„Sýnir okkur takta sem eru Zlatanskir“ Valur Páll Eiríksson skrifar 18. júní 2021 16:01 Alexander Isak var valinn maður leiksins í kvöld. UEFA via Getty Images/Gonzalo Arroyo Alexander Isak, framherji sænska landsliðsins, var valinn maður leiksins eftir 1-0 sigur liðsins á Slóvakíu í E-riðli Evrópumótins í dag. Sérfræðingar Stöðvar 2 Sport usu lofi yfir unga framherjann eftir leik. „Stórkostleg frammistaða hjá Isak og greinilegt að Svíarnir eru í ágætis málum fram á við með hann þarna fyrir restina af mótinu.“ sagði Arnar Sveinn Geirsson um Isak eftir leik. Isak ógnaði ítrekað með hraða sínum, tækni og styrk þar sem hann skapaði flest allt jákvætt fram á við hjá þeim sænsku í leiknum. „Frábært fyrir hann að eiga svona frammistöðu. Munurinn sem ég sé helst í þessu hjá Slóvökunum í seinni hálfleik er að ákefðin virðist detta aðeins niður hjá þeim. Þeir höfðu til dæmis virkilega góðar gætur á Lewandowski allan leikinn á móti Póllandi. Í seinni hálfleik, sér maður í þessum klippum, að hann fær að snúa með hann rétt fyrir utan teig sem að Lewandowski hafði aldrei tækifæri á að gera. Þannig nær hann meðal annars að búa til dauðafæri og vítið líka.“ bætti Arnar Sveinn við. Certified baller Alexander Isak = Star of the Match after another majestic display Did you predict that? @Heineken | #EUROSOTM | #EURO2020 pic.twitter.com/TtB2ash5fH— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 18, 2021 Ósanngjarnt að bera hann saman við Zlatan Isak fetar í stór fótspor í sænska liðinu en goðsögnin Zlatan Ibrahimovic missir af mótinu vegna meiðsla. Ólafur Kristjánsson segir þó ósanngjarnt, líkt og Zlatan hefur sagt sjálfur, að bera þá tvo saman. „Þessi umræða um að Zlatan sé ekki með og allt það, það væri kannski ekki rétt að setja á drenginn það að þurfa að fylla í hans skó en það sýnir okkur takta sem eru Zlatanskir, við sjáum þessi gæði. Zlatan sjálfur hefur talað um það, þó hann tali um sjálfan sig í þriðju persónu, að það sé ekki rétt að setja það á herðar þessa pilts að líkja honum við Zlatan.“ segir Ólafur. Svíar eru með fjögur stig og markatöluna 1-0 eftir fyrstu tvo leiki sína á mótinu, sá fyrri var 0-0 jafntefli við Spánverja í fyrstu umferðinni. Liðið er langt komið með að tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitunum en eftir sigur dagsins er þriðja sæti riðilsins að minnsta kosti tryggt. Spánn og Pólland mætast í E-riðlinum klukkan 19:00 annað kvöld en síðasta umferðin fer fram 23. júní. Þar mæta Svíar þeim pólsku í lokaleik sínum í riðlinum. Helstu spretti Isaks og umræðuna um hann má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: EM í dag - Umræða um Alexander Isak EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Forsberg tryggði Svíum sigur og mögulegan farseðil í 16-liða úrslit Emil Forsberg skoraði sigurmark Svíþjóðar gegn Slóvakíu í E-riðli Evrópumótsins í knattspyrnu. Lokatölur 1-0 og Svíar svo gott sem komnir áfram í 16-liða úrslit. Markið má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. 18. júní 2021 15:00 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Sjá meira
„Stórkostleg frammistaða hjá Isak og greinilegt að Svíarnir eru í ágætis málum fram á við með hann þarna fyrir restina af mótinu.“ sagði Arnar Sveinn Geirsson um Isak eftir leik. Isak ógnaði ítrekað með hraða sínum, tækni og styrk þar sem hann skapaði flest allt jákvætt fram á við hjá þeim sænsku í leiknum. „Frábært fyrir hann að eiga svona frammistöðu. Munurinn sem ég sé helst í þessu hjá Slóvökunum í seinni hálfleik er að ákefðin virðist detta aðeins niður hjá þeim. Þeir höfðu til dæmis virkilega góðar gætur á Lewandowski allan leikinn á móti Póllandi. Í seinni hálfleik, sér maður í þessum klippum, að hann fær að snúa með hann rétt fyrir utan teig sem að Lewandowski hafði aldrei tækifæri á að gera. Þannig nær hann meðal annars að búa til dauðafæri og vítið líka.“ bætti Arnar Sveinn við. Certified baller Alexander Isak = Star of the Match after another majestic display Did you predict that? @Heineken | #EUROSOTM | #EURO2020 pic.twitter.com/TtB2ash5fH— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 18, 2021 Ósanngjarnt að bera hann saman við Zlatan Isak fetar í stór fótspor í sænska liðinu en goðsögnin Zlatan Ibrahimovic missir af mótinu vegna meiðsla. Ólafur Kristjánsson segir þó ósanngjarnt, líkt og Zlatan hefur sagt sjálfur, að bera þá tvo saman. „Þessi umræða um að Zlatan sé ekki með og allt það, það væri kannski ekki rétt að setja á drenginn það að þurfa að fylla í hans skó en það sýnir okkur takta sem eru Zlatanskir, við sjáum þessi gæði. Zlatan sjálfur hefur talað um það, þó hann tali um sjálfan sig í þriðju persónu, að það sé ekki rétt að setja það á herðar þessa pilts að líkja honum við Zlatan.“ segir Ólafur. Svíar eru með fjögur stig og markatöluna 1-0 eftir fyrstu tvo leiki sína á mótinu, sá fyrri var 0-0 jafntefli við Spánverja í fyrstu umferðinni. Liðið er langt komið með að tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitunum en eftir sigur dagsins er þriðja sæti riðilsins að minnsta kosti tryggt. Spánn og Pólland mætast í E-riðlinum klukkan 19:00 annað kvöld en síðasta umferðin fer fram 23. júní. Þar mæta Svíar þeim pólsku í lokaleik sínum í riðlinum. Helstu spretti Isaks og umræðuna um hann má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: EM í dag - Umræða um Alexander Isak
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Forsberg tryggði Svíum sigur og mögulegan farseðil í 16-liða úrslit Emil Forsberg skoraði sigurmark Svíþjóðar gegn Slóvakíu í E-riðli Evrópumótsins í knattspyrnu. Lokatölur 1-0 og Svíar svo gott sem komnir áfram í 16-liða úrslit. Markið má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. 18. júní 2021 15:00 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Sjá meira
Forsberg tryggði Svíum sigur og mögulegan farseðil í 16-liða úrslit Emil Forsberg skoraði sigurmark Svíþjóðar gegn Slóvakíu í E-riðli Evrópumótsins í knattspyrnu. Lokatölur 1-0 og Svíar svo gott sem komnir áfram í 16-liða úrslit. Markið má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. 18. júní 2021 15:00