Toppslagur fyrir norðan og stórleikur í Kópavogi Valur Páll Eiríksson skrifar 20. júní 2021 14:01 Munu Blikar komast aftur á sigurbraut í kvöld gegn lánlausum FH-ingum? Vísir/Hulda Margrét Fimm leikir eru á dagskrá í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í dag þar sem áhugaverðar viðureignir fara fram. Flestra augu verða eflaust á Dalvík og í Kópavogi. Dagurinn byrjar fyrir norðan með stórleik á Dalvíkurvelli. Íslandsmeistarar Vals heimsækja lið KA, sem á ónýtan heimavöll á Akureyri. Eftir tvö slæm úrslit í röð unnu Valsmenn sterkan 3-1 sigur á Breiðabliki á Hlíðarenda í síðustu umferð. Valur er á toppi deildarinnar með 20 stig, tveimur stigum á undan Víkingi sem á leik inni, en KA er þar fyrir neðan með 16 stig og á tvo leiki inni á Valsmenn. Sigur kæmi KA því í vænlega stöðu gagnvart Íslandsmeisturunum, stigi á eftir þeim með tvo leiki til góða. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Mikilvægir leikir í botnbaráttunni Tveir leikir eru þá á dagskrá klukkan 17:00, milli liða sem eru í þéttum pakka í neðri hluta deildarinnar. Fylkir mætir botnliði ÍA í Árbæ en þrátt fyrir að fjögur sæti aðskilji liðin eru aðeins tvö stig á milli þeirra. ÍA er með fimm stig á botninum en Fylkir með sjö stig í áttunda sæti. Á milli þeirra sitja bæði Stjarnan og HK. Stjarnan er í níunda sætinu með sama stigafjölda og Fylkir en HK með sex stig í tíunda sætinu. Þau lið mætast einnig klukkan 17:00 í Kórnum í Kópavogi. Báðir leikir verða aðgengilegir í sjónvarpinu á Stöð2.is. FH þarf sigur í stórleiknum - Nýliðaslagur í Keflavík Nýliðar Keflavíkur og Leiknis eru í sama þétta pakka og ofangreind lið. Leiknismenn eru með átta stig í sjöunda sætinu en Keflavík er í ellefta sæti, fallsæti, með sex stig og slakari markatölu en HK sem er sæti ofar. Keflavík tekur á móti Leikni klukkan 19:15 og verður sá leikur einnig í beinni á Stöð2.is. Ljóst er að einhverjar línur fara að skýrast í neðri hluta deildarinnar í dag. FH þarf þá að fara að vinna fótboltaleik ef þeir ætla ekki að sogast þar niður. Eftir 10 stig af 12 mögulegum í fyrstu fjórum leikjum sínum hefur FH ekki unnið leik, fengið eitt stig af 12 mögulegum, í jafntefli sínu við Stjörnuna í síðasta leik. FH-inga bíður verðugt verkefni er þeir heimsækja Breiðablik á Kópavogsvöll en Blikar töpuðu, líkt og segir að ofan, fyrir Val í síðustu umferð eftir að hafa unnið þrjá leiki í röð fyrir það. Breiðablik er með 13 stig í fimmta sæti og þurfa ekki síður sigur til að komast nær efstu liðum. Leikur Breiðabliks og FH hefst klukkan 19:15 en Pepsi Max Stúkan hefur upphitun fyrir þann leik klukkan 18:45 á Stöð 2 Sport. Leikir dagsins 16:00 KA - Valur (Stöð 2 Sport) 17:00 Fylkir - ÍA (Stöð2.is) 17:00 Stjarnan - HK (Stöð2.is) 19:15 Keflavík - Leiknir R. (Stöð2.is) 19:15 Breiðablik - FH (Stöð 2 Sport) Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Dagurinn byrjar fyrir norðan með stórleik á Dalvíkurvelli. Íslandsmeistarar Vals heimsækja lið KA, sem á ónýtan heimavöll á Akureyri. Eftir tvö slæm úrslit í röð unnu Valsmenn sterkan 3-1 sigur á Breiðabliki á Hlíðarenda í síðustu umferð. Valur er á toppi deildarinnar með 20 stig, tveimur stigum á undan Víkingi sem á leik inni, en KA er þar fyrir neðan með 16 stig og á tvo leiki inni á Valsmenn. Sigur kæmi KA því í vænlega stöðu gagnvart Íslandsmeisturunum, stigi á eftir þeim með tvo leiki til góða. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Mikilvægir leikir í botnbaráttunni Tveir leikir eru þá á dagskrá klukkan 17:00, milli liða sem eru í þéttum pakka í neðri hluta deildarinnar. Fylkir mætir botnliði ÍA í Árbæ en þrátt fyrir að fjögur sæti aðskilji liðin eru aðeins tvö stig á milli þeirra. ÍA er með fimm stig á botninum en Fylkir með sjö stig í áttunda sæti. Á milli þeirra sitja bæði Stjarnan og HK. Stjarnan er í níunda sætinu með sama stigafjölda og Fylkir en HK með sex stig í tíunda sætinu. Þau lið mætast einnig klukkan 17:00 í Kórnum í Kópavogi. Báðir leikir verða aðgengilegir í sjónvarpinu á Stöð2.is. FH þarf sigur í stórleiknum - Nýliðaslagur í Keflavík Nýliðar Keflavíkur og Leiknis eru í sama þétta pakka og ofangreind lið. Leiknismenn eru með átta stig í sjöunda sætinu en Keflavík er í ellefta sæti, fallsæti, með sex stig og slakari markatölu en HK sem er sæti ofar. Keflavík tekur á móti Leikni klukkan 19:15 og verður sá leikur einnig í beinni á Stöð2.is. Ljóst er að einhverjar línur fara að skýrast í neðri hluta deildarinnar í dag. FH þarf þá að fara að vinna fótboltaleik ef þeir ætla ekki að sogast þar niður. Eftir 10 stig af 12 mögulegum í fyrstu fjórum leikjum sínum hefur FH ekki unnið leik, fengið eitt stig af 12 mögulegum, í jafntefli sínu við Stjörnuna í síðasta leik. FH-inga bíður verðugt verkefni er þeir heimsækja Breiðablik á Kópavogsvöll en Blikar töpuðu, líkt og segir að ofan, fyrir Val í síðustu umferð eftir að hafa unnið þrjá leiki í röð fyrir það. Breiðablik er með 13 stig í fimmta sæti og þurfa ekki síður sigur til að komast nær efstu liðum. Leikur Breiðabliks og FH hefst klukkan 19:15 en Pepsi Max Stúkan hefur upphitun fyrir þann leik klukkan 18:45 á Stöð 2 Sport. Leikir dagsins 16:00 KA - Valur (Stöð 2 Sport) 17:00 Fylkir - ÍA (Stöð2.is) 17:00 Stjarnan - HK (Stöð2.is) 19:15 Keflavík - Leiknir R. (Stöð2.is) 19:15 Breiðablik - FH (Stöð 2 Sport) Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira