Þjóðgarðsvörður segir stúlkurnar heppnar að vera enn á lífi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. júní 2021 12:05 Stúlkurnar fóru út á vatnið snemma í morgun á uppblásnum bát, sem fylltist af vatni. Vísir/Vilhelm Stúlkurnar þrjár sem komust í hann krappann á uppblásnum báti á Þingvallavatni snemma í morgun eru heppnar að vera enn á lífi, segir þjóðgarðsvörður. Þingvallavatn sé stórhættulegt og það beri að varast á hvaða árstíma sem er. Mikill viðbúnaður var við Þingvallavatn upp úr klukkan sjö í morgun eftir að Neyðarlínu barst tilkynning um þrjár stúlkur á bát í Þingvallavatni. Um var að ræða uppblásinn bát sem var tekinn að fyllast af vatni og gátu stúlkurnar ekki siglt honum aftur að landi. Allar björgunarsveitir í Árnessýslu, ásamt sveitum af höfuðborgarsvæðinu, voru kallaðar út auk sjúkraflutningamanna frá Suðurlandi og Reykjavík, og þyrlu Landhelgisgæslunnar. Stúlkurnar komust í land að sjálfsdáðum um klukkan átta í morgun en voru kaldar, blautar og hraktar. „Þetta er einhver hegðun gesta sem er kannski ekki alveg í samræmi við þær hættur sem Þingvallavatn býður upp á,” segir Einar Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Hann segir að þó vatnið líti út fyrir að vera saklaust – þá sé það í raun mjög hættulegt. „Þingvallavatn er stórhættulegt vatn, hvort sem er um vetur eða sumar. Þó það sé hlýtt úti þá er Þingvallavatn bara mjög kalt vatn og menn eiga að taka það alvarlega að fara þar út í,” segir hann. Vatnið sé ískalt, sem geti reynst þeim sem ekki gæta sín afdrifaríkt. Hann þakkar fyrir að ekki hafi farið verr. „Það er sannarlega fyrst og fremst kuldinn. Eins er þarna misdýpi sem til dæmis veiðimenn þekkja. Fólk getur stigð til hliðar og þá er komið töluvert meira dýpi. En það er sannarlega kuldinn sem er hættulegur og það má eiginlega segja að þessi ungmenni eru heppin að það var ekki meiri vindur. Það var mikil stilla í morgun en ef það hefði verið norðanátt þá hefðu þau bara farið út á vatn og þá hefði verið alveg ljóst að það hefði getað farið mun verr. Ég held þau séu bara heppin að vera á lífi og við erum þakklát fyrir það.” Björgunarsveitir Bláskógabyggð Þingvellir Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Mikill viðbúnaður var við Þingvallavatn upp úr klukkan sjö í morgun eftir að Neyðarlínu barst tilkynning um þrjár stúlkur á bát í Þingvallavatni. Um var að ræða uppblásinn bát sem var tekinn að fyllast af vatni og gátu stúlkurnar ekki siglt honum aftur að landi. Allar björgunarsveitir í Árnessýslu, ásamt sveitum af höfuðborgarsvæðinu, voru kallaðar út auk sjúkraflutningamanna frá Suðurlandi og Reykjavík, og þyrlu Landhelgisgæslunnar. Stúlkurnar komust í land að sjálfsdáðum um klukkan átta í morgun en voru kaldar, blautar og hraktar. „Þetta er einhver hegðun gesta sem er kannski ekki alveg í samræmi við þær hættur sem Þingvallavatn býður upp á,” segir Einar Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Hann segir að þó vatnið líti út fyrir að vera saklaust – þá sé það í raun mjög hættulegt. „Þingvallavatn er stórhættulegt vatn, hvort sem er um vetur eða sumar. Þó það sé hlýtt úti þá er Þingvallavatn bara mjög kalt vatn og menn eiga að taka það alvarlega að fara þar út í,” segir hann. Vatnið sé ískalt, sem geti reynst þeim sem ekki gæta sín afdrifaríkt. Hann þakkar fyrir að ekki hafi farið verr. „Það er sannarlega fyrst og fremst kuldinn. Eins er þarna misdýpi sem til dæmis veiðimenn þekkja. Fólk getur stigð til hliðar og þá er komið töluvert meira dýpi. En það er sannarlega kuldinn sem er hættulegur og það má eiginlega segja að þessi ungmenni eru heppin að það var ekki meiri vindur. Það var mikil stilla í morgun en ef það hefði verið norðanátt þá hefðu þau bara farið út á vatn og þá hefði verið alveg ljóst að það hefði getað farið mun verr. Ég held þau séu bara heppin að vera á lífi og við erum þakklát fyrir það.”
Björgunarsveitir Bláskógabyggð Þingvellir Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira