Birkir valdi bestu bakverði EM Sindri Sverrisson skrifar 24. júní 2021 14:00 Denzel Dumfries ræddi við fjölskyldu og vini í stúkunni eftir sigurinn á Austurríki á EM. Hann skoraði í leiknum og einnig gegn Úkraínu í fyrsta leik. Getty/Alyn Ledang Þegar Birkir Már Sævarsson horfir á leiki á EM fylgist hann sérstaklega vel með bakvörðum liðanna. Það var því við hæfi að „Vindurinn“ tæki að sér að velja bestu bakverði mótsins. Birkir, sem leikið hefur 98 A-landsleiki, hefur haldið vel aftur af mönnum á borð við Cristiano Ronaldo, Memphis Depay og Raheem Sterling á sínum landsliðsferli. Hann þarf að gera sér að góðu að horfa á þá í sjónvarpinu að þessu sinni, og glímu þeirra við varnarmenn annarra þjóða. „Ég horfi alltaf mest á bakverðina eiginlega. Svo reynir maður nú að njóta þess að horfa á leikinn en einhvern veginn sogast maður alltaf að því að fylgjast með bakvörðunum og hvað þeir eru að gera. Maður er alltaf að reyna að læra eitthvað þó að maður sé orðinn gamall í hettunni,“ sagði Birkir í þættinum EM í dag, á EM-rás Stöðvar 2 í gærkvöld. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: EM í dag: Bestu bakverðir Birkis Bestu bakverðir EM til þessa eru að mati Birkis í landsliðum Hollands, Ítalíu og Þýskalands. „Sá fyrsti sem kom upp í hausinn var Denzel Dumfries. Hann er búinn að vera flottur,“ sagði Birkir um hinn 25 ára gamla Dumfries, hægri vængbakvörð Hollands og leikmann PSV. „Ég er farinn að halda að De Boer sé að hanna „systemið“ að Dumfries. Hann er ekki frábær varnarmaður sem hægri bakvörður í fjögurra manna línu, en þetta system hentar honum einkar vel,“ benti Guðmundur Benediktsson á. „Hann er þarna sem vængbakvörður sem er smá svindlstaða fyrir þessa sóknarsinnuðu bakverði. Þeir njóta sín helvíti vel þar í þessum góðu liðum,“ sagði Birkir. Virkilega gaman að horfa á Spinazzola Næstur í röðinni var Leonardo Spinazzola, 28 ára gamall vinstri bakvörður ítalska landsliðsins og Roma. „Hann er búinn að vera geggjaður. Það er virkilega gaman að horfa á hann spila fótbolta. Hann er góður einn á móti einum, jafnfættur og eiginlega bara eins og kantmaður. Ég hef ekki séð alveg nógu mikið af honum til að meta hversu góður varnarmaður hann er en það skiptir ekki máli. Á stórmótum vill maður fá mörk og blússandi sóknarbolta,“ sagði Birkir. Þjóðverjinn Robin Gosens, sem er 26 ára vinstri vængbakvörður og leikmaður Atalanta á Ítalíu, var svo sá þriðji sem Birkir valdi: „Ég valdi hann eiginlega út af þessum eina leik á móti Portúgal. Hann var geggjaður þar, eins og reyndar Kimmich. Ég hef alltaf mjög gaman að því þegar bakvörður skorar eftir stoðsendingu frá hinum bakverðinum. Það eru mín uppáhalds mörk.“ EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Sport Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti Fleiri fréttir Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Sjá meira
Birkir, sem leikið hefur 98 A-landsleiki, hefur haldið vel aftur af mönnum á borð við Cristiano Ronaldo, Memphis Depay og Raheem Sterling á sínum landsliðsferli. Hann þarf að gera sér að góðu að horfa á þá í sjónvarpinu að þessu sinni, og glímu þeirra við varnarmenn annarra þjóða. „Ég horfi alltaf mest á bakverðina eiginlega. Svo reynir maður nú að njóta þess að horfa á leikinn en einhvern veginn sogast maður alltaf að því að fylgjast með bakvörðunum og hvað þeir eru að gera. Maður er alltaf að reyna að læra eitthvað þó að maður sé orðinn gamall í hettunni,“ sagði Birkir í þættinum EM í dag, á EM-rás Stöðvar 2 í gærkvöld. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: EM í dag: Bestu bakverðir Birkis Bestu bakverðir EM til þessa eru að mati Birkis í landsliðum Hollands, Ítalíu og Þýskalands. „Sá fyrsti sem kom upp í hausinn var Denzel Dumfries. Hann er búinn að vera flottur,“ sagði Birkir um hinn 25 ára gamla Dumfries, hægri vængbakvörð Hollands og leikmann PSV. „Ég er farinn að halda að De Boer sé að hanna „systemið“ að Dumfries. Hann er ekki frábær varnarmaður sem hægri bakvörður í fjögurra manna línu, en þetta system hentar honum einkar vel,“ benti Guðmundur Benediktsson á. „Hann er þarna sem vængbakvörður sem er smá svindlstaða fyrir þessa sóknarsinnuðu bakverði. Þeir njóta sín helvíti vel þar í þessum góðu liðum,“ sagði Birkir. Virkilega gaman að horfa á Spinazzola Næstur í röðinni var Leonardo Spinazzola, 28 ára gamall vinstri bakvörður ítalska landsliðsins og Roma. „Hann er búinn að vera geggjaður. Það er virkilega gaman að horfa á hann spila fótbolta. Hann er góður einn á móti einum, jafnfættur og eiginlega bara eins og kantmaður. Ég hef ekki séð alveg nógu mikið af honum til að meta hversu góður varnarmaður hann er en það skiptir ekki máli. Á stórmótum vill maður fá mörk og blússandi sóknarbolta,“ sagði Birkir. Þjóðverjinn Robin Gosens, sem er 26 ára vinstri vængbakvörður og leikmaður Atalanta á Ítalíu, var svo sá þriðji sem Birkir valdi: „Ég valdi hann eiginlega út af þessum eina leik á móti Portúgal. Hann var geggjaður þar, eins og reyndar Kimmich. Ég hef alltaf mjög gaman að því þegar bakvörður skorar eftir stoðsendingu frá hinum bakverðinum. Það eru mín uppáhalds mörk.“ EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Sport Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti Fleiri fréttir Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Sjá meira