Þýskaland hafði betur gegn Portúgal, 4-2, í stórleik dagsins á Evrópumótinu í fótbolta. Portúgal komst yfir í leiknum en þeir þýsku skoruðu svo fjögur mörk áður en Portúgal minnkaði muninn.
Cristiano Ronaldo kom Portúgal yfir á fimmtándu mínútu eftir frábæra skyndisókn. Hinn 36 ára gamli Ronaldo hóf sóknina og skoraði skömmu síðar eftir stoðsendingu Diego Jota.
Adam var þó ekki lengi í paradís. Rúben Dias varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 35. mínútu eftir fyrirgjöf Robin Gossens og skömmu síðar gerðu Portúgalar annað sjálfsmark.
Sex mínútum fyrir hálfleik stýrði Raphael Guerreiro boltanum í sitt eigið net. Nú var það Joshua Kimmich sem átti fyrirgjöfina og boltinn endaði í netinu. Hálfleikstölur 2-1.
Þeir þýsku voru ansi öflugir og Kai Havertz bætti við þriðja markinu í upphafi síðari hálfleiks. Eftir flotta sókn gaf Robin Gossens boltann fyrir markið og þar var Kai Havertz mættur og skilaði boltanum í netið.
Þýskaland bætti við fjórða markinu eftir klukkutíma leik. Joshua Kimmich gaf frábæra fyrirgjöf beint á kollinn á Robin Gosens sem stýrði boltanum í netið.
Ronaldo var ekki hættur. Hann lagði upp annað mark Portúgala á 67. mínútu fyrir Diego Jota og skömmu síðar þrumaði Renao Sanchez í slá af löngu færi.
Fleiri urðu mörkin ekki og þeir þýsku eru því komnir með þrjú stig, líkt og Portúgalar. Frakkar eru með fjögur stig og Ungverjar eitt.
FT #POR 2-4 #GER
— BBC Sport (@BBCSport) June 19, 2021
A fantastic performance from Germany as they earn their first points of #euro2020 - it's all to play for in Group F!
Listen on @BBCSounds & the BBC Sport app #euro2020 #bbceuro2020 #PORGER