G7-ríkin héldu að sér höndum um kolabruna Kjartan Kjartansson skrifar 14. júní 2021 12:57 Loftslagsmótmælendur á strönd nærri fundarstað fulltrúa G7-ríkjanna í Cornwall á Englandi í gær. AP/Jon Super Engin ákvörðun var tekin um hvenær bruna á kolum verður alfarið hætt á fundi sjö helstu iðnríkja heims sem lauk í gær. Ríkið sammæltust aðeins um að hætta fjármögnun nýrra kolaorkuvera sem búa ekki yfir tækni til að binda kolefni. Meiri einhugur um aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni ríkti á G7-fundinum á Englandi nú þegar Joe Biden hefur tekið sæti Donalds Trump sem forseta Bandaríkjanna. Í forsetatíð sinni tók Trump ekki þátt í sameiginlegum ályktunum funda með hefðbundnum bandalagsríkjum og setti oft afstöðu þeirra til loftslagsmála fyrir sig. Ríkin sjö lofuðu í fyrsta skipti að draga úr sameiginlegri losun sinni um helming fyrir árið 2030. Áður höfðu einstök ríki gert það að markmiði sínu. Ætla G7-ríkin jafnframt að stefna að því að afkolefnisvæða orkuframleiðslu sína nær algerlega á þessum áratug. Þegar kom að kolum, helstu uppsprettu gróðurhúsalofttegunda, var niðurstaða fundarins ekki eins afgerandi. Ríkin samþykktu að hætta alþjóðlegri fjármögnun á nýjum kolaorkuverum þar sem ekki er tækni til að fanga og geyma kolefni. Slík tækni er enn skammt á veg komin. Ekki var þó kveðið á um neina lokadagsetningu fyrir bruna á kolum. New York Times segir að sérfræðingar í orkumálum telji að það veiki samningsstöðu iðnríkjanna gagnvart Kína sem er enn að auka kolanotkun. Einnig gæti ríkjunum reynst erfitt að sannfæra önnur ríki um að skera niður losun sína á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Skotlandi síðar á þessu ári. Þróunarríkjum ekki lofað meiri aðstoð Engin fyrirheit um frekara fjármagn til að hjálpa þróunarríkjum að aðlagast loftslagsbreytingum og ráðast í orkuskipti voru heldur gefin á fundi G7-ríkjanna. Iðnríkin samþykktu að stofna 100 milljarða dollara sjóð í því skyni árið 2009 en heimtur í þann sjóð hafa verið takmarkaðar. Aðeins hafa safnast 80 milljarðar dollarar til þessa samkvæmt tölum Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) í sjóðinn. Meirihluti þess fjár er á formi lána til þróunarríkja en ekki styrkja. „Þetta eru mikil vonbrigði. Þetta var stund þegar G7-ríkin hefðu getað veitt sögulega forystu en í staðinn skildu þau eftir sig gapandi tómarúm,“ segir Jennifer Morgan, framkvæmdastjóri Grænfriðunga við bandaríska blaðið. Fleiri umhverfisverndarsamtök hafa gagnrýnt ríkin og hvatt þau til að ganga lengra en að ítreka aðeins fyrri loforð sín um aðgerðir, að sögn AP-fréttastofunnar. Loftslagsmál Orkumál Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Sjá meira
Meiri einhugur um aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni ríkti á G7-fundinum á Englandi nú þegar Joe Biden hefur tekið sæti Donalds Trump sem forseta Bandaríkjanna. Í forsetatíð sinni tók Trump ekki þátt í sameiginlegum ályktunum funda með hefðbundnum bandalagsríkjum og setti oft afstöðu þeirra til loftslagsmála fyrir sig. Ríkin sjö lofuðu í fyrsta skipti að draga úr sameiginlegri losun sinni um helming fyrir árið 2030. Áður höfðu einstök ríki gert það að markmiði sínu. Ætla G7-ríkin jafnframt að stefna að því að afkolefnisvæða orkuframleiðslu sína nær algerlega á þessum áratug. Þegar kom að kolum, helstu uppsprettu gróðurhúsalofttegunda, var niðurstaða fundarins ekki eins afgerandi. Ríkin samþykktu að hætta alþjóðlegri fjármögnun á nýjum kolaorkuverum þar sem ekki er tækni til að fanga og geyma kolefni. Slík tækni er enn skammt á veg komin. Ekki var þó kveðið á um neina lokadagsetningu fyrir bruna á kolum. New York Times segir að sérfræðingar í orkumálum telji að það veiki samningsstöðu iðnríkjanna gagnvart Kína sem er enn að auka kolanotkun. Einnig gæti ríkjunum reynst erfitt að sannfæra önnur ríki um að skera niður losun sína á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Skotlandi síðar á þessu ári. Þróunarríkjum ekki lofað meiri aðstoð Engin fyrirheit um frekara fjármagn til að hjálpa þróunarríkjum að aðlagast loftslagsbreytingum og ráðast í orkuskipti voru heldur gefin á fundi G7-ríkjanna. Iðnríkin samþykktu að stofna 100 milljarða dollara sjóð í því skyni árið 2009 en heimtur í þann sjóð hafa verið takmarkaðar. Aðeins hafa safnast 80 milljarðar dollarar til þessa samkvæmt tölum Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) í sjóðinn. Meirihluti þess fjár er á formi lána til þróunarríkja en ekki styrkja. „Þetta eru mikil vonbrigði. Þetta var stund þegar G7-ríkin hefðu getað veitt sögulega forystu en í staðinn skildu þau eftir sig gapandi tómarúm,“ segir Jennifer Morgan, framkvæmdastjóri Grænfriðunga við bandaríska blaðið. Fleiri umhverfisverndarsamtök hafa gagnrýnt ríkin og hvatt þau til að ganga lengra en að ítreka aðeins fyrri loforð sín um aðgerðir, að sögn AP-fréttastofunnar.
Loftslagsmál Orkumál Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Sjá meira