Liðin fá frí á morgun og á föstudag áður en sextán liða úrslitin hefjast á laugardag. Leikið verður laugardag, sunnudag, mánudag og þriðjudag en tveir leikir eru hvern dag.
Það eru margir ansi spennandi leikir framundan í sextán liða úrslitunum en England og Þýskaland mætast meðal annars á Wembley.
Á Spáni mætast Belgía og Portúgal og heimsmeistararnir mæta Sviss.
Allir leikirnir verða að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport EM. Vegleg upphitun fyrir leik og þeim gerð góð skil í leikslok.

16-liða úrslitin:
Belgía - Portúgal (27. júní klukkan 19.00)
Ítalía - Austurríki (26. júní klukkan 19.00)
Króatía - Spánn (28. júní klukkan 16.00)
Svíþjóð - Úkraína (29. júní klukkan 19.00)
England - Þýskaland (29. júní klukkan 16.00)
Holland - Tékkland (27. júní klukkan 16.00)
Wales - Danmörk (26. júní klukkan 16.00)
Frakkland - Sviss (28. júní klukkan 19.00)

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.