Betri samgöngur – að hluta Ingi Tómasson skrifar 22. júní 2021 09:31 Með samþykkt á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins árið 2015 var samþykkt ný sýn á þróun samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Bæta átti verulega í varðandi stofnvegi, almenningssamgöngur og hjóla- og göngustíga. Árið 2019 undirrituðu ríki og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu sáttmála um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Í samgöngusáttmálanum fólst að 120 milljarðar yrðu settir í samgöngur á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin. Í stofnvegi færu 52 milljarðar, í Borgarlínu 50 milljarðar, í hjóla- og göngustíga færu 8,2 milljarðar og í umferðarstýringar og sértækar öryggisaðgerðir 7,2 milljarðar. Samgöngusáttmálinn í framkvæmd Lokið er við framkvæmd á Reykjanesbraut á milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar og unnið er að skipulagi á tvöföldun Reykjanesbrautar frá Krýsuvíkurvegi að Hvassahrauni. Í október 2020 var stofnað sérstakt félag um framkvæmd samgöngusáttmálans; Betri samgöngur ohf. Kynningarfundur í Nauthól var haldinn um fyrsta hluta Borgarlínu. Flott kynningargögn hafa verið unnin af starfsmönnum Betri samgöngur ohf. varðandi Borgarlínuna sem í framhaldinu eru notuð til deiliskipulagbreytinga og aðalskipulagsbreytinga eftir atvikum í viðkomandi sveitarfélögum. Ég sakna þess að sjá ekki neinar tillögur eða hugmyndir frá Betri samgöngum ohf. um annað sem skrifað er í samgöngusáttmálann, má þar nefna mislæg gatnamót við Bústaðaveg/Reykjanesbraut og Sæbraut í stokk sem áttu að koma til framkvæmda á þessu ári. Einnig ætti félagið að hafa í forgangi þann hluta samgöngusáttmálans sem fjallar um hjóla- og göngustíga svo og umferðarstýringu. Umferðin í og við Hafnarfjörð Það var til mikilla bóta að fá mislæg gatnamót við Krýsuvíkurveg/Reykjanesbraut og nýja tvöfalda kaflann á Reykjanesbraut. Þar með er vandi okkar Hafnfirðinga alls ekki leystur. Samgöngusáttmálinn gerir ráð fyrir að um 13 milljarðar fari í framkvæmdir á stofnvegum í og við Hafnarfjörð, þar inni er Reykjanesbraut – Álftanesvegur – Lækjargata þar sem áætlað er að framkvæmdir hefjist árið 2024. Mikilvægt er að hönnun liggi fyrir sem allra fyrst þar sem reynslan sýnir að hönnun tekur langan tíma og svo er alltaf spurning um umhverfismat og kæruferli. Mín tillaga er að þessum framkvæmdum verði hraðað sem kostur er enda stofnæðin í gegnum bæinn ekki boðleg íbúum með allri þeirri umferð sem þar flæðir daglega. Auk þess geri ég kröfu á Garðbæinga að opna fyrir umferð frá gamla Álftanesvegi um Herjólfsbraut inn og út úr Norðurbænum. Vegurinn sem aldrei kemur Við gerð svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins var Ofanbyggðarvegur frá Hafnarfirði til Kópavogs felldur út af skipulagi að kröfu Garðabæjar, þess í stað var settur innanbæjarvegur í aðalskipulag Garðabæjar sem liggur frá Flóttamannavegi meðfram Urriðakotsvatni og tengist Álftanesvegi við Reykjanesbraut (Góa er við Álftanesveg). Í ljósi umræðu um aðgengi íbúa að Urriðaholti, fyrirhugaðri uppbyggingu á og við golfvöllinn í Setbergi sem tilheyrir Garðabæ svo og flæði umferðar á Reykjanesbraut og Hafnarfjarðarvegi voru það mistök af Garðabæ að fella Ofanbyggðarveg út af aðalskipulaginu. Í greinargerð Vegagerðarinnar „Höfuðborgarsvæðið 2040 – Sýn Vegagerðarinnar – Janúar 2019“ kemur eftirfarandi fram: „Ofanbyggðarvegur frá Kópavogi til Hafnarfjarðar er eina leiðin sem hugsanlega gæti létt umferð af Reykjanesbraut og Hafnarfjarðarvegi. Við að falla frá hugmyndum um Ofanbyggðarveg um Garðabæ verður öll umferð til framtíðar um núverandi vegi og þar með eykst enn mikilvægi þess að halda þjónustustigi á þeim háu.“ Og síðar segir: „Vegagerðin telur æskilegt að halda fyrri áætlun um Ofanbyggðarveg allt frá Hafnarfirði til Reykjavíkur, um Garðabæ og Kópavog inni til framtíðar.“ Tek ég undir með Vegagerðinni og tel æskilegt að Garðbæingar endurskoði afstöðu sína til Ofanbyggðarvegar. Höfundur er bæjarfulltrúi (D) og formaður skipulag- og byggingarráðs Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Með samþykkt á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins árið 2015 var samþykkt ný sýn á þróun samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Bæta átti verulega í varðandi stofnvegi, almenningssamgöngur og hjóla- og göngustíga. Árið 2019 undirrituðu ríki og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu sáttmála um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Í samgöngusáttmálanum fólst að 120 milljarðar yrðu settir í samgöngur á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin. Í stofnvegi færu 52 milljarðar, í Borgarlínu 50 milljarðar, í hjóla- og göngustíga færu 8,2 milljarðar og í umferðarstýringar og sértækar öryggisaðgerðir 7,2 milljarðar. Samgöngusáttmálinn í framkvæmd Lokið er við framkvæmd á Reykjanesbraut á milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar og unnið er að skipulagi á tvöföldun Reykjanesbrautar frá Krýsuvíkurvegi að Hvassahrauni. Í október 2020 var stofnað sérstakt félag um framkvæmd samgöngusáttmálans; Betri samgöngur ohf. Kynningarfundur í Nauthól var haldinn um fyrsta hluta Borgarlínu. Flott kynningargögn hafa verið unnin af starfsmönnum Betri samgöngur ohf. varðandi Borgarlínuna sem í framhaldinu eru notuð til deiliskipulagbreytinga og aðalskipulagsbreytinga eftir atvikum í viðkomandi sveitarfélögum. Ég sakna þess að sjá ekki neinar tillögur eða hugmyndir frá Betri samgöngum ohf. um annað sem skrifað er í samgöngusáttmálann, má þar nefna mislæg gatnamót við Bústaðaveg/Reykjanesbraut og Sæbraut í stokk sem áttu að koma til framkvæmda á þessu ári. Einnig ætti félagið að hafa í forgangi þann hluta samgöngusáttmálans sem fjallar um hjóla- og göngustíga svo og umferðarstýringu. Umferðin í og við Hafnarfjörð Það var til mikilla bóta að fá mislæg gatnamót við Krýsuvíkurveg/Reykjanesbraut og nýja tvöfalda kaflann á Reykjanesbraut. Þar með er vandi okkar Hafnfirðinga alls ekki leystur. Samgöngusáttmálinn gerir ráð fyrir að um 13 milljarðar fari í framkvæmdir á stofnvegum í og við Hafnarfjörð, þar inni er Reykjanesbraut – Álftanesvegur – Lækjargata þar sem áætlað er að framkvæmdir hefjist árið 2024. Mikilvægt er að hönnun liggi fyrir sem allra fyrst þar sem reynslan sýnir að hönnun tekur langan tíma og svo er alltaf spurning um umhverfismat og kæruferli. Mín tillaga er að þessum framkvæmdum verði hraðað sem kostur er enda stofnæðin í gegnum bæinn ekki boðleg íbúum með allri þeirri umferð sem þar flæðir daglega. Auk þess geri ég kröfu á Garðbæinga að opna fyrir umferð frá gamla Álftanesvegi um Herjólfsbraut inn og út úr Norðurbænum. Vegurinn sem aldrei kemur Við gerð svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins var Ofanbyggðarvegur frá Hafnarfirði til Kópavogs felldur út af skipulagi að kröfu Garðabæjar, þess í stað var settur innanbæjarvegur í aðalskipulag Garðabæjar sem liggur frá Flóttamannavegi meðfram Urriðakotsvatni og tengist Álftanesvegi við Reykjanesbraut (Góa er við Álftanesveg). Í ljósi umræðu um aðgengi íbúa að Urriðaholti, fyrirhugaðri uppbyggingu á og við golfvöllinn í Setbergi sem tilheyrir Garðabæ svo og flæði umferðar á Reykjanesbraut og Hafnarfjarðarvegi voru það mistök af Garðabæ að fella Ofanbyggðarveg út af aðalskipulaginu. Í greinargerð Vegagerðarinnar „Höfuðborgarsvæðið 2040 – Sýn Vegagerðarinnar – Janúar 2019“ kemur eftirfarandi fram: „Ofanbyggðarvegur frá Kópavogi til Hafnarfjarðar er eina leiðin sem hugsanlega gæti létt umferð af Reykjanesbraut og Hafnarfjarðarvegi. Við að falla frá hugmyndum um Ofanbyggðarveg um Garðabæ verður öll umferð til framtíðar um núverandi vegi og þar með eykst enn mikilvægi þess að halda þjónustustigi á þeim háu.“ Og síðar segir: „Vegagerðin telur æskilegt að halda fyrri áætlun um Ofanbyggðarveg allt frá Hafnarfirði til Reykjavíkur, um Garðabæ og Kópavog inni til framtíðar.“ Tek ég undir með Vegagerðinni og tel æskilegt að Garðbæingar endurskoði afstöðu sína til Ofanbyggðarvegar. Höfundur er bæjarfulltrúi (D) og formaður skipulag- og byggingarráðs Hafnarfirði.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun