Ástarflækjur Gísli Rafn Ólafsson skrifar 15. júní 2021 08:01 Í þessari viku eru 19 ár síðan ég og konan mín kynntust og 12 ár síðan við giftum okkur. Ég var heppinn, ekki bara af því að þar fann ég minn sálufélaga, heldur af því að hún var rétt eins og ég Íslendingur. Ef ég hefði hins vegar gert þau „mistök,“ í augum hins opinbera, að verða ástfanginn af konu sem væri ekki Evrópubúi, þá hefðu ég og hún þurft endalaust að berjast fyrir ást okkar. Það er nefnilega þannig í dag að ástin tekur ekki tillit til landamæra og landamærin taka ekki tillit til ástarinnar. Nú þegar vegalengdirnar hafa styst þegar kemur að ferðalögum og eru horfnar þegar kemur að samskiptum á netinu, þá er það sífellt algengara að fólk frá ólíkum löndum verði ástfangið, giftist og eignist saman börn. En við sem erum gift öðrum Íslending gerum okkur ekki grein fyrir því hversu flókið það er að fá slíka ást viðurkennda af íslenskum yfirvöldum. Við gerum okkur ekki grein fyrir því hversu mikið er af þjóðernis- og forræðishyggju í þeim hindrunum sem fólk þarf að yfirstíga. Flækjur á flækjur ofan Fyrsta flækjustigið er að fá vegabréfsáritun fyrir viðkomandi til Íslands. Flókið regluverk fyrir aðila utan Schengen og takmarkaður fjöldi sendiráða Íslands utan Evrópu gerir það oft erfitt að yfirstíga þetta fyrsta skref í að kynna viðkomandi fyrir fjölskyldunni á Íslandi. Ef ástin svo blómstrar og þú vilt fá viðkomandi til Íslands í lengri tíma en vegabréfsáritun gildir, þá flækist málið. Dvalarleyfi til sambúðarmaka krefst þess nefnilega að þið hafið búið saman í sambúð í eitt ár, áður en dvalarleyfið er veitt. Með öðrum orðum, ef þú gerir þau „mistök“ að elska „ranga“ manneskju þá þarft þú fyrst að flytja þangað sem viðkomandi býr og vera í sambúð þar í heilt ár. Gerðu líka ráð fyrir því að Útlendingastofnun muni véfengja þau skjöl sem þú kemur með til að staðfesta þetta ár erlendis og að þið séuð beðin um að afhenda þeim myndir sem sýna að þið hafið eitt öllum tímanum saman. Reglulega þarftu svo að endurnýja þetta dvalarleyfi, sína fram á að ýmsum skilyrðum sé enn uppfyllt, meðal annars að þú hafir ekki ferðast of mikið erlendis á tímabilinu og svo er auðvitað alveg bannað að ferðast í þá þrjá mánuði sem endurnýjun dvalarleyfis tekur að fara í gegnum kerfið, því þá getur þú fyrirgert réttinum til að endurnýja dvalarleyfið, algjörlega óháð því hvort brýn nauðsyn var fyrir ferð þinni erlendis eða ekki. Veigra sér við ferlið Litlu virðist skipta hvort þið ákveðið að gifta ykkur, flækjustigið fyrir dvalarleyfi er alveg jafn flókið og biðtíminn eftir afgreiðslu er álíka langur. En eftir að þið giftuð ykkur, þá opnast samt eftir 4 ár fyrir næsta skrefið í því að tryggja að ástin þín fái öll þau sömu réttindi og þú. Ef þið hafið haldið út að vera gift, þrátt fyrir allar þessar hindranir, í fjögur ár, þá má nefnilega sækja um íslenskan ríkisborgararétt fyrir makann þinn. Maður hefði haldið að þá væru nú verðlaun í boði fyrir þá sem hafa haldið út að búa á þessu skeri í fjögur ár, en nei, þá hefst 18 mánaða tímabil þar sem „umsóknin þín er tekin fyrir.“ Reyndar færðu sjaldnast svör við umsókninni fyrr en eftir 17 mánuði og þá er líklegt að þér sé bent á að það vanti eitthvað fylgiskjal, sem bætt var við sem nýrri kröfu um fylgiskjöl síðan þú sendir inn þína umsókn. Mjög flóknar og oft íþyngjandi kröfur eru gerðar fyrir þá sem sækja um ríkisborgararétt og veit ég til þess að margir útlendingar veigra sér við að fara í þetta ferli sökum þess hversu óvingjarnlegt það er. Opnum fyrir ástina Hægt er að geta sér til að þessar kröfur og þetta ferli sé gert erfitt og ómanneskjulegt til þess að hindra það að ekki sé um „plat-hjónabönd“ að ræða, hjónabönd sem einfaldlega er stofnað til svo að hinn aðilinn fái aðsetur á Íslandi. Það er hins vegar algjörlega óásættanlegt að refsa öllum þeim sem verða ástfangin af útlendingum fyrir þau örfáu tilvik á ári sem kannski kæmu upp af plat-hjónaböndum. Það er kominn tími til að við afnemum þessi þjóðernis- og fordæmishyggjulegu vinnubrögð og gefum fólki á að vera ástfangið óháð landamærum. Höfundur skipar 2. sæti Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Sjá meira
