn í þriðja sæti komast líka áfram. Tvö lið með slakasta árangurinn í þriðja sæti sitja því eftir. Við tekur síðan útsláttarkeppni með sextán þjóðum þar sem þarf að vinna þrjá leiki til þess að komast í sjálfan úrslitaleikinn. Undanúrslitaleikirnir og úrslitaleikurinn fara fram á Wembley leikvanginum í Englandi. Wembley mun hýsa alls átta leiki í keppninni eða mest allra. Það eru allir þrír leikir enska landsliðsins í riðlinum, tveir leikir í sextán liða úrslitum og loks þrjá síðustu leiki mótsins. Stöð 2 Sport mun sýna alla leikina í beinni á EM-stöðinni og það verður ítarleg umfjöllun um mótið alla leikdagana. Fyrir og eftir hvern leik mun tveir sérfræðingar velta fyrir sér komandi leik og fara svo yfir hann eftir að honum líkur. Klukkan níu á kvöldin er síðan kvöldþáttur EM í dag þar sem Guðmundur Benediktsson og Helena Ólafsdóttir fá til sín góða gesti. Opnunarleikur Ítalíu og Tyrklands er klukkan 19.00 í kvöld og er þetta eini leikur dagsins. Eftir það fara leikir fara fram á þremur tímum dagsins fyrstu tvær umferðir deildarkeppninna eða klukkan 13.00, klukkan 16.00 og klukkan 19.00. Eftir það fara leikirnir fram klukkan 16.00 og 19.00. Níu sérfræðingar mun hjálpa áhorfendur að melta það sem fer fram og er að fara fram í leikjunum á EM. Í hópnum eru bæði reyndir þjálfarar og reyndir leikmenn, núverandi og fyrrverandi, sem þekkja íþróttina út og inn. Sérfræðingarnir á EM verða eftirtaldir Arnar Sveinn Geirsson Atli Viðar Björnsson Ásgerður Stefanía Baldursdóttir Freyr Alexandersson Kjartan Henry Finnbogason Margrét Lára Viðarsdóttir Mist Edvardsdóttir Ólafur Kristjánsson Rúnar Páll Sigmundsson EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Sérfræðingarnir á EM verða eftirtaldir Arnar Sveinn Geirsson Atli Viðar Björnsson Ásgerður Stefanía Baldursdóttir Freyr Alexandersson Kjartan Henry Finnbogason Margrét Lára Viðarsdóttir Mist Edvardsdóttir Ólafur Kristjánsson Rúnar Páll Sigmundsson
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Sjá meira