Dumfries er 25 ára leikmaður PSV Eindhoven en hefur verið orðaður við Everton og Napoli að undanförnu. Frammistaða eins og í gær mun aðeins ýta undir að hann verði keyptur eftir keppnina.
Dumfries heads Netherlands to 3-2 win and denies Ukraine s dream comeback https://t.co/iEDahitgA8
— The Guardian (@guardian) June 13, 2021
Dumfries er vanalega að spila sem hægri bakvörður en blómstraði sem vængbakvörður í gær í hinu umdeilda 3-5-2 kerfi Frank de Boer.
Dumfries fór reyndar illa með nokkur tækifæri í fyrri hálfleiknum en tvö fyrstu mörk hollenska liðsins komu eftir að hann skapaði usla í vörn Úkraínumanna.
Denzel Dumfries in #NEDUKR tonight
— Aadoo Ozzo (@Aadozo) June 13, 2021
Misses two first half sitters
Redeems himself by scoring the winner
Wins the Man of the Match#EURO2020 @OnsOranje pic.twitter.com/jWobZX2gZI
Dumfries lék 41 leik með PSV á tímabilinu en 40 þeirra voru í bakverðinum. Hann náði engu að síðust að skora fjögur mörk og gefa níu stoðsendingar.
Flestir Hollendingar vilja að landsliðið spili hið hefðbundna 4-3-3 kerfi en De Boer er harður á því að spila með þriggja manna vörn. Hann sá Dumfries fyrir sér framar á vellinum og það kom sér vel í gær.
What a moment for Denzel Dumfries!
— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 13, 2021
First international goal = opening game winner #EURO2020 pic.twitter.com/K5LlxE05Lc
Þetta var fyrsta mark Dumfries fyrir hollenska landsliðið en ekki þó fyrsta landsliðsmarkið hans.
Denzel spilaði nefnilega fyrir landslið Arúba árið 2014 og skoraði þá á móti Guam. Hann spilaði hins vegar ekki fleiri leik og Ronald Koeman valdi hann fyrst í hollenska landsliðið í október 2018.
Hér fyrir neðan má sjá sigurmark Denzel Dumfries frá því í gær.