Dóra Björt segir umdeilda fíkniefnaauglýsingu óboðlega Jakob Bjarnar skrifar 22. júní 2021 14:02 Dóra Björt, borgarfulltrúi Pírata sem eru í meirihlutasamstarfi í borginni, bætist nú í hóp þeirra sem á erfitt með að sætta sig við það að hafa verið fífluð til að vera með í auglýsingu Félags íslenskra fíkniefnalögreglumanna. vísir/vilhelm/getty Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata fordæmir auglýsingu sem Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna birtu í síðustu viku og telur afar vafaasamt að nafn Reykjavíkurborgar sé lagt við slíkan áróður. „Það vekur því athygli að á lista yfir aðila sem styðja við skilaboðin er að finna Reykjavíkurborg, Bílastæðasjóð og Hitt húsið. Ég vil lýsa því skýrt yfir að ég tek ekki undir slíkan hræðsluáróður. Reykjavíkurborg hefur skaðaminnkun sem hluta af sinni yfirlýstu stefnu. Þetta er að mínu mati gjörsamlega óboðlegt,“ segir Dóra Björt í harðorðum pistli sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. Eins og Vísir hefur fjallað um er téð auglýsing afar umdeild og nú eru að koma fram ýmsir þeir sem keyptu styrktarlínu eða fyrirtækjamerki og segja að styrkur til þeirra hafi verið sóttur á fölskum forsendum. Dóra Björt segir skilaboð auglýsingarinnar ganga „gjörsamlega í berhögg við þá pólitík sem ég og við Píratar stöndum fyrir. Gegn hugmyndafræði skaðaminnkunar, fræðslu frekar en hræðslu, auk þess sem hægt er að lesa skilaboðin sem sett fram til höfuðs þingmálum sem minn flokkur hefur staðið fyrir eða tekið þátt í að ýmist leggja grunn að eða hreinlega útbúa eins og frumvörp um afglæpavæðingu og neyslurými sem og þingsályktun um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum og hliðarverkunum vímaefnaneyslu.“ Dóra Björt hefur beðið um svör innan borgarkerfisins hvernig þetta gat gerst, að Reykjavíkurborg og batterí á vegum borgarinnar lentu inni á auglýsingunn. „Ég er mjög ósátt við það og mun beita mér fyrir því að svona geti ekki aftur gerst, hafi einhver á vegum borgarinnar komið að þessu máli. Ég vona að svo sé ekki, en eins og bent hefur verið á þá hafði Rauði krossinn sem dæmi ekki samþykkt að vera á þessum lista.“ Reykjavík Auglýsinga- og markaðsmál Fíkn Heilbrigðismál Alþingi Tengdar fréttir Notuðu nafn Rauða krossins án samþykkis fyrir áróður gegn grasi Rauði krossinn á Íslandi segir að Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna hafi notað nafn samtakanna án samþykkis í auglýsingu sem félagið birti í Morgunblaðinu síðasta fimmtudag. Í auglýsingunni er varað við neyslu kannabis og efnið sagt geta valdið „ótímabærum dauða“. 21. júní 2021 20:24 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
„Það vekur því athygli að á lista yfir aðila sem styðja við skilaboðin er að finna Reykjavíkurborg, Bílastæðasjóð og Hitt húsið. Ég vil lýsa því skýrt yfir að ég tek ekki undir slíkan hræðsluáróður. Reykjavíkurborg hefur skaðaminnkun sem hluta af sinni yfirlýstu stefnu. Þetta er að mínu mati gjörsamlega óboðlegt,“ segir Dóra Björt í harðorðum pistli sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. Eins og Vísir hefur fjallað um er téð auglýsing afar umdeild og nú eru að koma fram ýmsir þeir sem keyptu styrktarlínu eða fyrirtækjamerki og segja að styrkur til þeirra hafi verið sóttur á fölskum forsendum. Dóra Björt segir skilaboð auglýsingarinnar ganga „gjörsamlega í berhögg við þá pólitík sem ég og við Píratar stöndum fyrir. Gegn hugmyndafræði skaðaminnkunar, fræðslu frekar en hræðslu, auk þess sem hægt er að lesa skilaboðin sem sett fram til höfuðs þingmálum sem minn flokkur hefur staðið fyrir eða tekið þátt í að ýmist leggja grunn að eða hreinlega útbúa eins og frumvörp um afglæpavæðingu og neyslurými sem og þingsályktun um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum og hliðarverkunum vímaefnaneyslu.“ Dóra Björt hefur beðið um svör innan borgarkerfisins hvernig þetta gat gerst, að Reykjavíkurborg og batterí á vegum borgarinnar lentu inni á auglýsingunn. „Ég er mjög ósátt við það og mun beita mér fyrir því að svona geti ekki aftur gerst, hafi einhver á vegum borgarinnar komið að þessu máli. Ég vona að svo sé ekki, en eins og bent hefur verið á þá hafði Rauði krossinn sem dæmi ekki samþykkt að vera á þessum lista.“
Reykjavík Auglýsinga- og markaðsmál Fíkn Heilbrigðismál Alþingi Tengdar fréttir Notuðu nafn Rauða krossins án samþykkis fyrir áróður gegn grasi Rauði krossinn á Íslandi segir að Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna hafi notað nafn samtakanna án samþykkis í auglýsingu sem félagið birti í Morgunblaðinu síðasta fimmtudag. Í auglýsingunni er varað við neyslu kannabis og efnið sagt geta valdið „ótímabærum dauða“. 21. júní 2021 20:24 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Notuðu nafn Rauða krossins án samþykkis fyrir áróður gegn grasi Rauði krossinn á Íslandi segir að Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna hafi notað nafn samtakanna án samþykkis í auglýsingu sem félagið birti í Morgunblaðinu síðasta fimmtudag. Í auglýsingunni er varað við neyslu kannabis og efnið sagt geta valdið „ótímabærum dauða“. 21. júní 2021 20:24