Ísbjörninn sem reyndist líklega álft Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. júní 2021 12:00 Álftir eru í sama lit og ísbirnir og nokkuð stórar í þokkabót. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Ekki er útlit fyrir að ísbjörn hafi í raun komið á land á Hornströndum í nótt eftir að dýralæknir komst að þeirri niðurstöðu við skoðun á sýni að svæðinu að líklegast hafi verið um grasætu að ræða. Lögreglunni á Vestfjörðum barst tilkynning í gærkvöldi frá gönguhóp við Hlöðuvík við Hornstrandir um möguleg ummerki eftir hvítabjörn. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og eftir eftir nánari skoðun gæslunnar og lögreglu var ekki talið unnt að útiloka að ummerkin væru frá hvítabirni. Leit var hins vegar hætt um fjögurleytið í nótt eftir að enginn björn fannst. Útlit er fyrir að enginn ísbjörn hafi verið á ferðinni í raun og veru, að því er Kristín Ósk Jónasdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun á Ísafirði, segir frá. Miðað við þær upplýsingar sem hún hefur frá lögreglu var sýni tekið á svæðinu sem dýralæknir skoðaði í nótt. „Niðurstöður dýralæknisins voru á þá leið að það væri grasæta sem hefði skilið þennan úrgang eftir. Þannig tilgátan sem unnið er með núna er að þetta hafi verið álft frekar en ísbjörn. Það eru mjög stór spor og stór stykki sem verða eftir þegar álftir fara um þannig það gæti alveg verið að fólk hafi tekið misgripum,“ segir Kristín. Sýnið verði nú sett í frekari rannsókn. Hún segir hafís hafa verið almennt nokkuð langt frá landi fyrir utan tvo staka jaka. Það þýði þó ekki endilega að komur ísbjarna séu ólíklegar. „Við vitum náttúrulega rosalega lítið um komur ísbjarna. Við höfum alltaf tengt þetta við nálægð íss við landið og svo framvegis en á sama tíma vitum við að rannsóknir hafa sýnt að ísbirnir geta synt ótrúlega langt. Þannig það er svolítið erfitt að segja til um þetta. Við þekkjum þetta ekki nógu vel,“ segir Kristín Ósk Jónasdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun á Ísafirði. Dýr Fuglar Lögreglumál Hornstrandir Ísafjarðarbær Ísbirnir Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
Lögreglunni á Vestfjörðum barst tilkynning í gærkvöldi frá gönguhóp við Hlöðuvík við Hornstrandir um möguleg ummerki eftir hvítabjörn. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og eftir eftir nánari skoðun gæslunnar og lögreglu var ekki talið unnt að útiloka að ummerkin væru frá hvítabirni. Leit var hins vegar hætt um fjögurleytið í nótt eftir að enginn björn fannst. Útlit er fyrir að enginn ísbjörn hafi verið á ferðinni í raun og veru, að því er Kristín Ósk Jónasdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun á Ísafirði, segir frá. Miðað við þær upplýsingar sem hún hefur frá lögreglu var sýni tekið á svæðinu sem dýralæknir skoðaði í nótt. „Niðurstöður dýralæknisins voru á þá leið að það væri grasæta sem hefði skilið þennan úrgang eftir. Þannig tilgátan sem unnið er með núna er að þetta hafi verið álft frekar en ísbjörn. Það eru mjög stór spor og stór stykki sem verða eftir þegar álftir fara um þannig það gæti alveg verið að fólk hafi tekið misgripum,“ segir Kristín. Sýnið verði nú sett í frekari rannsókn. Hún segir hafís hafa verið almennt nokkuð langt frá landi fyrir utan tvo staka jaka. Það þýði þó ekki endilega að komur ísbjarna séu ólíklegar. „Við vitum náttúrulega rosalega lítið um komur ísbjarna. Við höfum alltaf tengt þetta við nálægð íss við landið og svo framvegis en á sama tíma vitum við að rannsóknir hafa sýnt að ísbirnir geta synt ótrúlega langt. Þannig það er svolítið erfitt að segja til um þetta. Við þekkjum þetta ekki nógu vel,“ segir Kristín Ósk Jónasdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun á Ísafirði.
Dýr Fuglar Lögreglumál Hornstrandir Ísafjarðarbær Ísbirnir Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira