Fýlupúkafélagið í Sjálfstæðisflokknum safnar vopnum sínum Jakob Bjarnar skrifar 25. júní 2021 10:14 Brynjar skorar á Harald að flytja ekki að heiman. vísir/vilhelm Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins gaf það út í gær að hann væri hættur við að hætta í pólitíkinni. Hann skorar nú á Harald Benediktsson þingmann félaga sinn í flokknum að gera slíkt hið sama. Haraldur Benediktsson sagði í prófkjörsbaráttu að ef hann myndi ekki hreppa oddvitasætið myndi hann segja þetta gott. Sú varð reyndin, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir lagði hann næsta léttilega í prófkjöri flokksins í Norðvesturkjördæmi. En í kjölfarið komu vöflur á Harald, að hann hafi nú kannski ekki sagt þetta og nú vill Brynjar leggja sitt af mörkum til að losa hann úr klípunni. Mikill fögnuður braust út á síðu Brynjars í gær þegar fyrir lá að hann ætlaði sér að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins og í gamansamri Facebook-færslu sem Brynjar birti nú í morgun segir Brynjar að Haraldur sé undir feldi, líkt og hann sjálfur var, en það sé minkafeldur í tilfelli Haralds. Kraftmikill dugnaðarforkur „Þótt ég skilji mjög vel afstöðu Haraldar vil ég hvetja hann til þess að taka sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvestur kjördæmi,“ segir Brynjar og tekur svo til við að tíunda kosti Haralds. Þeir hafi nú starfað saman á þingi í átta ár og fullyrða megi að hann sé einhver öflugasti þingmaður þjóðarinnar. „Þótt hann sé miðaldra karl og bóndi að auki. Hann er kraftmikill dugnaðarforkur sem hefur leitt mörg að mestu framfararmálum síðustu ára, ekki bara í eigin kjördæmi heldur um landið allt. Vandamálið með Harald er að hann er full hógvær og tranar sér ekki nægilega fram.“ Og þá telur Brynjar vert taka af öll tvímæli um að Haraldur sé leiðindaskarfur, því það er hann ekki. „Þótt Haraldur sé nú um stundir formaður fýlupúkafélagsins er hann bráðskemmtilegur maður og fyndinn á sinn lúmska hátt. Það er engin hætta á að hann drepi mann úr leiðindum.“ Íhaldsöflin vilja nú brjóta odd af oflæti sínu Brynjar, sem fær mikil og jákvæð viðbrögð við þessari hvatningu sinni til Haralds, að hann fari nú ekki að heiman, segir að á þing þurfi að vera fleiri sem hafi víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og hafi notið trausts til ýmissa mikilvægra trúnaðarstarfa. „Nóg er af þingmönnum sem varla hafa verið þátttakendur í atvinnulífinu og aldrei séð VASK skýrslu hvað þá fyllt slíka skýrslu út. Ég veit að Soffía frænka vill að Haraldur haldi áfram í stjórnmálum og ég veit líka að hann vill ekki fá hana í heimsókn á Vestri-Reyni með sópinn.“ Meta má það svo að íhaldssöm öfl hafi orðið undir í Sjálfstæðisflokknum og óttast ýmsir að þau muni leita til Miðflokksins. Þannig hlýtur það að vera léttir fyrir flokksforystuna ef sá hópur ætlar að brjóta odd af oflæti sínu og fara ekki í fússi. Þá má einnig túlka niðurstöður prófkjöranna þannig að um flokkinn hafi farið einskonar kvenfrelsisbylgja en konur innan flokksins brugðust einmitt mjög hart við ummælum Haralds um að hann myndi hætta ef hann væri ekki oddviti og túlkuðu það sem hótun. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Haraldur segist reka öðruvísi pólitík en Þórdís Kolbrún Haraldur Benediktsson er þungt hugsi þessa dagana yfir því hvort hann þiggi annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, en í því hafnaði hann í prófkjöri flokksins um helgina. 22. júní 2021 13:00 Þórdís þakklát fyrir traustið og Haraldur hvattur til að þiggja sætið „Þetta er afgerandi traust og yfirlýsingu frá fólkinu í kjördæminu. Ég er auðvitað afskaplega þakklát fyrir það,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sem bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. „Þetta er breiður stuðningur og mikill, sem ég fann alveg fyrir en samt leyfði ég mér að dreyma um svona niðurstöðu en þorði ekki að búast við henni.“ 20. júní 2021 18:30 „Getur Haraldur Benediktsson ekki keppt við konu án hótana?“ Yfirlýsingar Haralds Benediktssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í dag hafa vægast sagt farið öfugt ofan í margar samflokkskonur hans. 15. júní 2021 22:40 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Haraldur Benediktsson sagði í prófkjörsbaráttu að ef hann myndi ekki hreppa oddvitasætið myndi hann segja þetta gott. Sú varð reyndin, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir lagði hann næsta léttilega í prófkjöri flokksins í Norðvesturkjördæmi. En í kjölfarið komu vöflur á Harald, að hann hafi nú kannski ekki sagt þetta og nú vill Brynjar leggja sitt af mörkum til að losa hann úr klípunni. Mikill fögnuður braust út á síðu Brynjars í gær þegar fyrir lá að hann ætlaði sér að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins og í gamansamri Facebook-færslu sem Brynjar birti nú í morgun segir Brynjar að Haraldur sé undir feldi, líkt og hann sjálfur var, en það sé minkafeldur í tilfelli Haralds. Kraftmikill dugnaðarforkur „Þótt ég skilji mjög vel afstöðu Haraldar vil ég hvetja hann til þess að taka sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvestur kjördæmi,“ segir Brynjar og tekur svo til við að tíunda kosti Haralds. Þeir hafi nú starfað saman á þingi í átta ár og fullyrða megi að hann sé einhver öflugasti þingmaður þjóðarinnar. „Þótt hann sé miðaldra karl og bóndi að auki. Hann er kraftmikill dugnaðarforkur sem hefur leitt mörg að mestu framfararmálum síðustu ára, ekki bara í eigin kjördæmi heldur um landið allt. Vandamálið með Harald er að hann er full hógvær og tranar sér ekki nægilega fram.“ Og þá telur Brynjar vert taka af öll tvímæli um að Haraldur sé leiðindaskarfur, því það er hann ekki. „Þótt Haraldur sé nú um stundir formaður fýlupúkafélagsins er hann bráðskemmtilegur maður og fyndinn á sinn lúmska hátt. Það er engin hætta á að hann drepi mann úr leiðindum.“ Íhaldsöflin vilja nú brjóta odd af oflæti sínu Brynjar, sem fær mikil og jákvæð viðbrögð við þessari hvatningu sinni til Haralds, að hann fari nú ekki að heiman, segir að á þing þurfi að vera fleiri sem hafi víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og hafi notið trausts til ýmissa mikilvægra trúnaðarstarfa. „Nóg er af þingmönnum sem varla hafa verið þátttakendur í atvinnulífinu og aldrei séð VASK skýrslu hvað þá fyllt slíka skýrslu út. Ég veit að Soffía frænka vill að Haraldur haldi áfram í stjórnmálum og ég veit líka að hann vill ekki fá hana í heimsókn á Vestri-Reyni með sópinn.“ Meta má það svo að íhaldssöm öfl hafi orðið undir í Sjálfstæðisflokknum og óttast ýmsir að þau muni leita til Miðflokksins. Þannig hlýtur það að vera léttir fyrir flokksforystuna ef sá hópur ætlar að brjóta odd af oflæti sínu og fara ekki í fússi. Þá má einnig túlka niðurstöður prófkjöranna þannig að um flokkinn hafi farið einskonar kvenfrelsisbylgja en konur innan flokksins brugðust einmitt mjög hart við ummælum Haralds um að hann myndi hætta ef hann væri ekki oddviti og túlkuðu það sem hótun.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Haraldur segist reka öðruvísi pólitík en Þórdís Kolbrún Haraldur Benediktsson er þungt hugsi þessa dagana yfir því hvort hann þiggi annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, en í því hafnaði hann í prófkjöri flokksins um helgina. 22. júní 2021 13:00 Þórdís þakklát fyrir traustið og Haraldur hvattur til að þiggja sætið „Þetta er afgerandi traust og yfirlýsingu frá fólkinu í kjördæminu. Ég er auðvitað afskaplega þakklát fyrir það,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sem bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. „Þetta er breiður stuðningur og mikill, sem ég fann alveg fyrir en samt leyfði ég mér að dreyma um svona niðurstöðu en þorði ekki að búast við henni.“ 20. júní 2021 18:30 „Getur Haraldur Benediktsson ekki keppt við konu án hótana?“ Yfirlýsingar Haralds Benediktssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í dag hafa vægast sagt farið öfugt ofan í margar samflokkskonur hans. 15. júní 2021 22:40 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Haraldur segist reka öðruvísi pólitík en Þórdís Kolbrún Haraldur Benediktsson er þungt hugsi þessa dagana yfir því hvort hann þiggi annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, en í því hafnaði hann í prófkjöri flokksins um helgina. 22. júní 2021 13:00
Þórdís þakklát fyrir traustið og Haraldur hvattur til að þiggja sætið „Þetta er afgerandi traust og yfirlýsingu frá fólkinu í kjördæminu. Ég er auðvitað afskaplega þakklát fyrir það,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sem bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. „Þetta er breiður stuðningur og mikill, sem ég fann alveg fyrir en samt leyfði ég mér að dreyma um svona niðurstöðu en þorði ekki að búast við henni.“ 20. júní 2021 18:30
„Getur Haraldur Benediktsson ekki keppt við konu án hótana?“ Yfirlýsingar Haralds Benediktssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í dag hafa vægast sagt farið öfugt ofan í margar samflokkskonur hans. 15. júní 2021 22:40