Ásgeir fer á sína aðra Ólympíuleika Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2021 09:46 Ásgeir Sigurgeirsson er kominn með farseðil til Tókýó. isi.is Tveir íslenskir íþróttamenn hafa nú tryggt sér farseðilinn á Ólympíuleikana í Tókýó. Ljóst er að fleiri bætast í hópinn á næstu tveimur vikum en leikarnir verða svo settir 23. júlí. Í gær varð ljóst að skotíþróttamaðurinn Ásgeir Sigurgeirsson færi á sína aðra Ólympíuleika. Hann keppti einnig á leikunum í London árið 2012, bæði í frjálsri skammbyssu og loftskammbyssu, og var afar nálægt því að komast í úrslit. Áður hafði sundmaðurinn Anton Sveinn McKee tryggt sér sæti á sínum þriðju Ólympíuleikum, í 200 metra bringusundi. Ásgeir fékk svokallað kvótapláss inn á leikana í Tókýó, í loftskammbyssukeppni. Alþjóðaskotíþróttasambandið úthlutar kvótasætum. Ásgeir keppir laugardaginn 24. júlí. Eins og fyrr segir mun fleira íslenskt íþróttafólk fá farseðil til Tókýó, jafnvel þó að fleiri nái ekki ákveðnum ólympíulágmörkum sem í mörgum greinum er hægt að ná fram til 29. júní. Í ljósi þess að Anton Sveinn hefur tryggt sér sæti á leikunum mun til að mynda ein íslensk sundkona fá boð á leikana. Í frjálsíþróttum mun Ísland einnig fá boð fyrir einn keppanda en ágætar líkur virðast vera á því að kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason komist á leikana í gegnum stöðu á heimslista, sem myndi þýða að Ísland fengi sæti fyrir eina frjálsíþróttakonu að auki. Íslenskir þjálfarar og starfsfólk á vegum ÍSÍ verður einnig á leikunum. Handknattleiksþjálfararnir Alfreð Gíslason, Dagur Sigurðsson, Aron Kristjánsson og Þórir Hergeirsson stýra þar liðum. Alfreð er með karlalið Þýskalands, Dagur með karlalið Japans, Aron með karlalið Bareins og Þórir með kvennalið Noregs. Frjálsíþróttaþjálfarinn Vésteinn Hafsteinsson á einnig fulltrúa í keppni á leikunum. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Skotíþróttir Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Fleiri fréttir Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjá meira
Í gær varð ljóst að skotíþróttamaðurinn Ásgeir Sigurgeirsson færi á sína aðra Ólympíuleika. Hann keppti einnig á leikunum í London árið 2012, bæði í frjálsri skammbyssu og loftskammbyssu, og var afar nálægt því að komast í úrslit. Áður hafði sundmaðurinn Anton Sveinn McKee tryggt sér sæti á sínum þriðju Ólympíuleikum, í 200 metra bringusundi. Ásgeir fékk svokallað kvótapláss inn á leikana í Tókýó, í loftskammbyssukeppni. Alþjóðaskotíþróttasambandið úthlutar kvótasætum. Ásgeir keppir laugardaginn 24. júlí. Eins og fyrr segir mun fleira íslenskt íþróttafólk fá farseðil til Tókýó, jafnvel þó að fleiri nái ekki ákveðnum ólympíulágmörkum sem í mörgum greinum er hægt að ná fram til 29. júní. Í ljósi þess að Anton Sveinn hefur tryggt sér sæti á leikunum mun til að mynda ein íslensk sundkona fá boð á leikana. Í frjálsíþróttum mun Ísland einnig fá boð fyrir einn keppanda en ágætar líkur virðast vera á því að kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason komist á leikana í gegnum stöðu á heimslista, sem myndi þýða að Ísland fengi sæti fyrir eina frjálsíþróttakonu að auki. Íslenskir þjálfarar og starfsfólk á vegum ÍSÍ verður einnig á leikunum. Handknattleiksþjálfararnir Alfreð Gíslason, Dagur Sigurðsson, Aron Kristjánsson og Þórir Hergeirsson stýra þar liðum. Alfreð er með karlalið Þýskalands, Dagur með karlalið Japans, Aron með karlalið Bareins og Þórir með kvennalið Noregs. Frjálsíþróttaþjálfarinn Vésteinn Hafsteinsson á einnig fulltrúa í keppni á leikunum.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Skotíþróttir Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Fleiri fréttir Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjá meira