Hazard: Ég verð aldrei sami leikmaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2021 10:00 Eden Hazard mun leiða belgíska landsliðið út á völlinn í lokaleik riðilsins í dag. AP/Martin Meissner Belgíski landsliðsmaðurinn Eden Hazard var spurður út í meiðslahrjáð tímabil sín með Real Madrid en kappinn er nú staddur með belgíska landsliðinu á EM. Real Madrid keypti Harzard af Chelsea fyrir hundrað milljónir evra en hann hefur ekki staðið undir þeim verðmiða og er bara með 5 mörk og 8 stoðsendingar í 43 leikjum með Real. Eden Hazard fór ekkert í felur með það að þessi ítrekuðu ökklameiðsli hafi haft sín áhrif en um leið er hann staðráðinn að láta til sín taka á stóra sviðinu. Eden Hazard has had a tough time with injuries the past few seasons Will we ever see the old Hazard again? pic.twitter.com/VsT6xg4x8Z— ESPN FC (@ESPNFC) June 20, 2021 Roberto Martinez, þjálfari Belga, staðfesti á blaðamannafundi fyrir lokaleik riðilsins á móti Finnum í dag að Eden Hazard verði í byrjunarliðinu. Belgar eru komnir áfram í sextán liða úrslitin. „Ég hef aldrei efast um mína hæfileika en stóra spurningin var hvort ég yrði hundrað prósent klár fyrir Evrópumeistaramótið. Ég er búinn að brjóta þrisvar sinnum á mér ökklann. Ég verð aldrei sami leikmaður og ég var fyrir tíu árum,“ sagði Eden Hazard. „Ég veit samt að þegar ég er í formi þá get ég sannað mig inn á vellinum og ég er að vinna að því núna,“ sagði Hazard sem er orðinn þekktur fyrir það að mæta í yfirþyngd úr flestum fríum sínum. Players should train the way you play, you ve got to perform at your peak! I know players like Dele Alli don t. Maybe it s starting to catch up on Hazard! @MrJamieOHara1 believes that Eden Hazard s awful training at #CFC is catching up with him at #RealMadrid. pic.twitter.com/yorOAlLdcm— talkSPORT (@talkSPORT) June 21, 2021 „Ég er ekki hundrað prósent ennþá en ég klár í að byrja. Það var planið að koma rólega með mig inn. Það er sérstaklega mikilvægt að vera í sínu besta formi í útsláttarkeppninni. Þá þarf ég að vera í toppformi,“ sagði Hazard. Hazard hefur komið inn á sem varamaður í tveimur fyrstu leikjum Belga sem unnu þar 3-0 sigur á Rússum og 2-1 sigur á Dönum. Eden lagði upp sigurmark Kevin De Bruyne í leiknum á móti Dönum. „Við þurfum áfram að vinna að því að verða betri. Við erum að gera okkar besta til þess og byrjum á morgun. Þetta er langt mót og við ætlum að komast eins langt og mögulegt er. Það eru hlutir sem við getum bætt okkur í,“ sagði Hazard. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Sjá meira
Real Madrid keypti Harzard af Chelsea fyrir hundrað milljónir evra en hann hefur ekki staðið undir þeim verðmiða og er bara með 5 mörk og 8 stoðsendingar í 43 leikjum með Real. Eden Hazard fór ekkert í felur með það að þessi ítrekuðu ökklameiðsli hafi haft sín áhrif en um leið er hann staðráðinn að láta til sín taka á stóra sviðinu. Eden Hazard has had a tough time with injuries the past few seasons Will we ever see the old Hazard again? pic.twitter.com/VsT6xg4x8Z— ESPN FC (@ESPNFC) June 20, 2021 Roberto Martinez, þjálfari Belga, staðfesti á blaðamannafundi fyrir lokaleik riðilsins á móti Finnum í dag að Eden Hazard verði í byrjunarliðinu. Belgar eru komnir áfram í sextán liða úrslitin. „Ég hef aldrei efast um mína hæfileika en stóra spurningin var hvort ég yrði hundrað prósent klár fyrir Evrópumeistaramótið. Ég er búinn að brjóta þrisvar sinnum á mér ökklann. Ég verð aldrei sami leikmaður og ég var fyrir tíu árum,“ sagði Eden Hazard. „Ég veit samt að þegar ég er í formi þá get ég sannað mig inn á vellinum og ég er að vinna að því núna,“ sagði Hazard sem er orðinn þekktur fyrir það að mæta í yfirþyngd úr flestum fríum sínum. Players should train the way you play, you ve got to perform at your peak! I know players like Dele Alli don t. Maybe it s starting to catch up on Hazard! @MrJamieOHara1 believes that Eden Hazard s awful training at #CFC is catching up with him at #RealMadrid. pic.twitter.com/yorOAlLdcm— talkSPORT (@talkSPORT) June 21, 2021 „Ég er ekki hundrað prósent ennþá en ég klár í að byrja. Það var planið að koma rólega með mig inn. Það er sérstaklega mikilvægt að vera í sínu besta formi í útsláttarkeppninni. Þá þarf ég að vera í toppformi,“ sagði Hazard. Hazard hefur komið inn á sem varamaður í tveimur fyrstu leikjum Belga sem unnu þar 3-0 sigur á Rússum og 2-1 sigur á Dönum. Eden lagði upp sigurmark Kevin De Bruyne í leiknum á móti Dönum. „Við þurfum áfram að vinna að því að verða betri. Við erum að gera okkar besta til þess og byrjum á morgun. Þetta er langt mót og við ætlum að komast eins langt og mögulegt er. Það eru hlutir sem við getum bætt okkur í,“ sagði Hazard. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Sjá meira