Danir enn á lífi og gætu komist áfram á færri gulum spjöldum í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2021 14:30 Danir hafa fagnað einu marki á EM til þessa og það mark gæti reynst dýrmætt í kvöld. Getty/Stuart Franklin Danir eru með bakið upp við vegg og þurfa sigur gegn Rússum á Parken í kvöld til að eiga einhverja von um að komast í 16-liða úrslitin á EM. Lokaleikirnir í B-riðli hefjast kl. 19. Belgía hefur þegar tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum, með því að vinna Rússland og Danmörku. Belgar mæta Finnum á sama tíma og Danir og Rússar mætast. Rússland og Finnland eru með þrjú stig hvort en Danmörk án stiga. Leikirnir og staðan í B-riðli á EM. Rússar og Finnar geta tryggt sig áfram með sigri í kvöld, hvort sem liðin enda í 1., 2. eða 3. sæti. Fjögur lið með bestan árangur í 3. sæti, í riðlunum sex, komast áfram í 16-liða úrslit og ljóst er að sex stig duga til þess. Þó að Danmörk hafi tapað fyrstu tveimur leikjum sínum getur liðið enn náð 2. sæti. Til þess þarf liðið að vinna Rússland og treysta á að Finnland tapi fyrir Belgíu, sem er býsna raunhæft. Málið flækist reyndar ef að Danmörk vinnur 1-0 sigur og Belgía vinnur. Þá gætu gul spjöld ráðið því hvort Danmörk eða Finnland endar í 2. sæti. Hér eru dæmi um hvað gerist ef Danmörk vinnur 1-0 og Belgía vinnur eins marks sigur gegn Finnlandi: Ef Danmörk vinnur 1-0 og... Belgía vinnur 1-0: Þá enda Danmörk, Finnland og Rússland öll jöfn, með nákvæmlega jöfn innbyrðis úrslit þeirra þriggja. Danmörk endar þá í 2. sæti vegna 2-1 taps gegn Belgum á meðan Finnland og Rússland töpuðu 1-0 gegn Belgum. Finnland endar í 3. sæti. Belgía vinnur 2-1: Danmörk, Finnland og Rússland öll nákvæmlega jöfn innbyrðis. Danmörk og Finnland væru þá líka með sömu heildarmarkatölu í riðlinum. Fjöldi refsistiga (vegna gulra og rauðra spjalda) myndi þá ráða því hvort endar ofar (Danmörk stendur betur með þrjú gul gegn fjórum hjá Finnlandi). Ef liðin myndu enda með sama fjölda spjalda þá myndi árangur í undankeppninni ráða úrslitum (Danmörk hefur þar betur). Belgía vinnur 3-2, 4-3, 5-4 o.s.frv.: Danmörk, Finnland og Rússland öll nákvæmlega jöfn innbyrðis en Finnar með flest mörk skoruð í riðlinum af þessum þremur, og því fyrir ofan Danmörku sem yrði í 3. sæti. Ef að Danmörk og Belgía vinna í kvöld, og að minnsta kosti annar leikurinn vinnst með tveggja marka mun, nær Danmörk 2. sæti. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Fullyrða að „Hneykslið í Gijón“ verði ekki endurtekið á EM í dag Austurríkismenn heita því að ekki verði spilað upp á jafntefli við Úkraínu í dag, þó að þau úrslit gætu dugað báðum liðum til að komast áfram í 16-liða úrslitin á Evrópumótinu í fótbolta. 21. júní 2021 11:46 Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira
