Bale tók við fyrirliðabandinu fyrr á þessu ári eftir að Ashley Williams lagði skónna á hilluna. Hann spilaði stórt hlutverk þegar að Wales komst í undanúrslit Evrópumótsins árið 2016.
„Það verður mikill heiður að bera fyrirliðabandið,“ sagði Bale.
„Það er alltaf mikill heiður sama hvað, en að leiða landið þitt út á völlinn á stórmóti verður einn af hápunktum ferilsins hjá mér.“
Bale er markahæsti leikmaður Wales frá upphafi með 33 mörk í 92 leikjum, en hann hefur ekki skorað í seinustu ellefu leikjum fyrir landsliðið.
„Eins og ég hef alltaf sagt frá því að ég byrjaði, þá skiptir það ekki máli hver skorar. Það eru úrslitin sem skipta máli. Ég er ekki búinn að skora í einhvern tíma, en ég er búinn að leggja upp sex eða sjö mörk á þeim tíma. Þannig að ég er enn að taka þátt í mörkunum.“
„Ég hef engar áhyggjur. Ég veit hvar markið er og ef að færi gefst þá get ég vonandi nýtt það.“
Eins og áður segir mætast Wales og Sviss í dag í A-riðli klukkan 13:00 í dag. Ítalía og Tyrkland mættust í sama riðli í gær þar sem Ítalir fór með öruggan 3-0 sigur af hólmi.

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.