Leikmaður Skota hrósaði Grealish fyrir að vera myndarlegur og sagðist elska kálfana hans Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júní 2021 12:00 Jack Grealish og Stephen O'Donnell í baráttunni í leik Englendinga og Skota á föstudaginn. O'Donnell var duglegur að hrósa útliti Grealishs eftir að hann kom inn á. getty/Craig Williamson Stephen O'Donnell, leikmaður skoska landsliðsins, beitti sérstakri aðferð til að verjast Jack Grealish í leiknum gegn Englandi á EM á föstudaginn. O'Donnell fór nefnilega að ráðum Johns McGinn, samherja Grealish hjá Aston Villa, og hrósaði honum, meðal annars fyrir fallega kálfa. Hinn 29 ára O'Donnell fékk mikið hrós fyrir frammistöðu sína gegn Englandi. Fyrst þurfti hann að glíma við Raheem Sterling á vinstri kantinum en á 63. mínútu kom Grealish inn á. O'Donnell tókst einnig að halda honum niðri. „Á þessum tíma var ég orðinn frekar pirraður. Hann var kominn inn á, byrjaður að láta til sín taka og var ferskur,“ sagði O'Donnell sem fékk gult spjald fyrir brot á Grealish. Hann greip einnig til þeirra ráða sem McGinn hafði gefið honum til að eiga við Grealish. „Hann sagði mér að ef Grealish kæmi inn á ætti ég að nuddast í honum en ekki vera gagnrýninn heldur hrósa honum,“ sagði O'Donnell. „Um leið og hann kom inn á sagði ég honum hversu myndarlegur hann væri, að ég elskaði kálfana hans og spurði hann hvernig greiddi sér til að láta hárið á sér líta svona út. Mér var sagt að ef ég sparkaði í hann myndi hann bara standa upp og ráðast aftur á mig. Kannski var þetta besta leiðin til að eiga við Grealish.“ Leikur Englands og Skotlands endaði með markalausu jafntefli. Skotar fengu þar með sitt fyrsta stig á EM og þeir eiga enn möguleika á að komast í sextán liða úrslit. Skotland mætir Króatíu á heimavelli í lokaumferð riðlakeppninnar á morgun. Króatar eru með eitt stig líkt og Skotar en Englendingar og Tékkar eru með fjögur stig. O'Donnell, sem leikur með Motherwell í heimalandinu, hefur spilað 21 leik fyrir skoska landsliðið. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Áfall fyrir Skota: Maður leiksins gegn Englendingum með veiruna Billy Gilmour, sem var valinn maður leiksins þegar Skotland gerði markalaust jafntefli gegn Englandi á EM á föstudaginn, hefur greinst með kórónuveiruna. 21. júní 2021 09:34 Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Fleiri fréttir Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Sjá meira
O'Donnell fór nefnilega að ráðum Johns McGinn, samherja Grealish hjá Aston Villa, og hrósaði honum, meðal annars fyrir fallega kálfa. Hinn 29 ára O'Donnell fékk mikið hrós fyrir frammistöðu sína gegn Englandi. Fyrst þurfti hann að glíma við Raheem Sterling á vinstri kantinum en á 63. mínútu kom Grealish inn á. O'Donnell tókst einnig að halda honum niðri. „Á þessum tíma var ég orðinn frekar pirraður. Hann var kominn inn á, byrjaður að láta til sín taka og var ferskur,“ sagði O'Donnell sem fékk gult spjald fyrir brot á Grealish. Hann greip einnig til þeirra ráða sem McGinn hafði gefið honum til að eiga við Grealish. „Hann sagði mér að ef Grealish kæmi inn á ætti ég að nuddast í honum en ekki vera gagnrýninn heldur hrósa honum,“ sagði O'Donnell. „Um leið og hann kom inn á sagði ég honum hversu myndarlegur hann væri, að ég elskaði kálfana hans og spurði hann hvernig greiddi sér til að láta hárið á sér líta svona út. Mér var sagt að ef ég sparkaði í hann myndi hann bara standa upp og ráðast aftur á mig. Kannski var þetta besta leiðin til að eiga við Grealish.“ Leikur Englands og Skotlands endaði með markalausu jafntefli. Skotar fengu þar með sitt fyrsta stig á EM og þeir eiga enn möguleika á að komast í sextán liða úrslit. Skotland mætir Króatíu á heimavelli í lokaumferð riðlakeppninnar á morgun. Króatar eru með eitt stig líkt og Skotar en Englendingar og Tékkar eru með fjögur stig. O'Donnell, sem leikur með Motherwell í heimalandinu, hefur spilað 21 leik fyrir skoska landsliðið. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Áfall fyrir Skota: Maður leiksins gegn Englendingum með veiruna Billy Gilmour, sem var valinn maður leiksins þegar Skotland gerði markalaust jafntefli gegn Englandi á EM á föstudaginn, hefur greinst með kórónuveiruna. 21. júní 2021 09:34 Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Fleiri fréttir Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Sjá meira
Áfall fyrir Skota: Maður leiksins gegn Englendingum með veiruna Billy Gilmour, sem var valinn maður leiksins þegar Skotland gerði markalaust jafntefli gegn Englandi á EM á föstudaginn, hefur greinst með kórónuveiruna. 21. júní 2021 09:34