Sú látna er hin þrjátíu og eins árs gamla Miriam frá Ítalíu. Snemma á mánudaginn gekk hún meðfram ánni Signu ásamt vin sínum, þegar tvær konur nálguðust þau á ógnarhraða á rafskútu.
Í stað þess að stöðva, klesstu ökuníðingarnir tveir á Miriam með þeim afleiðingum að hún skall með höfuðið harkalega í jörðina og fór í hjartastopp. Vaktmenn við Signu hófu endurlífgunartilraunir og eftir þrjátíu mínútur tókst þeim að fá hjartað í gang á ný.
Farið var með Miriam á spítala þar var hún meðvitundarlaus í tvo daga, áður en hún var úrskurðuð látin á miðvikudag. Málið er rannsakað sem manndráp og leitar lögreglan í París nú að konunum tveimur.
Málið hefur hefur vakið upp umræðu um ógn öryggis gangandi vegfarenda af rafskútum. En árið 2019 varð bannað að keyra rafskútur á gangstéttum í Frakklandi. Sú regla var sett eftir hundruð slysa og nokkur dauðsföll af völdum farartækjanna.