„Mikil eineltismenning hefur ríkt í Ráðhúsinu“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. júní 2021 14:31 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, segir mikla eineltismenningu hafa ríkt í Ráðhúsinu í áratug. Vísir/Vilhelm „Mikil eineltismenning hefur ríkt í Ráðhúsinu allt frá árinu 2010 og spannar því þrjú kjörtímabil. Sá slæmi andi sem einkennt hefur störf borgarráðs og borgarstjórnar kom ekki í Ráðhúsið með þeim aðilum sem sitja í minnihluta nú.“ Þetta segir í bókun Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, sem hún lagði fyrir í umræðu um sálfélagslegt áhættumat og starfsumhverfi starfsfólks borgarráðs á borgarráðsfundi í gær. Með bókuninni er Vigdís að bregðast fréttum af uppsögn Helgu Bjargar Ragnarsdóttur, fyrrverandi skrifstofustjóra hjá Reykjavíkurborg, vegna meints eineltis af hálfu Vigdísar. Líf og sál kynnti niðurstöður sínar á starfsumhverfi og sálfélagslegu áhættumati fyrir starfsfólk sem mætir fyrir borgarráð í gær. Meðal niðurstaða var það að erfið samskipti á vettvangi borgarráðs hafi gengið mjög nærri starfsmönnum og kjörnum fulltrúum. Þá hafi ekki tekist að tryggja sálfélagslegt öryggi starfsmanna á vettvangi ráðsins. Kallað var eftir mati á starfumhverfi borgarráðs meðal annars vegna deilna Helgu Bjargar Ragnarsdóttur, fyrrverandi skrifstofustjóra hjá Reykjavíkurborg, og Vígdísar Hauksdóttur. Deilurnar náðu hámarki þegar Helga lagði fram kvörtun þess efnis að Vigdís væri að leggja sig í einelti. Í kjölfarið sakaði Vigdís Helgu um að leggja sig í einelti og fór fram á það að Helga sæti ekki fundi sem Vigdís þyrfti að sitja. „Þetta eru óboðleg vinnubrögð“ Greint var frá því fyrr í vikunni að Helga hafi verið færð til í starfi að eigin ósk. Sú ósk hafi byggst á deilum hennar og Vigdísar og segist Helga hafa orðið fyrir stöðugu áreiti og ofsóknum af hálfu borgarfulltrúans. Umræðurnar um málið í gær voru nokkuð harðar og sakaði Vigdís meðal annars embættismann borgarinnar um að hafa rofið trúnað, en kynningin var merkt sem trúnaðarmál í tölvupósti sem barst borgarráðsmönnum þann 8. júní síðastliðinn. „Þetta eru óboðleg vinnubrögð. Í borgarráði sitja 10 kjörnir fulltrúar og því er haldið fram að kynningin sé ópersónugreinanleg. Það varpar ljósi á þá alvarlegu stöðu að enn er óútkljáð kvörtunarmál vegna þessa máls hjá persónuvernd,“ sagði í annarri bókun Vigdísar. „Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins velur að snúa öllu á haus“ Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna lögðu fram gagnbókun við bókun Vigdísar. Sögðu þeir kolrangt að embættismaður hafi rofið trúnað á niðurstöðunum enda hafi umræddur starfsmaður ekki séð niðurstöðurnar. „Á Facebook-síðu starfsmannsins stendur: „Í ágúst sl. var greint frá því að gera ætti úttekt á sálfélagslegum áhættuþáttum fyrir það starfsfólk sem situr eða þarf reglulega að taka sæti á fundum borgarráðs í kjölfar ábendinga um starfsumhverfi þess hóps. Ég vona svo sannarlega að kjörnir fulltrúar taki niðurstöður þeirrar úttektar alvarlega og ráðist í nauðsynlegar og löngu tímabærar úrbætur til að tryggja heilnæmt og öruggt starfsumhverfi fyrir okkur öll.“ „Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins velur að snúa öllu á haus þrátt fyrir að vera leiðréttur um það sem er satt og rétt,“ sagði í gagnbókun Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna. Vigdís sagði í gagnbókun að eineltismenning innan borgarráðs væri ekki ný af nálinni. „Um það vitna m.a. upptökur frá fundi borgarstjórnar frá lokum síðasta kjörtímabils þegar einn fráfarandi borgarfulltrúi sá sig knúinn til að upplýsa um eineltismenningu meirihlutans. Einnig er minnt á ummæli annars kjörins fyrrverandi borgarfulltrúa frá kjörtímabilinu 2010-2014 þar sem hann kom fram og greindi frá sjálfsvígshugmyndum sínum vegna grófs eineltis frá meirihlutanum.“ Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Hættir á skrifstofu borgarstjóra vegna Vigdísar Helga Björg Ragnarsdóttir, fyrrum skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra, hefur verið færð til í starfi að eigin ósk. Hún segist hafa orðið fyrir stöðugu áreiti og ofsóknum af hálfu borgarfulltrúa Miðflokksins, Vigdísar Hauksdóttur. Hún telur að kerfið hafi brugðist sér í málinu. 9. júní 2021 17:29 Skrifstofustjóri borgarstjóra: „Skaðlegt að kjörnir fulltrúar þurfi ítrekað að verjast árásum borgarfulltrúans á mig“ Það er skaðlegt að kjörnir fulltrúar þurfi ítrekað að verjast árásum borgarfulltrúans á mig og annað starfsfólk borgarinnar í stað þess að geta einbeitt sér að því að vinna að góðum málum í þágu borgarbúa. Það er líka skaðlegt fyrir mig, fjölskyldu mína og mína heilsu,“ skrifar Helga Björg Ragnarsdóttir skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra í færslu á Facebook-síðu sinni. 14. ágúst 2020 23:10 Vigdís langþreytt og leitar til Vinnueftirlitsins Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins hefur óskað eftir aðstoð Vinnueftirlitsins í deilum sínum við Helgu Björgu Ragnarsdóttur skrifstofustjóra borgarstjóra og Stefán Eiríksson borgarritara. 27. febrúar 2020 14:11 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Þetta segir í bókun Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, sem hún lagði fyrir í umræðu um sálfélagslegt áhættumat og starfsumhverfi starfsfólks borgarráðs á borgarráðsfundi í gær. Með bókuninni er Vigdís að bregðast fréttum af uppsögn Helgu Bjargar Ragnarsdóttur, fyrrverandi skrifstofustjóra hjá Reykjavíkurborg, vegna meints eineltis af hálfu Vigdísar. Líf og sál kynnti niðurstöður sínar á starfsumhverfi og sálfélagslegu áhættumati fyrir starfsfólk sem mætir fyrir borgarráð í gær. Meðal niðurstaða var það að erfið samskipti á vettvangi borgarráðs hafi gengið mjög nærri starfsmönnum og kjörnum fulltrúum. Þá hafi ekki tekist að tryggja sálfélagslegt öryggi starfsmanna á vettvangi ráðsins. Kallað var eftir mati á starfumhverfi borgarráðs meðal annars vegna deilna Helgu Bjargar Ragnarsdóttur, fyrrverandi skrifstofustjóra hjá Reykjavíkurborg, og Vígdísar Hauksdóttur. Deilurnar náðu hámarki þegar Helga lagði fram kvörtun þess efnis að Vigdís væri að leggja sig í einelti. Í kjölfarið sakaði Vigdís Helgu um að leggja sig í einelti og fór fram á það að Helga sæti ekki fundi sem Vigdís þyrfti að sitja. „Þetta eru óboðleg vinnubrögð“ Greint var frá því fyrr í vikunni að Helga hafi verið færð til í starfi að eigin ósk. Sú ósk hafi byggst á deilum hennar og Vigdísar og segist Helga hafa orðið fyrir stöðugu áreiti og ofsóknum af hálfu borgarfulltrúans. Umræðurnar um málið í gær voru nokkuð harðar og sakaði Vigdís meðal annars embættismann borgarinnar um að hafa rofið trúnað, en kynningin var merkt sem trúnaðarmál í tölvupósti sem barst borgarráðsmönnum þann 8. júní síðastliðinn. „Þetta eru óboðleg vinnubrögð. Í borgarráði sitja 10 kjörnir fulltrúar og því er haldið fram að kynningin sé ópersónugreinanleg. Það varpar ljósi á þá alvarlegu stöðu að enn er óútkljáð kvörtunarmál vegna þessa máls hjá persónuvernd,“ sagði í annarri bókun Vigdísar. „Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins velur að snúa öllu á haus“ Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna lögðu fram gagnbókun við bókun Vigdísar. Sögðu þeir kolrangt að embættismaður hafi rofið trúnað á niðurstöðunum enda hafi umræddur starfsmaður ekki séð niðurstöðurnar. „Á Facebook-síðu starfsmannsins stendur: „Í ágúst sl. var greint frá því að gera ætti úttekt á sálfélagslegum áhættuþáttum fyrir það starfsfólk sem situr eða þarf reglulega að taka sæti á fundum borgarráðs í kjölfar ábendinga um starfsumhverfi þess hóps. Ég vona svo sannarlega að kjörnir fulltrúar taki niðurstöður þeirrar úttektar alvarlega og ráðist í nauðsynlegar og löngu tímabærar úrbætur til að tryggja heilnæmt og öruggt starfsumhverfi fyrir okkur öll.“ „Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins velur að snúa öllu á haus þrátt fyrir að vera leiðréttur um það sem er satt og rétt,“ sagði í gagnbókun Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna. Vigdís sagði í gagnbókun að eineltismenning innan borgarráðs væri ekki ný af nálinni. „Um það vitna m.a. upptökur frá fundi borgarstjórnar frá lokum síðasta kjörtímabils þegar einn fráfarandi borgarfulltrúi sá sig knúinn til að upplýsa um eineltismenningu meirihlutans. Einnig er minnt á ummæli annars kjörins fyrrverandi borgarfulltrúa frá kjörtímabilinu 2010-2014 þar sem hann kom fram og greindi frá sjálfsvígshugmyndum sínum vegna grófs eineltis frá meirihlutanum.“
Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Hættir á skrifstofu borgarstjóra vegna Vigdísar Helga Björg Ragnarsdóttir, fyrrum skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra, hefur verið færð til í starfi að eigin ósk. Hún segist hafa orðið fyrir stöðugu áreiti og ofsóknum af hálfu borgarfulltrúa Miðflokksins, Vigdísar Hauksdóttur. Hún telur að kerfið hafi brugðist sér í málinu. 9. júní 2021 17:29 Skrifstofustjóri borgarstjóra: „Skaðlegt að kjörnir fulltrúar þurfi ítrekað að verjast árásum borgarfulltrúans á mig“ Það er skaðlegt að kjörnir fulltrúar þurfi ítrekað að verjast árásum borgarfulltrúans á mig og annað starfsfólk borgarinnar í stað þess að geta einbeitt sér að því að vinna að góðum málum í þágu borgarbúa. Það er líka skaðlegt fyrir mig, fjölskyldu mína og mína heilsu,“ skrifar Helga Björg Ragnarsdóttir skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra í færslu á Facebook-síðu sinni. 14. ágúst 2020 23:10 Vigdís langþreytt og leitar til Vinnueftirlitsins Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins hefur óskað eftir aðstoð Vinnueftirlitsins í deilum sínum við Helgu Björgu Ragnarsdóttur skrifstofustjóra borgarstjóra og Stefán Eiríksson borgarritara. 27. febrúar 2020 14:11 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Hættir á skrifstofu borgarstjóra vegna Vigdísar Helga Björg Ragnarsdóttir, fyrrum skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra, hefur verið færð til í starfi að eigin ósk. Hún segist hafa orðið fyrir stöðugu áreiti og ofsóknum af hálfu borgarfulltrúa Miðflokksins, Vigdísar Hauksdóttur. Hún telur að kerfið hafi brugðist sér í málinu. 9. júní 2021 17:29
Skrifstofustjóri borgarstjóra: „Skaðlegt að kjörnir fulltrúar þurfi ítrekað að verjast árásum borgarfulltrúans á mig“ Það er skaðlegt að kjörnir fulltrúar þurfi ítrekað að verjast árásum borgarfulltrúans á mig og annað starfsfólk borgarinnar í stað þess að geta einbeitt sér að því að vinna að góðum málum í þágu borgarbúa. Það er líka skaðlegt fyrir mig, fjölskyldu mína og mína heilsu,“ skrifar Helga Björg Ragnarsdóttir skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra í færslu á Facebook-síðu sinni. 14. ágúst 2020 23:10
Vigdís langþreytt og leitar til Vinnueftirlitsins Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins hefur óskað eftir aðstoð Vinnueftirlitsins í deilum sínum við Helgu Björgu Ragnarsdóttur skrifstofustjóra borgarstjóra og Stefán Eiríksson borgarritara. 27. febrúar 2020 14:11