Ætlar að veita katalónskum aðskilnaðarsinnum uppreist æru Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júní 2021 13:46 Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, leggur til á ríkisstjórnarfundi á morgunn að ellefu leiðtogar katalónskra aðskilnaðarsinna verði náðaðir. EPA-EFE/QUIQUE GARCIA Forsætisráðherra Spánar hefur tilkynnt það að hann hyggist veita katalónskum aðskilnaðarsinnum uppreist æru í þessari viku. Níu leiðtogar aðskilnaðarhreyfingarinnar voru fangelsaðir fyrir að hafa boðað til sjálfstæðisbyltingar árið 2017. Þrír til viðbótar voru dæmdir fyrir borgaralega óhlýðni en voru ekki fangelsaðir. Mál þeirra verða tekin fyrir á ríkisstjórnarfundi á morgun, þriðjudag. Tugir þúsunda mótmæltu þessum áformum fyrr í þessum mánuði en ríkisstjórnin segir ákvörðunina til þess gerða að milda óróleika í Katalóníu. Sjálfstæðisbarátta í héraðinu, sem er hálfsjálfstætt, hófst af fullri alvöru að nýju fyrir fjórum árum síðan. Baráttan leiddi til einnar verstu stjórnmálakreppu Spánar í nær 40 ár. Katalónar tóku ekki vel á móti Sánchez í Barselóna í dag.EPA-EFE/Enric Fontcuberta Mótmælendur þessara áforma eru ekki þeir einu sem eru ósáttir með ríkisstjórnina en aðskilnaðarsinnar hafa gagnrýnt hana fyrir að grípa til þessa ráðs einungis til að byggja upp meiri pólitískan stuðning. „Á morgun, með fyrirgefningu að leiðarljósi, mun ég leggja það til að ríkisstjórnin samþykki náðunina,“ sagði Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, í ræðu í Barcelona í dag. Svo virðist sem meirihluti Spánverja sé mótfallinn náðuninni en samkvæmt könnun sem spænska dagblaðið El Mundo gerði voru 61 prósent þátttakenda mótfallnir því að náða skyldi leiðtoga aðskilnaðarsinnanna. Þá hefur Hæstiréttur Spánar einnig mótmælt ákvörðuninni. Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Mun óska eftir nýrri þjóðarkvæðagreiðslu um sjálfstæði Pere Aragonés var í dag kjörinn forseti héraðsstjórnar Katalóníu af héraðsþinginu. 21. maí 2021 14:49 Héraðsforsetinn settur af og Spánverjar sakaðir um mannréttindabrot Utanríkismálastjóri Katalóníuhéraðs segir yfirvöld á Spáni brjóta gegn tjáningarfrelsinu. Forseti héraðsstjórnar Katalóníu var settur af með dómi hæstaréttar landsins í gær. 29. september 2020 18:30 Segir spænsk stjórnvöld auka viðveru sína vegna funda þingmanna með Katalónum Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir að spænsk stjórnvöld hafi reynt að komast á fundi íslenskra þingmanna með katalónskum sjálfstæðissinnum. 19. janúar 2020 12:30 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Þrír til viðbótar voru dæmdir fyrir borgaralega óhlýðni en voru ekki fangelsaðir. Mál þeirra verða tekin fyrir á ríkisstjórnarfundi á morgun, þriðjudag. Tugir þúsunda mótmæltu þessum áformum fyrr í þessum mánuði en ríkisstjórnin segir ákvörðunina til þess gerða að milda óróleika í Katalóníu. Sjálfstæðisbarátta í héraðinu, sem er hálfsjálfstætt, hófst af fullri alvöru að nýju fyrir fjórum árum síðan. Baráttan leiddi til einnar verstu stjórnmálakreppu Spánar í nær 40 ár. Katalónar tóku ekki vel á móti Sánchez í Barselóna í dag.EPA-EFE/Enric Fontcuberta Mótmælendur þessara áforma eru ekki þeir einu sem eru ósáttir með ríkisstjórnina en aðskilnaðarsinnar hafa gagnrýnt hana fyrir að grípa til þessa ráðs einungis til að byggja upp meiri pólitískan stuðning. „Á morgun, með fyrirgefningu að leiðarljósi, mun ég leggja það til að ríkisstjórnin samþykki náðunina,“ sagði Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, í ræðu í Barcelona í dag. Svo virðist sem meirihluti Spánverja sé mótfallinn náðuninni en samkvæmt könnun sem spænska dagblaðið El Mundo gerði voru 61 prósent þátttakenda mótfallnir því að náða skyldi leiðtoga aðskilnaðarsinnanna. Þá hefur Hæstiréttur Spánar einnig mótmælt ákvörðuninni.
Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Mun óska eftir nýrri þjóðarkvæðagreiðslu um sjálfstæði Pere Aragonés var í dag kjörinn forseti héraðsstjórnar Katalóníu af héraðsþinginu. 21. maí 2021 14:49 Héraðsforsetinn settur af og Spánverjar sakaðir um mannréttindabrot Utanríkismálastjóri Katalóníuhéraðs segir yfirvöld á Spáni brjóta gegn tjáningarfrelsinu. Forseti héraðsstjórnar Katalóníu var settur af með dómi hæstaréttar landsins í gær. 29. september 2020 18:30 Segir spænsk stjórnvöld auka viðveru sína vegna funda þingmanna með Katalónum Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir að spænsk stjórnvöld hafi reynt að komast á fundi íslenskra þingmanna með katalónskum sjálfstæðissinnum. 19. janúar 2020 12:30 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Mun óska eftir nýrri þjóðarkvæðagreiðslu um sjálfstæði Pere Aragonés var í dag kjörinn forseti héraðsstjórnar Katalóníu af héraðsþinginu. 21. maí 2021 14:49
Héraðsforsetinn settur af og Spánverjar sakaðir um mannréttindabrot Utanríkismálastjóri Katalóníuhéraðs segir yfirvöld á Spáni brjóta gegn tjáningarfrelsinu. Forseti héraðsstjórnar Katalóníu var settur af með dómi hæstaréttar landsins í gær. 29. september 2020 18:30
Segir spænsk stjórnvöld auka viðveru sína vegna funda þingmanna með Katalónum Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir að spænsk stjórnvöld hafi reynt að komast á fundi íslenskra þingmanna með katalónskum sjálfstæðissinnum. 19. janúar 2020 12:30