Mikilvægt að lögregla svari fyrir vinnubrögð í Ásmundarsalarmálinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. júní 2021 13:45 Dr. Margrét Valdimarsdóttir, afbrotafræðingur og lektor í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri, segir málið geta rýrt traust til lögreglu. Vísir/Vilhelm Lektor í lögreglufræðum segir mikilvægt að svarað verði fyrir það hvort og af hverju átt hafi verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem voru á vettvangi í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Nefnd um eftirlit með störf lögreglu telur að háttsemi tveggja lögreglumanna, sem komu að svokölluðu Ásmundarsalarmáli, þar sem fjármálaráðherra var viðstaddur Þorláksmessusamkvæmi hvar sóttvarnareglur voru sagðar brotnar, hafi verið ámælisverð. Samkvæmt nefndinni var mikill dráttur á afhendingu upptaka úr búkmyndavélum lögreglumannanna til nefndarinnar. Þá virðist sem átt hafi verið við upptökurnar að hluta. Margrét Valdimarsdóttir, lektor í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri, segir málið geta rýrt traust til lögreglunnar. „Ég veit ekki hvort að það sé eitthvað óeðlilegt þarna, hvernig þetta fór fram. En það verður að liggja fyrir vegna þess að öll þessi óvissa, getur lögregla átt við þessar upptökur úr búkmyndavélum, er einhver þriðji aðili sem á að halda utan um þetta? Þetta þarf bara að liggja fyrir,“ segir Margrét. Þá telur nefndin að vísbendingar séu uppi um að fréttatilkynning sem lögreglan sendi frá sér á aðfangadagsmorgun hafi verið efnislega röng. Í tilkynningunni, sem berst fjölmiðlum daglega undir heitinu Dagbók lögreglu, kom fram að ráðherra í ríkisstjórn Íslands, sem reyndist síðan vera Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, hefði verið meðal gesta í fjörutíu til fimmtíu manna samkvæmi í sal í miðbænum kvöldið áður. Margrét telur óheppilegt í hvaða farveg málið er nú komið og sú mikla óvissa sem skapast hefur í kjölfarið. „Ég tel að það sé mjög mikilvægt að það sé svarað fyrir það núna, hvers vegna það vantaði, ekki bara fyrir það að það hafi mögulega verið átt við þessar upptökur. Það þarf að svara fyrir það hvers vegna dagbókarfærsla lögreglu var efnislega röng, hvers vegna það dróst að afhenda nefndinni þessi gögn, og svo einmitt af hverju það vantaði upptökur í gögnin eða hvort það hafi verið átt við þau.“ Lögreglumál Lögreglan Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Nefnd um eftirlit með störf lögreglu telur að háttsemi tveggja lögreglumanna, sem komu að svokölluðu Ásmundarsalarmáli, þar sem fjármálaráðherra var viðstaddur Þorláksmessusamkvæmi hvar sóttvarnareglur voru sagðar brotnar, hafi verið ámælisverð. Samkvæmt nefndinni var mikill dráttur á afhendingu upptaka úr búkmyndavélum lögreglumannanna til nefndarinnar. Þá virðist sem átt hafi verið við upptökurnar að hluta. Margrét Valdimarsdóttir, lektor í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri, segir málið geta rýrt traust til lögreglunnar. „Ég veit ekki hvort að það sé eitthvað óeðlilegt þarna, hvernig þetta fór fram. En það verður að liggja fyrir vegna þess að öll þessi óvissa, getur lögregla átt við þessar upptökur úr búkmyndavélum, er einhver þriðji aðili sem á að halda utan um þetta? Þetta þarf bara að liggja fyrir,“ segir Margrét. Þá telur nefndin að vísbendingar séu uppi um að fréttatilkynning sem lögreglan sendi frá sér á aðfangadagsmorgun hafi verið efnislega röng. Í tilkynningunni, sem berst fjölmiðlum daglega undir heitinu Dagbók lögreglu, kom fram að ráðherra í ríkisstjórn Íslands, sem reyndist síðan vera Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, hefði verið meðal gesta í fjörutíu til fimmtíu manna samkvæmi í sal í miðbænum kvöldið áður. Margrét telur óheppilegt í hvaða farveg málið er nú komið og sú mikla óvissa sem skapast hefur í kjölfarið. „Ég tel að það sé mjög mikilvægt að það sé svarað fyrir það núna, hvers vegna það vantaði, ekki bara fyrir það að það hafi mögulega verið átt við þessar upptökur. Það þarf að svara fyrir það hvers vegna dagbókarfærsla lögreglu var efnislega röng, hvers vegna það dróst að afhenda nefndinni þessi gögn, og svo einmitt af hverju það vantaði upptökur í gögnin eða hvort það hafi verið átt við þau.“
Lögreglumál Lögreglan Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira