Tyggjóklessuhreinsari Reykvíkingur ársins Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 20. júní 2021 11:35 Guðjón Óskarsson, Reykvíkingur ársins ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Hinn rúmlega sjötugi Guðjón Óskarsson hefur verið valinn Reykvíkingur ársins. Nafnbótina hlýtur hann fyrir starf sitt við að hreinsa gangstéttir borgarinnar af tyggjóklessum. Þegar Guðjón missti vinnuna í ferðaþjónustu vegna heimsfaraldursins, efndi hann til tíu vikna átaks sem fól í sér að hreinsa upp tyggjóklessur af götum borgarinnar. Hann segist hafa hreinsað upp yfir 56 þúsund tyggjóklessur. „Ég taldi til dæmis tyggjóklessurnar sem ég hreinsaði upp í Ingólfsstræti á fyrsta degi. Þær voru nærri því átta hundruð bara öðrum megin götunnar,“ segir Guðjón. Guðjón notar vél sem leysir upp tyggjóið við hundrað gráðu hita. „Þetta er hundrað prósent umhverfisvæn aðferð, enda fór ég í átakið vegna þess að mér þótti ástandið vera svolítið svakalegt á sumum stöðum í Miðborginni.“ Hér má sjá Reykvíking ársins 2021 við störf. Guðjón er búinn að fara nokkrar umferðir um Miðborgina og fer til dæmis alltaf reglulega niður Skólavörðustíg. Í hvert skipti eru komnar nýjar tyggjóklessur, en þeim fer þó fækkandi. Hann telur ungu kynslóðina vera orðna meðvitaða um að henda ekki tyggjóklessum á gangstéttir. „Vei tyggjókarlinn“ Í starfinu fær Guðjón hreyfingu og útiveru í nokkra klukkutíma á hverjum degi og segir hann þetta vera auðvelda leið til þess að halda sér í formi. Krakkar í bænum fagna Guðjóni og segir Guðjón þá gjarnan hrópa „Vei, tyggjókarlinn“ þegar þau sjá hann. „Ætlun mín var alltaf að vekja athygli á þessu vandamáli með átakinu. Þetta er sóðaskapur og vont fyrir umhverfið. Ég er umhverfissinni og vona að fólk geri mig atvinnulausan með því að hætta að henda tyggjói á göturnar. Ég hef hins vegar alltaf unnið og ætla ekkert að hætta því á meðan ég get,“ segir hann. Guðjón er ánægður með þann heiður að vera valinn Reykvíkingur ársins 2021. Hann er sá ellefti til þess að hljóta nafnbótina og fékk að opna Elliðarárnar í morgun. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að veiðin hafi verið treg og að Guðjón hafi ekki fengið lax. Reykjavík Borgarstjórn Góðverk Stangveiði Tengdar fréttir Tætir um bæinn og tínir upp tyggjó Reykvíkingurinn Guðjón Óskarsson sem fer fyrir verkefninu „Tyggjóið Burt“ var í dag styrktur af rafhlaupahjólaleigunni Hopp. 21. júlí 2020 21:44 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þegar Guðjón missti vinnuna í ferðaþjónustu vegna heimsfaraldursins, efndi hann til tíu vikna átaks sem fól í sér að hreinsa upp tyggjóklessur af götum borgarinnar. Hann segist hafa hreinsað upp yfir 56 þúsund tyggjóklessur. „Ég taldi til dæmis tyggjóklessurnar sem ég hreinsaði upp í Ingólfsstræti á fyrsta degi. Þær voru nærri því átta hundruð bara öðrum megin götunnar,“ segir Guðjón. Guðjón notar vél sem leysir upp tyggjóið við hundrað gráðu hita. „Þetta er hundrað prósent umhverfisvæn aðferð, enda fór ég í átakið vegna þess að mér þótti ástandið vera svolítið svakalegt á sumum stöðum í Miðborginni.“ Hér má sjá Reykvíking ársins 2021 við störf. Guðjón er búinn að fara nokkrar umferðir um Miðborgina og fer til dæmis alltaf reglulega niður Skólavörðustíg. Í hvert skipti eru komnar nýjar tyggjóklessur, en þeim fer þó fækkandi. Hann telur ungu kynslóðina vera orðna meðvitaða um að henda ekki tyggjóklessum á gangstéttir. „Vei tyggjókarlinn“ Í starfinu fær Guðjón hreyfingu og útiveru í nokkra klukkutíma á hverjum degi og segir hann þetta vera auðvelda leið til þess að halda sér í formi. Krakkar í bænum fagna Guðjóni og segir Guðjón þá gjarnan hrópa „Vei, tyggjókarlinn“ þegar þau sjá hann. „Ætlun mín var alltaf að vekja athygli á þessu vandamáli með átakinu. Þetta er sóðaskapur og vont fyrir umhverfið. Ég er umhverfissinni og vona að fólk geri mig atvinnulausan með því að hætta að henda tyggjói á göturnar. Ég hef hins vegar alltaf unnið og ætla ekkert að hætta því á meðan ég get,“ segir hann. Guðjón er ánægður með þann heiður að vera valinn Reykvíkingur ársins 2021. Hann er sá ellefti til þess að hljóta nafnbótina og fékk að opna Elliðarárnar í morgun. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að veiðin hafi verið treg og að Guðjón hafi ekki fengið lax.
Reykjavík Borgarstjórn Góðverk Stangveiði Tengdar fréttir Tætir um bæinn og tínir upp tyggjó Reykvíkingurinn Guðjón Óskarsson sem fer fyrir verkefninu „Tyggjóið Burt“ var í dag styrktur af rafhlaupahjólaleigunni Hopp. 21. júlí 2020 21:44 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Tætir um bæinn og tínir upp tyggjó Reykvíkingurinn Guðjón Óskarsson sem fer fyrir verkefninu „Tyggjóið Burt“ var í dag styrktur af rafhlaupahjólaleigunni Hopp. 21. júlí 2020 21:44