Belgía hefur þegar tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum, með því að vinna Rússland og Danmörku. Belgar mæta Finnum á sama tíma og Danir og Rússar mætast. Rússland og Finnland eru með þrjú stig hvort en Danmörk án stiga. Leikirnir og staðan í B-riðli á EM. Rússar og Finnar geta tryggt sig áfram með sigri í kvöld, hvort sem liðin enda í 1., 2. eða 3. sæti. Fjögur lið með bestan árangur í 3. sæti, í riðlunum sex, komast áfram í 16-liða úrslit og ljóst er að sex stig duga til þess. Þó að Danmörk hafi tapað fyrstu tveimur leikjum sínum getur liðið enn náð 2. sæti. Til þess þarf liðið að vinna Rússland og treysta á að Finnland tapi fyrir Belgíu, sem er býsna raunhæft. Málið flækist reyndar ef að Danmörk vinnur 1-0 sigur og Belgía vinnur. Þá gætu gul spjöld ráðið því hvort Danmörk eða Finnland endar í 2. sæti. Hér eru dæmi um hvað gerist ef Danmörk vinnur 1-0 og Belgía vinnur eins marks sigur gegn Finnlandi: Ef Danmörk vinnur 1-0 og... Belgía vinnur 1-0: Þá enda Danmörk, Finnland og Rússland öll jöfn, með nákvæmlega jöfn innbyrðis úrslit þeirra þriggja. Danmörk endar þá í 2. sæti vegna 2-1 taps gegn Belgum á meðan Finnland og Rússland töpuðu 1-0 gegn Belgum. Finnland endar í 3. sæti. Belgía vinnur 2-1: Danmörk, Finnland og Rússland öll nákvæmlega jöfn innbyrðis. Danmörk og Finnland væru þá líka með sömu heildarmarkatölu í riðlinum. Fjöldi refsistiga (vegna gulra og rauðra spjalda) myndi þá ráða því hvort endar ofar (Danmörk stendur betur með þrjú gul gegn fjórum hjá Finnlandi). Ef liðin myndu enda með sama fjölda spjalda þá myndi árangur í undankeppninni ráða úrslitum (Danmörk hefur þar betur). Belgía vinnur 3-2, 4-3, 5-4 o.s.frv.: Danmörk, Finnland og Rússland öll nákvæmlega jöfn innbyrðis en Finnar með flest mörk skoruð í riðlinum af þessum þremur, og því fyrir ofan Danmörku sem yrði í 3. sæti. Ef að Danmörk og Belgía vinna í kvöld, og að minnsta kosti annar leikurinn vinnst með tveggja marka mun, nær Danmörk 2. sæti.
Ef Danmörk vinnur 1-0 og... Belgía vinnur 1-0: Þá enda Danmörk, Finnland og Rússland öll jöfn, með nákvæmlega jöfn innbyrðis úrslit þeirra þriggja. Danmörk endar þá í 2. sæti vegna 2-1 taps gegn Belgum á meðan Finnland og Rússland töpuðu 1-0 gegn Belgum. Finnland endar í 3. sæti. Belgía vinnur 2-1: Danmörk, Finnland og Rússland öll nákvæmlega jöfn innbyrðis. Danmörk og Finnland væru þá líka með sömu heildarmarkatölu í riðlinum. Fjöldi refsistiga (vegna gulra og rauðra spjalda) myndi þá ráða því hvort endar ofar (Danmörk stendur betur með þrjú gul gegn fjórum hjá Finnlandi). Ef liðin myndu enda með sama fjölda spjalda þá myndi árangur í undankeppninni ráða úrslitum (Danmörk hefur þar betur). Belgía vinnur 3-2, 4-3, 5-4 o.s.frv.: Danmörk, Finnland og Rússland öll nákvæmlega jöfn innbyrðis en Finnar með flest mörk skoruð í riðlinum af þessum þremur, og því fyrir ofan Danmörku sem yrði í 3. sæti.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Fullyrða að „Hneykslið í Gijón“ verði ekki endurtekið á EM í dag Austurríkismenn heita því að ekki verði spilað upp á jafntefli við Úkraínu í dag, þó að þau úrslit gætu dugað báðum liðum til að komast áfram í 16-liða úrslitin á Evrópumótinu í fótbolta. 21. júní 2021 11:46 Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira
Fullyrða að „Hneykslið í Gijón“ verði ekki endurtekið á EM í dag Austurríkismenn heita því að ekki verði spilað upp á jafntefli við Úkraínu í dag, þó að þau úrslit gætu dugað báðum liðum til að komast áfram í 16-liða úrslitin á Evrópumótinu í fótbolta. 21. júní 2021 11:46
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti