„Við getum leitað annarra leiða til þess að laga þetta heldur en að drepa kettina“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. júní 2021 18:58 Nadía Lóa, Sveinborg og Róbert Sölvi. ARNAR HALLDÓRSSON Eigendur læðu sem nýlega eignaðist kettlinga telja að eitrað hafi verið fyrir henni með því að gefa henni frostlög. Þeir segja önnur svipuð tilvik hafa komið upp í nágrenninu, nánar tiltekið smáíbúðahverfinu. Kiwi var tæplega þriggja ára gömul læða sem skilur eftir sig fjóra kettlinga. Í gærmorgun tók fjölskyldan eftir því að hún var orðin slöpp og ólík sér. Þegar leið á daginn fór henni að versna og var tekin ákvörðun um að fara með hana til dýralæknis í rannsóknir. „Síðan er hringt í okkur rétt fyrir klukkan fjögur og sagt að hún sé komin það langt í nýrnabilun að hún muni að öllum líkindum ekki lifa nóttina af og mælt með að hún verði svæfð þann daginn,“ sagði Sveinborg Hafliðadóttir. Kiwi var tæplega þriggja ára.AÐSEND Allt bendir til þess að læðan hafi innbyrt frostlög og var hún svæfð. Dýralæknir tjáði fjölskyldunni að líklegast hafi einhver sprautað frostleginum í fisk. „Sem lokkar kettina að. Hann er tiltölulega sætur, frostlögurinn, þannig að þau finna ekki eitthvað beiskt eða vont bragð þannig að þau borða þetta bara óhikað.“ Sveinborg segir að þegar slíkt sé uppi sé um einbeittan brotavilja að ræða. Fjölskyldan vakti athygli á þessu í Facebook hópi hverfisins. Ljóst er af athugasemdum að þetta virðist ekki í fyrsta sinn sem sambærilegur atburður gerist í hverfinu. „Fólk bara áttar sig ekki á því hver hugsar sér að gera svona hluti til að byrja með. Svo hafa nokkrir í sömu götu og við verið að lýsa sams konar málum,“ segir Sveinborg. Kettlingarnir fjórir eru vægast sagt krúttlegir.AÐSEND Fyrir tveimur árum bárust ítrekaðar fréttir af frostlögseitrun í Hveragerði eftir að margir kettir og hundar drápust þar. Sveinborg segir kattareigendur meðvitaða um varptíma fugla og að eigendur geri það sem þeir geti til að lágmarka þann skaða sem kettir geta valdið fuglalífi. „Ég held að flestir kattareigendur geri það sem þeir geti til að bjarga fuglunum. Þeir eru með svona trúðahringi og bjöllur og allskonar en þetta er bara í þeirra eðli þannig það er erfitt að ná þessu úr þeim. Við getum leitað annarra leiða til þess að laga þetta heldur en að drepa kettina.“ Dýr Gæludýr Reykjavík Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Kiwi var tæplega þriggja ára gömul læða sem skilur eftir sig fjóra kettlinga. Í gærmorgun tók fjölskyldan eftir því að hún var orðin slöpp og ólík sér. Þegar leið á daginn fór henni að versna og var tekin ákvörðun um að fara með hana til dýralæknis í rannsóknir. „Síðan er hringt í okkur rétt fyrir klukkan fjögur og sagt að hún sé komin það langt í nýrnabilun að hún muni að öllum líkindum ekki lifa nóttina af og mælt með að hún verði svæfð þann daginn,“ sagði Sveinborg Hafliðadóttir. Kiwi var tæplega þriggja ára.AÐSEND Allt bendir til þess að læðan hafi innbyrt frostlög og var hún svæfð. Dýralæknir tjáði fjölskyldunni að líklegast hafi einhver sprautað frostleginum í fisk. „Sem lokkar kettina að. Hann er tiltölulega sætur, frostlögurinn, þannig að þau finna ekki eitthvað beiskt eða vont bragð þannig að þau borða þetta bara óhikað.“ Sveinborg segir að þegar slíkt sé uppi sé um einbeittan brotavilja að ræða. Fjölskyldan vakti athygli á þessu í Facebook hópi hverfisins. Ljóst er af athugasemdum að þetta virðist ekki í fyrsta sinn sem sambærilegur atburður gerist í hverfinu. „Fólk bara áttar sig ekki á því hver hugsar sér að gera svona hluti til að byrja með. Svo hafa nokkrir í sömu götu og við verið að lýsa sams konar málum,“ segir Sveinborg. Kettlingarnir fjórir eru vægast sagt krúttlegir.AÐSEND Fyrir tveimur árum bárust ítrekaðar fréttir af frostlögseitrun í Hveragerði eftir að margir kettir og hundar drápust þar. Sveinborg segir kattareigendur meðvitaða um varptíma fugla og að eigendur geri það sem þeir geti til að lágmarka þann skaða sem kettir geta valdið fuglalífi. „Ég held að flestir kattareigendur geri það sem þeir geti til að bjarga fuglunum. Þeir eru með svona trúðahringi og bjöllur og allskonar en þetta er bara í þeirra eðli þannig það er erfitt að ná þessu úr þeim. Við getum leitað annarra leiða til þess að laga þetta heldur en að drepa kettina.“
Dýr Gæludýr Reykjavík Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira