„Ef einhver átti þetta skilið þá voru það okkar leikmenn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2021 09:01 Danska landsliðið fagnar fréttum af sigri Belga og þar með sæti í sextán liða úrslitum. AP/Martin Meissner Danska landsliðið upplifði sannkallað kraftaverkakvöld í Kaupmannahöfn í gær þegar liðið tryggði sér áfram í sextán liða úrslit á Evrópumótinu eftir að öll úrslit féllu með þeim. Danir hafa upplifað mikið mótlæti á þessu Evrópumóti, allt frá því að missa sinn besta mann, Christian Eriksen, í hjartastopp í miðjum leik, tapa síðan leiknum þegar allt liðið var í losti og fá síðan ekkert út úr Belgaleiknum þrátt fyrir flotta frammistöðu. Danir mættu því stigalausir til leiks í lokaleikinn og þurftu að minnsta kosti tveggja marka sigur á Rússum á sama tíma og Belgar myndu vinna Finna. Það gekk eftir því Danir unnu 4-1 og Belgar 2-0. Wait for it... Denmark have their round of 16 spot confirmed! @dbulandshold | #EURO2020 pic.twitter.com/SkXKdB9V6c— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 21, 2021 Kasper Hjulmand, þjálfari danska liðsins, var kátur eftir leikinn. Í leikslok þá hópuðust dönsku leikmennirnir í kringum síma sem sýndi stöðuna í leik Belga og Finna. Hjulmand var spurður út í það á blaðamannafundi. „Hringurinn kom til vegna að þess að það væri fáránlegt að hlaupa um og fagna án þess að fá réttu úrslitin úr Finnaleiknum,“ sagði Kasper Hjulmand. „Við vonuðumst til að þetta yrði kraftaverkakvöld. Ég vil þakka öllum þeim sem hafa stutt við bakið á okkur og hafa sýnt okkur alla þessa ást. Ég sá að það hafði mikil áhrif á leikmennina og þetta skipti okkur gríðarlega miklu máli,“ sagði Hjulmand. "We are a unit." #DEN boss Kasper Hjulmand reacts to his side qualifying for the knockout stages of #Euro2020 pic.twitter.com/7EUCj981YR— Football Daily (@footballdaily) June 22, 2021 „Ákveðnin, liðsandinn og vinátta leikmanna voru stórkostleg. Ef einhver átti þetta skilið þá voru það okkar leikmenn. Ég get varla ímyndað mér hvernig þeim tókst að koma til baka eftir að hafa gengið í gegnum þetta,“ sagði Hjulmand. Danir mæta Wales í sextán liða úrslitunum en það er einmitt fyrsti leikur útsláttarkeppninnar á laugardaginn kemur. EM 2020 í fótbolta Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Sjá meira
Danir hafa upplifað mikið mótlæti á þessu Evrópumóti, allt frá því að missa sinn besta mann, Christian Eriksen, í hjartastopp í miðjum leik, tapa síðan leiknum þegar allt liðið var í losti og fá síðan ekkert út úr Belgaleiknum þrátt fyrir flotta frammistöðu. Danir mættu því stigalausir til leiks í lokaleikinn og þurftu að minnsta kosti tveggja marka sigur á Rússum á sama tíma og Belgar myndu vinna Finna. Það gekk eftir því Danir unnu 4-1 og Belgar 2-0. Wait for it... Denmark have their round of 16 spot confirmed! @dbulandshold | #EURO2020 pic.twitter.com/SkXKdB9V6c— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 21, 2021 Kasper Hjulmand, þjálfari danska liðsins, var kátur eftir leikinn. Í leikslok þá hópuðust dönsku leikmennirnir í kringum síma sem sýndi stöðuna í leik Belga og Finna. Hjulmand var spurður út í það á blaðamannafundi. „Hringurinn kom til vegna að þess að það væri fáránlegt að hlaupa um og fagna án þess að fá réttu úrslitin úr Finnaleiknum,“ sagði Kasper Hjulmand. „Við vonuðumst til að þetta yrði kraftaverkakvöld. Ég vil þakka öllum þeim sem hafa stutt við bakið á okkur og hafa sýnt okkur alla þessa ást. Ég sá að það hafði mikil áhrif á leikmennina og þetta skipti okkur gríðarlega miklu máli,“ sagði Hjulmand. "We are a unit." #DEN boss Kasper Hjulmand reacts to his side qualifying for the knockout stages of #Euro2020 pic.twitter.com/7EUCj981YR— Football Daily (@footballdaily) June 22, 2021 „Ákveðnin, liðsandinn og vinátta leikmanna voru stórkostleg. Ef einhver átti þetta skilið þá voru það okkar leikmenn. Ég get varla ímyndað mér hvernig þeim tókst að koma til baka eftir að hafa gengið í gegnum þetta,“ sagði Hjulmand. Danir mæta Wales í sextán liða úrslitunum en það er einmitt fyrsti leikur útsláttarkeppninnar á laugardaginn kemur.
EM 2020 í fótbolta Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Sjá meira