28 ára sjálfstætt starfandi kona búsett í Kópavogi – Áhugamál: Dýr, mannréttindi, pólski herinn o.fl. Vigdís Sigríður Jóhannsdóttir skrifar 18. júní 2021 15:00 Það er föstudagur og þú ert að skoða fréttaveituna (e. newsfeed) á Facebook síðu þinni í rólegheitum. Það er ekkert nýtt að auglýsingar birtast á fréttaveitunni þinni t.d. auglýsing um útsölu á skósíðu og þar fram eftir götunum enda ertu mikið fyrir skó. Þú hins vegar staldrar aðeins við þegar þér birtist auglýsing frá ákveðnum íslenskum stjórnmálaflokki. Þú veist sitthvað um persónusnið, þ.e. að þér birtast auglýsingar miðað við það sem þú hefur sýnt áhuga á, en þér af vitandi hefur þú ekki sýnt þessum tiltekna stjórnmálaflokki neinn áhuga. Þú hefur hvorki slegið nafni hans upp í leitarvél Google né fylgt honum á samfélagsmiðlum. Þú veltir því fyrir þér af hverju þessi tiltekna auglýsing birtist þér? Persónuupplýsingar notaðar í pólitískri herferð Það eru ekki aðeins fyrirtæki sem nota Facebook til að auglýsa sig heldur er miðilinn notaður um allan heim af stjórnmálaöflum. Frægt er nú orðið hvernig Donald Trump notaði miðilinn í sinni kosningabaráttu árið 2016 og margir sem telja að það hafi leitt til sigurs hans. Ef aðilar auglýsa í gegnum sjónvarp eða dagblöð er sama efni dreift til sundurleitra hópa. Með Facebook er hægt að notast við persónusnið (e. profiling) og örnálgun (e. microtargeting) en án þess að fara að skilgreina þessi hugtök sérstaklega er með þessari tækni hægt að afmarka markhópa og beina markaðssetningu að þeim með mjög nákvæmum hætti. Ástæðan fyrir því að hægt er að notast við þessa tækni er að við notkun okkar á Facebook látum við sjálf af hendi upplýsingar um okkur, Facebook greinir svo hegðun okkar á miðlinum og einnig eru mörg smáforrit og heimasíður sem við notumst við sem senda miðlinum upplýsingar um okkur. Samfélagsmiðilinn fylgist jafnframt með okkur þrátt fyrir að við séum ekki að notast við hann (e. Off-Facebook activity). Það er því til mjög ítarleg greining á okkur, áhugamálum okkar, hvað okkur líkar ekki við o.s.frv. Það er því vissulega mikið verðmæti fólgið í að ná til réttu aðilanna til að reyna að fá inn atkvæði. Íslenskir stjórnmálaflokkar brotlegir við lög? Íslenskir stjórnmálaflokkar eru ekki undanskildir notkun á Facebook þegar kemur að því að auglýsa. Flokkarnir notuðu Facebook og aðra samfélagsmiðla fyrir síðustu Alþingiskosningar og munu án efa endurtaka leikinn fyrir komandi kosningar. Þeir treysta því jafnmikið og fyrirtækin á að til séu upplýsingar um okkur sem þeir geta nýtt sér í sinni kosningabaráttu. Fyrir síðustu Alþingiskosningar notuðu allir flokkarnir Facebook en nýttu sér persónusniðin í mismiklu mæli. Tveir flokkar notuðust „aðeins“ við breyturnar aldur og staðsetning á meðan aðrir flokkar nýttu ítarlegri markhópagreiningu. Til að mynda valdi einn flokkurinn breyturnar 20 – 34 ára, staðsetningu, áhugamál (s.s. dýr, almenningssamgöngur, kaffihús o.fl.). Annar flokkur valdi að auki aðila sem höfðu líkað við Facebook síðu hans og einnig vini þess aðila. Stjórnmálaflokkarnir gættu sín þó ekki á að fara að persónuverndarlögum þar sem kjósendur fengu aðeins takmarkaða fræðslu um hvernig staðið var að vinnslunni en einstaklingar eiga rétt á að fá upplýsingar um af hverju tiltekin auglýsing birtist þeim, hvaða breytur er notast við o.s.frv. Það hlýtur að teljast alvarlegt að þeir sem sjá um að setja lögin brjóti svo sjálfir gegn þeim og athyglisvert að ekki sé fjallað meira um það. Af hverju skiptir þetta máli? Í fyrsta lagi þá eigum við að geta sett kröfur á þá aðila sem setja lög í landinu gæti sín á því að fara að þeim. Í öðru lagi þá vekur athygli að fyrir skemmstu birtist frétt þess efnis að stjórnmálamenn forðast að nota Facebook til að eiga í samskiptum sín á milli. Haft var eftir sjálfum forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, að hún væri hrædd um öryggismál á Facebook. Þrátt fyrir þetta þá nota íslenskir stjórnmálaflokkar og einstaka stjórnmálamenn miðilinn til að auglýsa sig og sína starfsemi, vitandi það að honum er ekki treystandi fyrir okkar upplýsingum. Mætti ekki túlka þetta á þennan veg: Íslenskir stjórnmálamenn treysta ekki Facebook vegna þess að mikið er um gagnaleka og fleira. Þeir ætla samt að nota miðilinn í sína þágu til að kaupa aðgang að mögulegum kjósendum til að ná inn atkvæðum. Skýtur þetta ekki skökku við? Höfundur er lögfræðingur og starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar. Heimildir: https://www.bbc.com/news/technology-51034641 https://www.visir.is/g/20212117452d https://www.visir.is/g/20212119445d/thingmenn-a-kafi-i-appi-sem-eiginlega-enginn-veit-hvad-er https://www.personuvernd.is/urlausnir/alit-a-notkun-stjornmalasamtaka-a-samfelagsmidlum-fyrir-kosningar-til-althingis-leidbeiningar-og-tillogur-3 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Facebook Auglýsinga- og markaðsmál Skoðun: Kosningar 2021 Vigdís Sigríður Jóhannsdóttir Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Það er föstudagur og þú ert að skoða fréttaveituna (e. newsfeed) á Facebook síðu þinni í rólegheitum. Það er ekkert nýtt að auglýsingar birtast á fréttaveitunni þinni t.d. auglýsing um útsölu á skósíðu og þar fram eftir götunum enda ertu mikið fyrir skó. Þú hins vegar staldrar aðeins við þegar þér birtist auglýsing frá ákveðnum íslenskum stjórnmálaflokki. Þú veist sitthvað um persónusnið, þ.e. að þér birtast auglýsingar miðað við það sem þú hefur sýnt áhuga á, en þér af vitandi hefur þú ekki sýnt þessum tiltekna stjórnmálaflokki neinn áhuga. Þú hefur hvorki slegið nafni hans upp í leitarvél Google né fylgt honum á samfélagsmiðlum. Þú veltir því fyrir þér af hverju þessi tiltekna auglýsing birtist þér? Persónuupplýsingar notaðar í pólitískri herferð Það eru ekki aðeins fyrirtæki sem nota Facebook til að auglýsa sig heldur er miðilinn notaður um allan heim af stjórnmálaöflum. Frægt er nú orðið hvernig Donald Trump notaði miðilinn í sinni kosningabaráttu árið 2016 og margir sem telja að það hafi leitt til sigurs hans. Ef aðilar auglýsa í gegnum sjónvarp eða dagblöð er sama efni dreift til sundurleitra hópa. Með Facebook er hægt að notast við persónusnið (e. profiling) og örnálgun (e. microtargeting) en án þess að fara að skilgreina þessi hugtök sérstaklega er með þessari tækni hægt að afmarka markhópa og beina markaðssetningu að þeim með mjög nákvæmum hætti. Ástæðan fyrir því að hægt er að notast við þessa tækni er að við notkun okkar á Facebook látum við sjálf af hendi upplýsingar um okkur, Facebook greinir svo hegðun okkar á miðlinum og einnig eru mörg smáforrit og heimasíður sem við notumst við sem senda miðlinum upplýsingar um okkur. Samfélagsmiðilinn fylgist jafnframt með okkur þrátt fyrir að við séum ekki að notast við hann (e. Off-Facebook activity). Það er því til mjög ítarleg greining á okkur, áhugamálum okkar, hvað okkur líkar ekki við o.s.frv. Það er því vissulega mikið verðmæti fólgið í að ná til réttu aðilanna til að reyna að fá inn atkvæði. Íslenskir stjórnmálaflokkar brotlegir við lög? Íslenskir stjórnmálaflokkar eru ekki undanskildir notkun á Facebook þegar kemur að því að auglýsa. Flokkarnir notuðu Facebook og aðra samfélagsmiðla fyrir síðustu Alþingiskosningar og munu án efa endurtaka leikinn fyrir komandi kosningar. Þeir treysta því jafnmikið og fyrirtækin á að til séu upplýsingar um okkur sem þeir geta nýtt sér í sinni kosningabaráttu. Fyrir síðustu Alþingiskosningar notuðu allir flokkarnir Facebook en nýttu sér persónusniðin í mismiklu mæli. Tveir flokkar notuðust „aðeins“ við breyturnar aldur og staðsetning á meðan aðrir flokkar nýttu ítarlegri markhópagreiningu. Til að mynda valdi einn flokkurinn breyturnar 20 – 34 ára, staðsetningu, áhugamál (s.s. dýr, almenningssamgöngur, kaffihús o.fl.). Annar flokkur valdi að auki aðila sem höfðu líkað við Facebook síðu hans og einnig vini þess aðila. Stjórnmálaflokkarnir gættu sín þó ekki á að fara að persónuverndarlögum þar sem kjósendur fengu aðeins takmarkaða fræðslu um hvernig staðið var að vinnslunni en einstaklingar eiga rétt á að fá upplýsingar um af hverju tiltekin auglýsing birtist þeim, hvaða breytur er notast við o.s.frv. Það hlýtur að teljast alvarlegt að þeir sem sjá um að setja lögin brjóti svo sjálfir gegn þeim og athyglisvert að ekki sé fjallað meira um það. Af hverju skiptir þetta máli? Í fyrsta lagi þá eigum við að geta sett kröfur á þá aðila sem setja lög í landinu gæti sín á því að fara að þeim. Í öðru lagi þá vekur athygli að fyrir skemmstu birtist frétt þess efnis að stjórnmálamenn forðast að nota Facebook til að eiga í samskiptum sín á milli. Haft var eftir sjálfum forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, að hún væri hrædd um öryggismál á Facebook. Þrátt fyrir þetta þá nota íslenskir stjórnmálaflokkar og einstaka stjórnmálamenn miðilinn til að auglýsa sig og sína starfsemi, vitandi það að honum er ekki treystandi fyrir okkar upplýsingum. Mætti ekki túlka þetta á þennan veg: Íslenskir stjórnmálamenn treysta ekki Facebook vegna þess að mikið er um gagnaleka og fleira. Þeir ætla samt að nota miðilinn í sína þágu til að kaupa aðgang að mögulegum kjósendum til að ná inn atkvæðum. Skýtur þetta ekki skökku við? Höfundur er lögfræðingur og starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar. Heimildir: https://www.bbc.com/news/technology-51034641 https://www.visir.is/g/20212117452d https://www.visir.is/g/20212119445d/thingmenn-a-kafi-i-appi-sem-eiginlega-enginn-veit-hvad-er https://www.personuvernd.is/urlausnir/alit-a-notkun-stjornmalasamtaka-a-samfelagsmidlum-fyrir-kosningar-til-althingis-leidbeiningar-og-tillogur-3
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar