Tvær mömmur í Ólympíuliði Bandaríkjamanna í Tókýó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2021 13:30 Allyson Felix fagnar hér Ólympíusæti sínu með dótturinni Camryn á bandaríska úrtökumótinu. AP/Ashley Landis Bandarísku spretthlaupararnir Allyson Felix og Quanera Hayes tryggðu sér um helgina sæti í Ólympíuliði Bandaríkjanna í 400 metra hlaupi en þær eiga líka annað sameiginlegt. Báðar eiga þær Allyson og Quanera ung börn en báðar hafa komið til baka og eru nú í frábæru formi. Eitt það erfiðasta í íþróttunum í dag er að komast í Ólympíulið Bandaríkjamanna í spretthlaupum enda eru margir heimsklassa hlauparar að keppa um mjög fá laus sæti. Afrek þeirra vekur því athygli. Hinn 29 ára gamla Quanera Hayes vann hlaupið með því að koma í mark á 49,78 sekúndum eða sínum besta tíma á árinu. Þetta var mun tæpara hjá hinni 35 ára gömlu Allyson Felix. Hún var bara í fjórða sæti fyrir lokasprettinn en tókst að komast fram úr tveimur í lokin og koma í mark á sínum besta tíma á árinu, 50,02 sekúndum. Wadeline Jonathas var síðan í þriðja sæti en aðeins þrjár komust í Ólympíuliðið í greininni. Wadeline er bara 23 ára eða tólf árum yngri en Felix. "SUPERMOMMIES! YEAH!"Quanera Hayes' son and @allysonfelix's daughter met after their moms qualified for the #TokyoOlympics. The moment speaks for itself.@usatf | #TokyoOlympics x #TrackFieldTrials21 pic.twitter.com/MCrlvJ7G9e— #TokyoOlympics (@NBCOlympics) June 21, 2021 Allyson eignaðist dótturina Camryn árið 2018 en hún var fyrirburi og eyddi fyrsta mánuði sínum í nýburagjörgæslu á sjúkrahúsi. Þetta var erfiður tími og gerði henni enn erfiðara fyrir að koma sér aftur af stað við æfingarnar. Quanera á tveggja ára gamlan son sem heitir Demetrius. Það varð til mjög skemmtileg stund eftir hlaupið þegar mömmurnar fönguðu Ólympíusæti með börnunum sínum eins og sjá má hér fyrir ofan. Allyson Felix hefur unnið sex gullverðlaun á Ólympíuleikum og þrenn silfurverðlaun. Eina einstaklingsgullið hennar kom í 200 metra hlaupi á ÓL í London 2012 en hin hafa komið í boðhlaupum á síðustu þremur leikum. Felix fékk silfurverðlaun í 400 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Ríó 400 en hún tapaði þá fyrir Shaunae Miller frá Bahamaeyjum. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum Sjá meira
Báðar eiga þær Allyson og Quanera ung börn en báðar hafa komið til baka og eru nú í frábæru formi. Eitt það erfiðasta í íþróttunum í dag er að komast í Ólympíulið Bandaríkjamanna í spretthlaupum enda eru margir heimsklassa hlauparar að keppa um mjög fá laus sæti. Afrek þeirra vekur því athygli. Hinn 29 ára gamla Quanera Hayes vann hlaupið með því að koma í mark á 49,78 sekúndum eða sínum besta tíma á árinu. Þetta var mun tæpara hjá hinni 35 ára gömlu Allyson Felix. Hún var bara í fjórða sæti fyrir lokasprettinn en tókst að komast fram úr tveimur í lokin og koma í mark á sínum besta tíma á árinu, 50,02 sekúndum. Wadeline Jonathas var síðan í þriðja sæti en aðeins þrjár komust í Ólympíuliðið í greininni. Wadeline er bara 23 ára eða tólf árum yngri en Felix. "SUPERMOMMIES! YEAH!"Quanera Hayes' son and @allysonfelix's daughter met after their moms qualified for the #TokyoOlympics. The moment speaks for itself.@usatf | #TokyoOlympics x #TrackFieldTrials21 pic.twitter.com/MCrlvJ7G9e— #TokyoOlympics (@NBCOlympics) June 21, 2021 Allyson eignaðist dótturina Camryn árið 2018 en hún var fyrirburi og eyddi fyrsta mánuði sínum í nýburagjörgæslu á sjúkrahúsi. Þetta var erfiður tími og gerði henni enn erfiðara fyrir að koma sér aftur af stað við æfingarnar. Quanera á tveggja ára gamlan son sem heitir Demetrius. Það varð til mjög skemmtileg stund eftir hlaupið þegar mömmurnar fönguðu Ólympíusæti með börnunum sínum eins og sjá má hér fyrir ofan. Allyson Felix hefur unnið sex gullverðlaun á Ólympíuleikum og þrenn silfurverðlaun. Eina einstaklingsgullið hennar kom í 200 metra hlaupi á ÓL í London 2012 en hin hafa komið í boðhlaupum á síðustu þremur leikum. Felix fékk silfurverðlaun í 400 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Ríó 400 en hún tapaði þá fyrir Shaunae Miller frá Bahamaeyjum.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum Sjá meira