Fimm laus sæti í 16-liða úrslitum á EM Sindri Sverrisson skrifar 22. júní 2021 15:01 Danir fögnuðu sæti í 16-liða úrslitum í gærkvöld. Getty/Wolfgang Rattay Ellefu þjóðir hafa nú þegar tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum á Evrópumótinu í fótbolta en það ræðst í kvöld og á morgun hvaða fimm þjóðir bætast í hópinn. Leikið er í sex riðlum á EM, tvö efstu lið komast áfram og svo fjögur lið með bestan árangur í 3. sæti. Það að Úkraína í C-riðli og Finnland í B-riðli skyldu enda með þrjú stig í 3. sæti síns riðils þýðir því að fjögur stig duga liðum í 3. sæti í öðrum riðlum til að komast í 16-liða úrslitin. Með þessa vitneskju í huga fara liðin í D-, E- og F-riðli í lokaumferðina í sínum riðli. Staðan í riðlunum er núna þannig: A-riðill: Ítalía, Wales og Sviss eru komin áfram. B-riðill: Belgía og Danmörk komin áfram. Finnland á veika von. C-riðill: Holland og Austurríki komin áfram. Úkraína á enn von. D-riðill: Tékkland og England komin áfram. Króatía eða Skotland fer áfram ef annað liðið vinnur í kvöld. Ef liðin gera jafntefli kemst Úkraína áfram. E-riðill: Svíþjóð komin áfram. Slóvakía, Spánn og Pólland geta öll enn komist áfram. Ef Pólland vinnur ekki Svíþjóð er mögulegt að liðið í 3. sæti komist ekki áfram – sem gæti hjálpað Úkraínu og Finnlandi. F-riðill: Frakkland komið áfram. Þýskaland, Portúgal og Ungverjaland geta öll enn komist áfram og liðið í 3. sæti endar með þrjú eða fjögur stig. Tvö einvígi eru þegar orðin ljós í 16-liða úrslitunum. Ítalía og Austurríki mætast á Wembley á laugardaginn og Wales og Danmörk mætast í Amsterdam sama dag. Tölfræðiveitan Gracenote hefur reiknað út hvaða önnur einvígi séu líklegust til að verða til í 16-liða úrslitunum: - Most likely second round matches at #EURO2020 v (100%) v (100%) v (31%) v * (24%) v (14%) v (44%) v (26%) v (33%)*Higher chance for Belgium v Portugal but Dutch chance higher#euro2021— Gracenote Live (@GracenoteLive) June 21, 2021 EM 2020 í fótbolta Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Sjá meira
Leikið er í sex riðlum á EM, tvö efstu lið komast áfram og svo fjögur lið með bestan árangur í 3. sæti. Það að Úkraína í C-riðli og Finnland í B-riðli skyldu enda með þrjú stig í 3. sæti síns riðils þýðir því að fjögur stig duga liðum í 3. sæti í öðrum riðlum til að komast í 16-liða úrslitin. Með þessa vitneskju í huga fara liðin í D-, E- og F-riðli í lokaumferðina í sínum riðli. Staðan í riðlunum er núna þannig: A-riðill: Ítalía, Wales og Sviss eru komin áfram. B-riðill: Belgía og Danmörk komin áfram. Finnland á veika von. C-riðill: Holland og Austurríki komin áfram. Úkraína á enn von. D-riðill: Tékkland og England komin áfram. Króatía eða Skotland fer áfram ef annað liðið vinnur í kvöld. Ef liðin gera jafntefli kemst Úkraína áfram. E-riðill: Svíþjóð komin áfram. Slóvakía, Spánn og Pólland geta öll enn komist áfram. Ef Pólland vinnur ekki Svíþjóð er mögulegt að liðið í 3. sæti komist ekki áfram – sem gæti hjálpað Úkraínu og Finnlandi. F-riðill: Frakkland komið áfram. Þýskaland, Portúgal og Ungverjaland geta öll enn komist áfram og liðið í 3. sæti endar með þrjú eða fjögur stig. Tvö einvígi eru þegar orðin ljós í 16-liða úrslitunum. Ítalía og Austurríki mætast á Wembley á laugardaginn og Wales og Danmörk mætast í Amsterdam sama dag. Tölfræðiveitan Gracenote hefur reiknað út hvaða önnur einvígi séu líklegust til að verða til í 16-liða úrslitunum: - Most likely second round matches at #EURO2020 v (100%) v (100%) v (31%) v * (24%) v (14%) v (44%) v (26%) v (33%)*Higher chance for Belgium v Portugal but Dutch chance higher#euro2021— Gracenote Live (@GracenoteLive) June 21, 2021
Staðan í riðlunum er núna þannig: A-riðill: Ítalía, Wales og Sviss eru komin áfram. B-riðill: Belgía og Danmörk komin áfram. Finnland á veika von. C-riðill: Holland og Austurríki komin áfram. Úkraína á enn von. D-riðill: Tékkland og England komin áfram. Króatía eða Skotland fer áfram ef annað liðið vinnur í kvöld. Ef liðin gera jafntefli kemst Úkraína áfram. E-riðill: Svíþjóð komin áfram. Slóvakía, Spánn og Pólland geta öll enn komist áfram. Ef Pólland vinnur ekki Svíþjóð er mögulegt að liðið í 3. sæti komist ekki áfram – sem gæti hjálpað Úkraínu og Finnlandi. F-riðill: Frakkland komið áfram. Þýskaland, Portúgal og Ungverjaland geta öll enn komist áfram og liðið í 3. sæti endar með þrjú eða fjögur stig.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Sjá meira