Einn látinn og hátt í hundrað saknað á Flórída Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2021 19:38 Þegar birti af degi varð umfang hamfaranna í Champlain-turninum í Surfside ljóst. Hátt í hundrað manna er enn saknað. AP/Amy Beth Bennett/South Florida Sun-Sentinel Að minnsta kosti einn er látinn eftir að hluti tólf hæða íbúðablokkar hrundi í bænum Surfside nærri Miami á Flórída í nótt. Tæplega hundrað manna er enn saknað og er óttast að tala látinna eigi eftir að hækka töluvert. Talið er að fjöldi fólks sé enn fastur í rústum Champlain-turnanna. Björgunarmenn hafa náð tugum íbúa úr rústunum og leita fleiri eftirlifenda, að sögn AP-fréttastofunnar. Unnið var að því að bjarga barni sem sat fast en talið er að foreldrar þess hafi farist. Taka þurfti fótinn af konu til að losa hana úr brakinu. Ekki er ljóst hversu margir voru inni í byggingunni þegar hún hrundi um klukkan hálf tvö í nótt að staðartíma. Í blokkinni býr fólk bæði allt árið um kring og hluta úr ári. Ekki er haldið utan um hvenær eigendurnir eru á staðnum. Ræðisskrifstofa Argentínu í Miami hefur staðfest að níu Argentínumanna sé saknað. Miami Herald eftir eftir lögreglunni í Miami-Dade-sýslu að tilkynnt hafi verið um 99 manns sem sé saknað eftir hrunið. Fimm íbúðir voru í hluta blokkarinnar sem hrundi. Íbúar í þeim hluta blokkarinnar sem enn stendur hafa yfirgefið heimili sín. Byggingin er sögð um fjörutíu ára gömul. Ekki liggur fyrir hvað olli því að blokkarálman hrundi. Upptaka úr öryggismyndavél sýndi að miðja byggingarinnar virtist hrynja fyrst og riðaði þá sá hluti hennar sem stendur næst sjónum til falls. Hrundi sá hluti skömmu síðar þannig að mikið rykský lagði yfir nágrennið. Framkvæmdir eru sagðar hafa staðið yfir á þaki hússins en Charles Burkett, borgarstjóri í Surfside, segist ekki sjá hvernig þær hefðu getað átt þátt í að blokkin hrundi. Rannsókn sem var gerð í fyrra leiddi í ljós að byggingin hefur verið að sökkva frá 10. áratugnum, að því er kemur fram í frétt USA Today. Bandaríkin Húshrun í Miami Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Sjá meira
Talið er að fjöldi fólks sé enn fastur í rústum Champlain-turnanna. Björgunarmenn hafa náð tugum íbúa úr rústunum og leita fleiri eftirlifenda, að sögn AP-fréttastofunnar. Unnið var að því að bjarga barni sem sat fast en talið er að foreldrar þess hafi farist. Taka þurfti fótinn af konu til að losa hana úr brakinu. Ekki er ljóst hversu margir voru inni í byggingunni þegar hún hrundi um klukkan hálf tvö í nótt að staðartíma. Í blokkinni býr fólk bæði allt árið um kring og hluta úr ári. Ekki er haldið utan um hvenær eigendurnir eru á staðnum. Ræðisskrifstofa Argentínu í Miami hefur staðfest að níu Argentínumanna sé saknað. Miami Herald eftir eftir lögreglunni í Miami-Dade-sýslu að tilkynnt hafi verið um 99 manns sem sé saknað eftir hrunið. Fimm íbúðir voru í hluta blokkarinnar sem hrundi. Íbúar í þeim hluta blokkarinnar sem enn stendur hafa yfirgefið heimili sín. Byggingin er sögð um fjörutíu ára gömul. Ekki liggur fyrir hvað olli því að blokkarálman hrundi. Upptaka úr öryggismyndavél sýndi að miðja byggingarinnar virtist hrynja fyrst og riðaði þá sá hluti hennar sem stendur næst sjónum til falls. Hrundi sá hluti skömmu síðar þannig að mikið rykský lagði yfir nágrennið. Framkvæmdir eru sagðar hafa staðið yfir á þaki hússins en Charles Burkett, borgarstjóri í Surfside, segist ekki sjá hvernig þær hefðu getað átt þátt í að blokkin hrundi. Rannsókn sem var gerð í fyrra leiddi í ljós að byggingin hefur verið að sökkva frá 10. áratugnum, að því er kemur fram í frétt USA Today.
Bandaríkin Húshrun í Miami Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Sjá meira