Dembélé kom inn á sem varamaður á 57. mínútu í leiknum í Búdapest í fyrradag. Hann meiddist í kjölfarið á hné og var tekinn af velli þegar þrjár mínútur voru til leiksloka.
Eftir að hafa farið í myndatöku í gær er ljóst að Dembélé verður frá út EM. Þá eru 25 leikmenn eftir í franska hópnum.
Hinn 24 ára Dembélé, sem leikur með Barcelona, á að baki 27 landsleiki og hefur skorað fjögur mörk í þeim.
Frakkar eru með fjögur stig í F-riðli Evrópumótsins. Heimsmeistararnir mæta Evrópumeisturum Portúgals í næsta leik sínum á miðvikudaginn.

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.