Lágstemmd hátíðarhöld á morgun Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. júní 2021 17:56 Aldís Amah Hamilton var fjallkonan árið 2019. Friðrik Þór Halldórsson Hátíðarhöld verða lágstemmd í miðborginni á þjóðhátíðardegi Íslendinga á morgun vegna faraldurs kórónuveirunnar og verður dagskrá dreift víða um borgina til að forðast hópamyndanir. Hefðbundin morgunathöfn hefst á Austurvelli klukkan ellefu þar sem forsætisráðherra Íslands og fjallkonan halda ávarp en athöfninni verður í beinni útsendingu á RÚV. Þaðan verður gengið í Hólavallakirkjugarð þar sem blómsveigur verður lagður við leiði Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur. Að því búnu tekur við fjölbreytt hátíðardagskrá. „Það eru listhópar Hins hússins, götuleikhúsið, sirkúslistafólk, dans og tónlist. Svona „pop up“ víðsvegar um miðborgina. Þannig að ef að fólk ætlar að rölta niður í bæ þá gæti það átt von á að lúðrasveit labbi framhjá eða dans verði á götuhorni. Þannig að þetta verður smá í flæðinu,“ sagði Aðalheiður Santos Sveinsdóttir, viðburðarstjóri hjá Reykjavíkurborg. Hátíðarhöld í Reykjavík verða með lágstemmdara móti en venjulega vegna faraldurs kórónuveirunnar og verður dagskrá dreift víða um borgina til þess að forðast hópamyndanir. „Í fyrra fengum við að vera fimm hundruð manns saman en í ár eru aðeins þrjú hundruð þannig við reynum að dreifa álaginu. Við ætlum að vera með matarvagna bæði í Hljómskálagarði og á Klambratúni ásamt sirkusfólki sem er á vappinu um svæðið þannig við erum ekki með neina tímasetta dagskrá til þess að forðast hópamyndanir,“ sagði Aðalheiður. Fjölbreytt dagskrá um land allt Á Akureyri hefst dagskrá klukkan 13 í Lystigarðinum þar sem forseti bæjarstjórnar heldur hátíðarávarp. Milli klukkan 14 og 16 verður svo fjölskyldu- og hátíðardagskrá á Ráðhústorginu, en að því búnu tekur við kvölddagskrá í miðbænum til miðnættis. Flest sveitarfélög hafa birt dagskrá á vef sínum. Í Kópavogi hefst dagskrá klukkan tíu þegar haldið verður hlaup fyrir 1.-6. bekk á Kópavogsvelli og í Garðabæ verður meðal annars boðið upp á Kanósiglingar í Sjálandi. 17. júní Reykjavík Akureyri Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Hefðbundin morgunathöfn hefst á Austurvelli klukkan ellefu þar sem forsætisráðherra Íslands og fjallkonan halda ávarp en athöfninni verður í beinni útsendingu á RÚV. Þaðan verður gengið í Hólavallakirkjugarð þar sem blómsveigur verður lagður við leiði Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur. Að því búnu tekur við fjölbreytt hátíðardagskrá. „Það eru listhópar Hins hússins, götuleikhúsið, sirkúslistafólk, dans og tónlist. Svona „pop up“ víðsvegar um miðborgina. Þannig að ef að fólk ætlar að rölta niður í bæ þá gæti það átt von á að lúðrasveit labbi framhjá eða dans verði á götuhorni. Þannig að þetta verður smá í flæðinu,“ sagði Aðalheiður Santos Sveinsdóttir, viðburðarstjóri hjá Reykjavíkurborg. Hátíðarhöld í Reykjavík verða með lágstemmdara móti en venjulega vegna faraldurs kórónuveirunnar og verður dagskrá dreift víða um borgina til þess að forðast hópamyndanir. „Í fyrra fengum við að vera fimm hundruð manns saman en í ár eru aðeins þrjú hundruð þannig við reynum að dreifa álaginu. Við ætlum að vera með matarvagna bæði í Hljómskálagarði og á Klambratúni ásamt sirkusfólki sem er á vappinu um svæðið þannig við erum ekki með neina tímasetta dagskrá til þess að forðast hópamyndanir,“ sagði Aðalheiður. Fjölbreytt dagskrá um land allt Á Akureyri hefst dagskrá klukkan 13 í Lystigarðinum þar sem forseti bæjarstjórnar heldur hátíðarávarp. Milli klukkan 14 og 16 verður svo fjölskyldu- og hátíðardagskrá á Ráðhústorginu, en að því búnu tekur við kvölddagskrá í miðbænum til miðnættis. Flest sveitarfélög hafa birt dagskrá á vef sínum. Í Kópavogi hefst dagskrá klukkan tíu þegar haldið verður hlaup fyrir 1.-6. bekk á Kópavogsvelli og í Garðabæ verður meðal annars boðið upp á Kanósiglingar í Sjálandi.
17. júní Reykjavík Akureyri Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira