Íslenska lögregluforlagið harmar mistök í auglýsingu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. júní 2021 07:59 Auglýsingin sem birtist í Morgunblaðinu. Skjáskot Íslenska lögregluforlagið segist harma að í auglýsingu á vegum félagsins, sem birtist í Morgunblaðinu 17. júní síðastliðinn, hafi nokkur fyrirtæki, sveitarfélög og samtök verið „skráð í auglýsinguna“ fyrir mistök. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá forlaginu. „Unnið hefur verið að því að hafa samband við forsvarsmenn þeirra til að biðjast afsökunar og viðtökur oftar en ekki verið góðar. En það skal tekið fram að aðilar sem rötuðu fyrir mistök í auglýsinguna verða að sjálfsögðu ekki krafðir um greiðslu fyrir hana,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnig að athugasemdir hafi verið gerðar við að aðilum sem ákváðu að vera með hafi ekki verið ljóst hvaða myndi koma fram í auglýsingunni. „Þær athugasemdir eiga rétt á sér og eru teknar alvarlega af hálfu útgáfuaðila og mun félagið framvegis leitast við að upplýsa styrkveitendur betur um efni þeirra auglýsinga sem verið er að birta hverju sinni.“ Sinna söfnunum og útgáfu fyrir lögregluna Í yfirlýsingunni segir einnig að Íslenska lögregluforlagið ehf. hafi verið starfrækt frá árinu 2000 og sé í eigu Nordisk Kriminalkrønike ApS, sem sé í eigu sjóðsins LEWHF. Upprunalegur tilgangur félagsins hafi verið útgáfa norrænna sakamála og útgáfa fyrir Íþróttasamband lögreglumanna en bókaútgáfunni hafi verið hætt árið 2009. „Áhersla forlagsins nú er að styrkja Íþróttasamband lögreglumanna og styðja þannig við íþróttir lögreglumanna á Íslandi. Koma lögregluforlagsins til landsins var að frumkvæði Íþróttasambands lögreglumanna á Íslandi,“ segir í yfirlýsingunni. „Sambærileg forlög voru starfrækt í tugi ára á hinum Norðurlöndunum en frá árinu 2017 er íslenska forlagið það eina sem eftir stendur. Lögregluíþróttir á hinum Norðurlöndunum voru þannig styrktar af sambærilegum lögregluforlögum í sínu heimalandi. Nordisk Kriminalkrønike ApS var móðurfélag allra forlaganna en er nú fyrst og fremst rekið utan um útgáfu hljóðbóka þeirra rita sem forlögin hafa gefið út í gegnum tíðina. Íslenska lögregluforlagið hefur hin síðari ár tekið að sér útgáfustarfsemi fyrir Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna, FÍFL og Lögreglufélag Reykjavíkur, LR. Forlagið annast þá milligöngu um þau verkefni sem félagið hefur samið um og ber fjárhagslega ábyrgð á og greiðir allan kostnað við, sér um útgáfu reikninga og tekur jafnframt á sig þau afföll sem kunna að myndast vegna verkefnanna, sem geta oft verið nokkur. Þá hefur forlagið einnig tekið að sér safnanir fyrir aðra aðila. Framkvæmdastjóri félagins hefur mest fengið 750.000 kr. í þóknun á ársgrundvelli auk stjórnarlauna 300.000 kr., fyrir árið, ásamt tveimur öðrum stjórnarmönnum. Síðustu stjórnarlaun sem voru greidd voru fyrir árið 2019.“ Fjölmiðlar Lögreglan Fíkn Tengdar fréttir FÍFL er endurvakið félag lögregludeildar sem er ekki lengur til Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna (FÍFL) eru félagasamtök starfsstéttar sem er í raun ekki lengur til. Fíkniefnadeild lögreglunnar var lögð niður árið 2016 og heyrir fyrri starfsemi hennar nú undir svið miðlægrar rannsóknadeildar. Fjármagn sem FÍFL safnar hefur að mestu runnið til einkafyrirtækis með óljósu eignarhaldi. 22. júní 2021 20:43 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá forlaginu. „Unnið hefur verið að því að hafa samband við forsvarsmenn þeirra til að biðjast afsökunar og viðtökur oftar en ekki verið góðar. En það skal tekið fram að aðilar sem rötuðu fyrir mistök í auglýsinguna verða að sjálfsögðu ekki krafðir um greiðslu fyrir hana,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnig að athugasemdir hafi verið gerðar við að aðilum sem ákváðu að vera með hafi ekki verið ljóst hvaða myndi koma fram í auglýsingunni. „Þær athugasemdir eiga rétt á sér og eru teknar alvarlega af hálfu útgáfuaðila og mun félagið framvegis leitast við að upplýsa styrkveitendur betur um efni þeirra auglýsinga sem verið er að birta hverju sinni.“ Sinna söfnunum og útgáfu fyrir lögregluna Í yfirlýsingunni segir einnig að Íslenska lögregluforlagið ehf. hafi verið starfrækt frá árinu 2000 og sé í eigu Nordisk Kriminalkrønike ApS, sem sé í eigu sjóðsins LEWHF. Upprunalegur tilgangur félagsins hafi verið útgáfa norrænna sakamála og útgáfa fyrir Íþróttasamband lögreglumanna en bókaútgáfunni hafi verið hætt árið 2009. „Áhersla forlagsins nú er að styrkja Íþróttasamband lögreglumanna og styðja þannig við íþróttir lögreglumanna á Íslandi. Koma lögregluforlagsins til landsins var að frumkvæði Íþróttasambands lögreglumanna á Íslandi,“ segir í yfirlýsingunni. „Sambærileg forlög voru starfrækt í tugi ára á hinum Norðurlöndunum en frá árinu 2017 er íslenska forlagið það eina sem eftir stendur. Lögregluíþróttir á hinum Norðurlöndunum voru þannig styrktar af sambærilegum lögregluforlögum í sínu heimalandi. Nordisk Kriminalkrønike ApS var móðurfélag allra forlaganna en er nú fyrst og fremst rekið utan um útgáfu hljóðbóka þeirra rita sem forlögin hafa gefið út í gegnum tíðina. Íslenska lögregluforlagið hefur hin síðari ár tekið að sér útgáfustarfsemi fyrir Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna, FÍFL og Lögreglufélag Reykjavíkur, LR. Forlagið annast þá milligöngu um þau verkefni sem félagið hefur samið um og ber fjárhagslega ábyrgð á og greiðir allan kostnað við, sér um útgáfu reikninga og tekur jafnframt á sig þau afföll sem kunna að myndast vegna verkefnanna, sem geta oft verið nokkur. Þá hefur forlagið einnig tekið að sér safnanir fyrir aðra aðila. Framkvæmdastjóri félagins hefur mest fengið 750.000 kr. í þóknun á ársgrundvelli auk stjórnarlauna 300.000 kr., fyrir árið, ásamt tveimur öðrum stjórnarmönnum. Síðustu stjórnarlaun sem voru greidd voru fyrir árið 2019.“
Fjölmiðlar Lögreglan Fíkn Tengdar fréttir FÍFL er endurvakið félag lögregludeildar sem er ekki lengur til Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna (FÍFL) eru félagasamtök starfsstéttar sem er í raun ekki lengur til. Fíkniefnadeild lögreglunnar var lögð niður árið 2016 og heyrir fyrri starfsemi hennar nú undir svið miðlægrar rannsóknadeildar. Fjármagn sem FÍFL safnar hefur að mestu runnið til einkafyrirtækis með óljósu eignarhaldi. 22. júní 2021 20:43 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
FÍFL er endurvakið félag lögregludeildar sem er ekki lengur til Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna (FÍFL) eru félagasamtök starfsstéttar sem er í raun ekki lengur til. Fíkniefnadeild lögreglunnar var lögð niður árið 2016 og heyrir fyrri starfsemi hennar nú undir svið miðlægrar rannsóknadeildar. Fjármagn sem FÍFL safnar hefur að mestu runnið til einkafyrirtækis með óljósu eignarhaldi. 22. júní 2021 20:43