Fögnuðu fyrstu útskriftinni með oddaflugi yfir eldgosið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. júní 2021 20:01 Flugvélunum var flogið í oddaflugi yfir gosstöðvarnar. Þráinn Kolbeinsson Fyrsta svokallaða oddaflugið yfir eldgosið í Geldingadölum var farið í gærkvöld, þegar flugkennarar Flugakademíu Íslands fylktu liði frá Reykjavíkurflugvelli. Rúmlega þrjátíu manns útskrifuðust frá skólanum í vikunni. Þrátt fyrir hálf hráslagalegt veður undanfarna daga lét sólin loks sjá sig þegar flugkennarar í nýsameinuðum Flugakademíu Íslands hittust á Reykjavíkurflugvelli seint í gærkvöld til að fagna fyrstu útskrift úr nýsameinuðum skóla við Flugskóla Íslands. „Þetta voru 32 sem útskrifuðust 11. júní síðastliðinn. Það er talsverð fækkun síðan í fyrra, þá voru 84 sem útskrifuðust og árið 2020 var erfitt flugkennslu. Hún var bönnuð stóran hluta ársins og við gátum ekki flogið og kennt, það hafði sitt að segja,“ segir Kári Kárason, forstöðumaður Flugakademíu Íslands. Eldgosið virðist hins vegar vakið áhuga á flugnámi, bæði hérlendis og erlendis og Kári er bjartsýnn á að hægt verði að útskrifa stærri hóp að þremur árum liðnum. Áfanganum var fagnað með svokölluðu oddaflugi, þegar sex vélum var flogið í tígli frá Reykjavík til Keflavíkur og þaðan að gosstöðvunum í Geldingadölum. Kári og Davíð Brár Unnarsson, skólastjóri Flugakademíunnar, fóru í broddi fylkingar eftir að hafa skipulagt flugferðina í þaula. Og það borgaði sig svo sannarlega því útsýnið var stórbrotið. Vísir/Egill Aðalsteinsson „Mér finnst frábært að fljúga yfir gosið,“ segir Kári. „Það er kannski ekki gaman að fljúga beint yfir það því þá hristist maður allur og skelfur út af hitauppstreymi en í kringum það er alveg frábært. Eins og að horfa ofan í helvíti,“ segir hann. Davíð Brár Unnarsson, skólastjóri Flugakademíunnar, tekur undir og bætir við að enginn annar hafi flogið í fylkingaflugi yfir eldgosið. „Ekki svo ég viti til. En það er skemmtilegt að gera eitthvað nýtt,“ segir Davíð. Hann segir að skipulagning skipti miklu máli í samflugi en að hún sé þó ekkert sérstaklega flókin í framkvæmd. „Áhafnir í hverri einustu vél þurfa bara að tala sig vel saman, hvar hver á að vera og um undankomuleiðir ef á þyrfti að halda.“ Flugmennirnir í vélunum sex voru allir sammála um að flugið hafi verði stórkostlegt. „Þetta var mjög skemmtilegt. Maður verður eins og lítill strákur svolítið,“ segir hann. Eldgos í Fagradalsfjalli Fréttir af flugi Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Sjá meira
Þrátt fyrir hálf hráslagalegt veður undanfarna daga lét sólin loks sjá sig þegar flugkennarar í nýsameinuðum Flugakademíu Íslands hittust á Reykjavíkurflugvelli seint í gærkvöld til að fagna fyrstu útskrift úr nýsameinuðum skóla við Flugskóla Íslands. „Þetta voru 32 sem útskrifuðust 11. júní síðastliðinn. Það er talsverð fækkun síðan í fyrra, þá voru 84 sem útskrifuðust og árið 2020 var erfitt flugkennslu. Hún var bönnuð stóran hluta ársins og við gátum ekki flogið og kennt, það hafði sitt að segja,“ segir Kári Kárason, forstöðumaður Flugakademíu Íslands. Eldgosið virðist hins vegar vakið áhuga á flugnámi, bæði hérlendis og erlendis og Kári er bjartsýnn á að hægt verði að útskrifa stærri hóp að þremur árum liðnum. Áfanganum var fagnað með svokölluðu oddaflugi, þegar sex vélum var flogið í tígli frá Reykjavík til Keflavíkur og þaðan að gosstöðvunum í Geldingadölum. Kári og Davíð Brár Unnarsson, skólastjóri Flugakademíunnar, fóru í broddi fylkingar eftir að hafa skipulagt flugferðina í þaula. Og það borgaði sig svo sannarlega því útsýnið var stórbrotið. Vísir/Egill Aðalsteinsson „Mér finnst frábært að fljúga yfir gosið,“ segir Kári. „Það er kannski ekki gaman að fljúga beint yfir það því þá hristist maður allur og skelfur út af hitauppstreymi en í kringum það er alveg frábært. Eins og að horfa ofan í helvíti,“ segir hann. Davíð Brár Unnarsson, skólastjóri Flugakademíunnar, tekur undir og bætir við að enginn annar hafi flogið í fylkingaflugi yfir eldgosið. „Ekki svo ég viti til. En það er skemmtilegt að gera eitthvað nýtt,“ segir Davíð. Hann segir að skipulagning skipti miklu máli í samflugi en að hún sé þó ekkert sérstaklega flókin í framkvæmd. „Áhafnir í hverri einustu vél þurfa bara að tala sig vel saman, hvar hver á að vera og um undankomuleiðir ef á þyrfti að halda.“ Flugmennirnir í vélunum sex voru allir sammála um að flugið hafi verði stórkostlegt. „Þetta var mjög skemmtilegt. Maður verður eins og lítill strákur svolítið,“ segir hann.
Eldgos í Fagradalsfjalli Fréttir af flugi Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Sjá meira