Fyrirtæki Trump hefur til morguns að forðast ákæru Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2021 23:30 Í New York er hægt að sækja fyrirtæki til saka. Saksóknarar virðast undirbúa ákærur á hendur fyrirtæki Donalds Trump. Vísir/EPA Saksóknarar í New York hafa gefið lögmönnum fyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, frest til morguns til að færa rök fyrir því að það ætti ekki að sæta ákæru vegna fjármála þess. Fjármálastjóri Trump-fyrirtækisins gæti einnig verið ákærður. Washington Post hefur eftir heimildum sínum að umdæmissaksóknari á Manhattan og dómsmálaráðherra New York-ríkis hafi gefið Trump-fyrirtækinu fram á seinni partinn á morgun til að sannfæra saksóknara um að gefa ekki út ákæru. Embættin hafa hvort um sig rannsakað fyrirtækið undanfarin tvö ár en sameinuðu nýlega krafta sína. Rannsóknir þeirra hafa meðal annars beinst að því hvort að fyrirtækið hafi notaði villandi upplýsingar um verðmæti eigna sinna til að blekkja lánveitendur og skattayfirvöld og hvort að skattar hafi verið greiddir af hlunnindum sem æðstu stjórnendur fyrirtækisins fengu. Í New York ríki er hægt að sækja fyrirtæki sem slík til saka. Auk Trump-fyrirtækisins sjálfs gæti Allen Weisselberg, fjármálastjóri þess til fjölda ára, sætt ákæru. Saksóknarar reyndu að fá hann til þess að aðstoða sig við rannsóknina en hann hafnað því að gera samning við þá. Bandaríska blaðið segir að þó að fresturinn sem saksóknararnir hafi gefið sé sterkasta vísbendingin um að ákærur gætu verið í farvatninu sé enn mögulegt að málin verði látin niður falla. Trump hefur sjálfur ítrekað lýst rannsóknunum sem pólitískum nornaveiðum. Hann á fyrirtækið ennþá í gegnum sjóð sem synir hans og Weisselberg stýra. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Fyrirtæki Trump gæti verið sótt til saka Embætti umdæmissaksóknari á Manhattan hefur tilkynnt fyrirtæki Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að það íhugi nú að ákæra það vegna hlunninda sem það veitti æðstu stjórnendum þess. Ákærur gætu jafnvel verið gefnar út á næstu dögum. 25. júní 2021 23:47 Saksóknarar í New York taka höndum saman gegn fyrirtæki Trumps Rannsókn saksóknara í New York á fyrirtæki Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, er nú orðin glæparannsókn. Þeir vinna nú með ríkissaksóknunum í Manhattan en í meira en ár hafa bæði embætti unnið að mismunandi rannsóknum á viðskiptum forsetans fyrrverandi og hafa þær nú verið sameinaðar. 19. maí 2021 09:42 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Washington Post hefur eftir heimildum sínum að umdæmissaksóknari á Manhattan og dómsmálaráðherra New York-ríkis hafi gefið Trump-fyrirtækinu fram á seinni partinn á morgun til að sannfæra saksóknara um að gefa ekki út ákæru. Embættin hafa hvort um sig rannsakað fyrirtækið undanfarin tvö ár en sameinuðu nýlega krafta sína. Rannsóknir þeirra hafa meðal annars beinst að því hvort að fyrirtækið hafi notaði villandi upplýsingar um verðmæti eigna sinna til að blekkja lánveitendur og skattayfirvöld og hvort að skattar hafi verið greiddir af hlunnindum sem æðstu stjórnendur fyrirtækisins fengu. Í New York ríki er hægt að sækja fyrirtæki sem slík til saka. Auk Trump-fyrirtækisins sjálfs gæti Allen Weisselberg, fjármálastjóri þess til fjölda ára, sætt ákæru. Saksóknarar reyndu að fá hann til þess að aðstoða sig við rannsóknina en hann hafnað því að gera samning við þá. Bandaríska blaðið segir að þó að fresturinn sem saksóknararnir hafi gefið sé sterkasta vísbendingin um að ákærur gætu verið í farvatninu sé enn mögulegt að málin verði látin niður falla. Trump hefur sjálfur ítrekað lýst rannsóknunum sem pólitískum nornaveiðum. Hann á fyrirtækið ennþá í gegnum sjóð sem synir hans og Weisselberg stýra.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Fyrirtæki Trump gæti verið sótt til saka Embætti umdæmissaksóknari á Manhattan hefur tilkynnt fyrirtæki Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að það íhugi nú að ákæra það vegna hlunninda sem það veitti æðstu stjórnendum þess. Ákærur gætu jafnvel verið gefnar út á næstu dögum. 25. júní 2021 23:47 Saksóknarar í New York taka höndum saman gegn fyrirtæki Trumps Rannsókn saksóknara í New York á fyrirtæki Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, er nú orðin glæparannsókn. Þeir vinna nú með ríkissaksóknunum í Manhattan en í meira en ár hafa bæði embætti unnið að mismunandi rannsóknum á viðskiptum forsetans fyrrverandi og hafa þær nú verið sameinaðar. 19. maí 2021 09:42 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Fyrirtæki Trump gæti verið sótt til saka Embætti umdæmissaksóknari á Manhattan hefur tilkynnt fyrirtæki Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að það íhugi nú að ákæra það vegna hlunninda sem það veitti æðstu stjórnendum þess. Ákærur gætu jafnvel verið gefnar út á næstu dögum. 25. júní 2021 23:47
Saksóknarar í New York taka höndum saman gegn fyrirtæki Trumps Rannsókn saksóknara í New York á fyrirtæki Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, er nú orðin glæparannsókn. Þeir vinna nú með ríkissaksóknunum í Manhattan en í meira en ár hafa bæði embætti unnið að mismunandi rannsóknum á viðskiptum forsetans fyrrverandi og hafa þær nú verið sameinaðar. 19. maí 2021 09:42