Fagnar góðu gengi kvenna í prófkjörum flokksins Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. júní 2021 13:17 Vala Pálsdóttir segir það sérstaklega ánægjulegt hversu vel konum hefur gengið í prófkjörum flokksins. Vísir/Sigurjón Formaður Landssambands Sjálfstæðiskvenna fagnar góðum árangri kvenna í prófkjörum flokksins fyrir komandi kosningar. Kynjahlutföll oddvitanna í kjördæmunum sex eru jöfn og útlit er fyrir að sjö konur muni taka sæti á Alþingi fyrir flokkinn á næsta kjörtímabili, haldi flokkurinn fylgi sínu. „Ég held að við getum bara verið ánægðar með starfið á síðustu árum. Við eigum fjöldann allan af konum í sveitarstjórnarmálum og höfum lagt áherslu á að sýna það og gera konur sýnilegar í flokknum. Nú þegar prófkjörin fóru í hönd þá var ég ánægð með hve margar konru stigu fram og gáfu kost á sér,” segir Vala Pálsdóttir, formaður Landssambands Sjálfstæðiskvenna. Líkt og fram hefur komið hlaut Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir í dag oddvitasæti í norðvesturkjördæmi, en Guðrún Hafsteinsdóttir leiðir lista flokksins í Suðurkjördæmi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir leiðir í Reykjavík, en ekki liggur fyrir hvort það verði í norður eða suður. Sjö konur fengju örugg þingsæti Fjórar konur eiga nú sæti á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokk en ef flokkurinn fær jafn mörg sæti á næsta kjörtímabili verða þær sjö talsins. Flokkurinn átti síðast svo margar konur á þingi árið 2016 en þá voru þingmenn hans fleiri, eða 21 talsins. „Ef við tökum mið af síðustu þingkosningum þar sem að flokkurinn fær fimmtán sæti, það eru í rauninni sjö konur sem myndu þá fá örugg þingsæti ef við horfum til síðustu kosninga. En ég tel að þessi þátttaka sýni það að flokkurinn er í sókn þannig að vonandi fjölgar þingmönnum, en þetta er auðvitað frábær árangur að sjá að við förum úr fjórum þingkonum í sjö,” segir Vala. Ekki endilega ákall um breytingar Diljá Mist Einarsdóttir var hástökkvari flokksins í Reykjavíkurkjördæmi, en þetta var hennar fyrsta framboð og hún hafnaði í þriðja sæti listans. Þá hlaut Guðrún Hafsteinsdóttir einnig brautargengi þegar hún bauð sig fram, í fyrsta sinn, í oddvitasæti í Suðurkjördæmi. Vala vill ekki endilega meina að kjósendur flokksins þyrsti í breytingar. „Mér fannst kjósendur bæði sýna skýran vilja með hvaða þingmenn þeir vildu að sætu áfram en vildu líka hleypa nýju fólki að og ég held að við séum að sýna það að við erum bara í sóknargír," segir hún. „Á síðustu árum hefur til að mynda Landssamband Sjálfstæðiskvenna lagt áherslu á þær konur sem starfa í stjórnmálum, bæði á vettvangi sveitarstjórna og landsmála. Við höfum líka fengið tvær ungar konur sem hafa tekið ráðherrasæti og staðið sig bara með góðri prýði og látið verkin tala. Þeim hefur verið treyst til verka og þetta blæs auðvitað fleirum byr í brjóst.” Kynjahlutföll oddvita hjá Vinstri grænum, Viðreisn og Pírötum eru einnig jöfn en fleiri karlar skipa efstu sætin hjá Framsókn og fleiri konur hjá Samfylkingu. Ekki eru komnir fram framboðslistar frá Miðflokki og Flokki fólksins. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Sjá meira
„Ég held að við getum bara verið ánægðar með starfið á síðustu árum. Við eigum fjöldann allan af konum í sveitarstjórnarmálum og höfum lagt áherslu á að sýna það og gera konur sýnilegar í flokknum. Nú þegar prófkjörin fóru í hönd þá var ég ánægð með hve margar konru stigu fram og gáfu kost á sér,” segir Vala Pálsdóttir, formaður Landssambands Sjálfstæðiskvenna. Líkt og fram hefur komið hlaut Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir í dag oddvitasæti í norðvesturkjördæmi, en Guðrún Hafsteinsdóttir leiðir lista flokksins í Suðurkjördæmi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir leiðir í Reykjavík, en ekki liggur fyrir hvort það verði í norður eða suður. Sjö konur fengju örugg þingsæti Fjórar konur eiga nú sæti á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokk en ef flokkurinn fær jafn mörg sæti á næsta kjörtímabili verða þær sjö talsins. Flokkurinn átti síðast svo margar konur á þingi árið 2016 en þá voru þingmenn hans fleiri, eða 21 talsins. „Ef við tökum mið af síðustu þingkosningum þar sem að flokkurinn fær fimmtán sæti, það eru í rauninni sjö konur sem myndu þá fá örugg þingsæti ef við horfum til síðustu kosninga. En ég tel að þessi þátttaka sýni það að flokkurinn er í sókn þannig að vonandi fjölgar þingmönnum, en þetta er auðvitað frábær árangur að sjá að við förum úr fjórum þingkonum í sjö,” segir Vala. Ekki endilega ákall um breytingar Diljá Mist Einarsdóttir var hástökkvari flokksins í Reykjavíkurkjördæmi, en þetta var hennar fyrsta framboð og hún hafnaði í þriðja sæti listans. Þá hlaut Guðrún Hafsteinsdóttir einnig brautargengi þegar hún bauð sig fram, í fyrsta sinn, í oddvitasæti í Suðurkjördæmi. Vala vill ekki endilega meina að kjósendur flokksins þyrsti í breytingar. „Mér fannst kjósendur bæði sýna skýran vilja með hvaða þingmenn þeir vildu að sætu áfram en vildu líka hleypa nýju fólki að og ég held að við séum að sýna það að við erum bara í sóknargír," segir hún. „Á síðustu árum hefur til að mynda Landssamband Sjálfstæðiskvenna lagt áherslu á þær konur sem starfa í stjórnmálum, bæði á vettvangi sveitarstjórna og landsmála. Við höfum líka fengið tvær ungar konur sem hafa tekið ráðherrasæti og staðið sig bara með góðri prýði og látið verkin tala. Þeim hefur verið treyst til verka og þetta blæs auðvitað fleirum byr í brjóst.” Kynjahlutföll oddvita hjá Vinstri grænum, Viðreisn og Pírötum eru einnig jöfn en fleiri karlar skipa efstu sætin hjá Framsókn og fleiri konur hjá Samfylkingu. Ekki eru komnir fram framboðslistar frá Miðflokki og Flokki fólksins.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Sjá meira