Í þessari viku eru 19 ár síðan ég og konan mín kynntust og 12 ár síðan við giftum okkur. Ég var heppinn, ekki bara af því að þar fann ég minn sálufélaga, heldur af því að hún var rétt eins og ég Íslendingur. Ef ég hefði hins vegar gert þau „mistök,“ í augum hins opinbera, að verða ástfanginn af konu sem væri ekki Evrópubúi, þá hefðu ég og hún þurft endalaust að berjast fyrir ást okkar. Það er nefnilega þannig í dag að ástin tekur ekki tillit til landamæra og landamærin taka ekki tillit til ástarinnar. Nú þegar vegalengdirnar hafa styst þegar kemur að ferðalögum og eru horfnar þegar kemur að samskiptum á netinu, þá er það sífellt algengara að fólk frá ólíkum löndum verði ástfangið, giftist og eignist saman börn. En við sem erum gift öðrum Íslending gerum okkur ekki grein fyrir því hversu flókið það er að fá slíka ást viðurkennda af íslenskum yfirvöldum. Við gerum okkur ekki grein fyrir því hversu mikið er af þjóðernis- og forræðishyggju í þeim hindrunum sem fólk þarf að yfirstíga. Flækjur á flækjur ofan Fyrsta flækjustigið er að fá vegabréfsáritun fyrir viðkomandi til Íslands. Flókið regluverk fyrir aðila utan Schengen og takmarkaður fjöldi sendiráða Íslands utan Evrópu gerir það oft erfitt að yfirstíga þetta fyrsta skref í að kynna viðkomandi fyrir fjölskyldunni á Íslandi. Ef ástin svo blómstrar og þú vilt fá viðkomandi til Íslands í lengri tíma en vegabréfsáritun gildir, þá flækist málið. Dvalarleyfi til sambúðarmaka krefst þess nefnilega að þið hafið búið saman í sambúð í eitt ár, áður en dvalarleyfið er veitt. Með öðrum orðum, ef þú gerir þau „mistök“ að elska „ranga“ manneskju þá þarft þú fyrst að flytja þangað sem viðkomandi býr og vera í sambúð þar í heilt ár. Gerðu líka ráð fyrir því að Útlendingastofnun muni véfengja þau skjöl sem þú kemur með til að staðfesta þetta ár erlendis og að þið séuð beðin um að afhenda þeim myndir sem sýna að þið hafið eitt öllum tímanum saman. Reglulega þarftu svo að endurnýja þetta dvalarleyfi, sína fram á að ýmsum skilyrðum sé enn uppfyllt, meðal annars að þú hafir ekki ferðast of mikið erlendis á tímabilinu og svo er auðvitað alveg bannað að ferðast í þá þrjá mánuði sem endurnýjun dvalarleyfis tekur að fara í gegnum kerfið, því þá getur þú fyrirgert réttinum til að endurnýja dvalarleyfið, algjörlega óháð því hvort brýn nauðsyn var fyrir ferð þinni erlendis eða ekki. Veigra sér við ferlið Litlu virðist skipta hvort þið ákveðið að gifta ykkur, flækjustigið fyrir dvalarleyfi er alveg jafn flókið og biðtíminn eftir afgreiðslu er álíka langur. En eftir að þið giftuð ykkur, þá opnast samt eftir 4 ár fyrir næsta skrefið í því að tryggja að ástin þín fái öll þau sömu réttindi og þú. Ef þið hafið haldið út að vera gift, þrátt fyrir allar þessar hindranir, í fjögur ár, þá má nefnilega sækja um íslenskan ríkisborgararétt fyrir makann þinn. Maður hefði haldið að þá væru nú verðlaun í boði fyrir þá sem hafa haldið út að búa á þessu skeri í fjögur ár, en nei, þá hefst 18 mánaða tímabil þar sem „umsóknin þín er tekin fyrir.“ Reyndar færðu sjaldnast svör við umsókninni fyrr en eftir 17 mánuði og þá er líklegt að þér sé bent á að það vanti eitthvað fylgiskjal, sem bætt var við sem nýrri kröfu um fylgiskjöl síðan þú sendir inn þína umsókn. Mjög flóknar og oft íþyngjandi kröfur eru gerðar fyrir þá sem sækja um ríkisborgararétt og veit ég til þess að margir útlendingar veigra sér við að fara í þetta ferli sökum þess hversu óvingjarnlegt það er. Opnum fyrir ástina Hægt er að geta sér til að þessar kröfur og þetta ferli sé gert erfitt og ómanneskjulegt til þess að hindra það að ekki sé um „plat-hjónabönd“ að ræða, hjónabönd sem einfaldlega er stofnað til svo að hinn aðilinn fái aðsetur á Íslandi. Það er hins vegar algjörlega óásættanlegt að refsa öllum þeim sem verða ástfangin af útlendingum fyrir þau örfáu tilvik á ári sem kannski kæmu upp af plat-hjónaböndum. Það er kominn tími til að við afnemum þessi þjóðernis- og fordæmishyggjulegu vinnubrögð og gefum fólki á að vera ástfangið óháð landamærum. Höfundur skipar 2. sæti Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun