Eins og fullur kakkalakki hafi hannað þetta barnalega svindl Jakob Bjarnar skrifar 24. júní 2021 17:01 Barnalegur svindlarinn fékk það óþvegið þegar hann knúði dyra hjá Flosa Þorgeirssyni, sem hundskammaði mannfýluna. Flosi Þorgeirsson sagnfræðingur og tónlistarmaður lét netsvikahrapp heyra það í grjóthörðu svari. „Salam Khan en heitir samt Davíð Mckey?“ svarar Flosi allöngu bréfi sem honum barst í Facebook-skilaboðum en um er að ræða augljósa svikastarfsemi; hvar gert er út á hrekklausa netverja. Flosi, sem birtir samskipti sín við Salam Khan/Davíð Mckay, segir að þó freistandi sé að hæðast að hrekklausum sálum sem falla fyrir slíku svindli og svínaríi sé vænlegra að beina fyrirlitningu sinni að illmennunum sjálfum en þeim sem vilja trúa á hið góða í náunganum. Og það sé svo að slíkir svindlarar hafi haft 70 milljónir af Íslendingum á síðasta ár. Trúr þeirri sannfæringu sinni tekur Flosi í rassinn á svikahrappnum. Bréf Khan/Mckay hefst innvirðulega: „Sæll Flosi Þorgeirsson, Ég er herra David Mckay, frá Toronto, Kanada. Ég er forseti og forstjóri KONUNGSBANKA KANADA.“ Og svo tekur við vaðall um hversu þakklátur hann sé fyrir að vegir þeirra hafi legið saman og er Salam, sem kynnir sig sem David Mckay, sannfærður um að þar hafi vilji Guðs ráðið. „Ég skrifa til þín varðandi mann / ríkisborgara frá þínu landi, herra Alex Þorgeirsson, sem var eigandi gullnámufyrirtækis hér í Kanada og einnig einn stærsti hluthafi í bannkanum okkar, KONUNGSBANKI KANADA.“ Framhaldið er kunnuglegt flestum þeim sem eru á netinu og hafa fengið slík bréf þar sem stuðst er við frumstæð þýðingaforrit, en svo virðist sem slíkt hafi verið að færast í aukana að undanförnu. Flosi birtir skjáskot af samskiptum þeirra á Facebooksíðu sinni. Flosi lætur Salam heyra það í stuttu svari. Segir ráðlegt að kynna sér siði landa þar sem ætlunin sé að hafa peninga af fólki. „Íslendingar nota ekki ættarnöfn svo þetta „Þorgeirsson“ dæmi þitt er alveg mislukkað. Ég á ekki orð yfir ykkur glæpamenn. Eruð þið ekki einu sinni með tveggja stafa IQ!? Dag eftir dag fæ ég skilaboð frá fólki sem er að reyna eitthvað barnalegt svindl, svo illa hugsað og útfært að það er eins og fullur kakkalakki hafi hannað það,“ segir Flosi. Og kveður manninn við það sama. Netglæpir Samfélagsmiðlar Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
„Salam Khan en heitir samt Davíð Mckey?“ svarar Flosi allöngu bréfi sem honum barst í Facebook-skilaboðum en um er að ræða augljósa svikastarfsemi; hvar gert er út á hrekklausa netverja. Flosi, sem birtir samskipti sín við Salam Khan/Davíð Mckay, segir að þó freistandi sé að hæðast að hrekklausum sálum sem falla fyrir slíku svindli og svínaríi sé vænlegra að beina fyrirlitningu sinni að illmennunum sjálfum en þeim sem vilja trúa á hið góða í náunganum. Og það sé svo að slíkir svindlarar hafi haft 70 milljónir af Íslendingum á síðasta ár. Trúr þeirri sannfæringu sinni tekur Flosi í rassinn á svikahrappnum. Bréf Khan/Mckay hefst innvirðulega: „Sæll Flosi Þorgeirsson, Ég er herra David Mckay, frá Toronto, Kanada. Ég er forseti og forstjóri KONUNGSBANKA KANADA.“ Og svo tekur við vaðall um hversu þakklátur hann sé fyrir að vegir þeirra hafi legið saman og er Salam, sem kynnir sig sem David Mckay, sannfærður um að þar hafi vilji Guðs ráðið. „Ég skrifa til þín varðandi mann / ríkisborgara frá þínu landi, herra Alex Þorgeirsson, sem var eigandi gullnámufyrirtækis hér í Kanada og einnig einn stærsti hluthafi í bannkanum okkar, KONUNGSBANKI KANADA.“ Framhaldið er kunnuglegt flestum þeim sem eru á netinu og hafa fengið slík bréf þar sem stuðst er við frumstæð þýðingaforrit, en svo virðist sem slíkt hafi verið að færast í aukana að undanförnu. Flosi birtir skjáskot af samskiptum þeirra á Facebooksíðu sinni. Flosi lætur Salam heyra það í stuttu svari. Segir ráðlegt að kynna sér siði landa þar sem ætlunin sé að hafa peninga af fólki. „Íslendingar nota ekki ættarnöfn svo þetta „Þorgeirsson“ dæmi þitt er alveg mislukkað. Ég á ekki orð yfir ykkur glæpamenn. Eruð þið ekki einu sinni með tveggja stafa IQ!? Dag eftir dag fæ ég skilaboð frá fólki sem er að reyna eitthvað barnalegt svindl, svo illa hugsað og útfært að það er eins og fullur kakkalakki hafi hannað það,“ segir Flosi. Og kveður manninn við það sama.
Netglæpir Samfélagsmiðlar Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira