Parris hefur undanfarið tvö ár leikið með Lyon. Var hún hluti af liðinu sem vann þrennuna á síðasta ári. Það er deild, bikar og Evrópu. Hún hefur hins vegar náð samkomulagi við Arsenal sem leikur í ensku úrvalsdeildinni og mun semja við liðið að lokinni læknisskoðun í vikunni.
Samkvæmt Sky Sports er Parris spennt að snúa aftur til Englands en hún lék með Manchester City áður en hún gekk til liðs við Lyon.
| Arsenal have agreed a deal with Lyon to sign England international striker Nikita Parris.
— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 16, 2021
Talið er að franska liðið sé að reyna fá hina mögnuðu Vivianne Miedema frá Arsenal en hollenska landsliðskonan á aðeins 12 mánuði eftir af samningi sínum og því gæti Arsenal misst hana á frjálsri sölu næsta sumar.
Nikita Parris er 27 ára gamall framherji sem á að baki 50 A-landsleiki. Í þeim hefur hún skorað 14 mörk. Þá hefur hún leikið fyrir Everton, Manchester City og Lyon á ferlinum.
Arsenal verður því fjórða liðið sem hún leikur fyrir á ferlinum.