Donnarumma búinn að semja við PSG Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2021 22:01 Donnarumma hefur spilað 27 A-landsleiki fyrir Ítalíu. EPA-EFE/Alessandra Tarantino Svo virðist sem markvörðurinn Gianluigi Donnarumma sé búinn að semja við franska stórliðið París Saint-Germain. Samningur hans gildir til ársins 2026 en læknisskoðunin fer ekki fram fyrr en eftir leik Ítalíu og Sviss. Það er ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano sem greindi fyrstur manna frá þessu á Twitter-síðu sinni. Þrátt fyrir ungan aldur er Donnarumma aðalmarkvörður Ítala og hefur verið í dágóðan tíma. Hann er því önnum kafinn á Evrópumótinu sem nú fer fram. Ítalía lagði Tyrkland 3-0 í fyrsta leik og mætir Sviss í öðrum leik sínum á miðvikudaginn kemur. Að honum loknum mun hinn 22 ára gamli Donnarumma fara í læknisskoðun og í kjölfarið vera tilkynntur sem leikmaður PSG. Þá staðfestir Romano að markvörðurinn muni ekki fara á lán eins og talið var en það er mjög stutt síðan franska stórliðið framlengdi samning markvarðarins Kaylor Navas. Það er því ljóst að PSG ætlar sér að vera með tvo mjög færa markverði á næstu leiktíð. Gianluigi Donnarumma contract with Paris Saint-Germain until 2026 has been completed. Medicals scheduled after Wednesday then it s gonna be official. He s NOT leaving on loan, he s staying as Keylor. #PSGAfter signing Gini and Gigio, PSG will focus on a new right back. — Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 13, 2021 Donnarumma er annar leikmaðurinn sem PSG sækir í sumar en hollenski miðjumaðurinn Gini Wijnaldum kom á frjálsri sölu frá Liverpool á dögunum. Talið er að PSG ætli nú að snúa sér að því að finna nýjan hægri bakvörð. Hefur Achraf Hakimi, bakvörður Ítalíumeistara Inter Milan, verið nefndur til sögunnar. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Það er ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano sem greindi fyrstur manna frá þessu á Twitter-síðu sinni. Þrátt fyrir ungan aldur er Donnarumma aðalmarkvörður Ítala og hefur verið í dágóðan tíma. Hann er því önnum kafinn á Evrópumótinu sem nú fer fram. Ítalía lagði Tyrkland 3-0 í fyrsta leik og mætir Sviss í öðrum leik sínum á miðvikudaginn kemur. Að honum loknum mun hinn 22 ára gamli Donnarumma fara í læknisskoðun og í kjölfarið vera tilkynntur sem leikmaður PSG. Þá staðfestir Romano að markvörðurinn muni ekki fara á lán eins og talið var en það er mjög stutt síðan franska stórliðið framlengdi samning markvarðarins Kaylor Navas. Það er því ljóst að PSG ætlar sér að vera með tvo mjög færa markverði á næstu leiktíð. Gianluigi Donnarumma contract with Paris Saint-Germain until 2026 has been completed. Medicals scheduled after Wednesday then it s gonna be official. He s NOT leaving on loan, he s staying as Keylor. #PSGAfter signing Gini and Gigio, PSG will focus on a new right back. — Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 13, 2021 Donnarumma er annar leikmaðurinn sem PSG sækir í sumar en hollenski miðjumaðurinn Gini Wijnaldum kom á frjálsri sölu frá Liverpool á dögunum. Talið er að PSG ætli nú að snúa sér að því að finna nýjan hægri bakvörð. Hefur Achraf Hakimi, bakvörður Ítalíumeistara Inter Milan, verið nefndur til sögunnar.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira