Taugalífræðingur frá Harvard hljóp sig inn í Ólympíulið Bandaríkjanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2021 12:30 Gabby Thomas fagnar sigri í 200 metra hlaupinu mikilvæga um helgina. AP/Ashley Landis Hún er búin að klára Harvard skólann, er í masternámi og næst á dagskrá er að vinna Ólympíugull í Tókýó eftir 36 daga. Gabrielle Thomas eða Gabby Thomas eins og flestir þekkja hana náði sögulegu hlaupi í úrtökumóti fyrir Ólympíuleikanna um helgina. Það hefur bara ein kona hlaupið 200 metra hlaup hraðar en Gabby Thomas gerði og það er heimsmethafinn Florence Griffith Joyner. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Gabby Thomas hljóp tvö hundruð metrana á á 21,61 sekúndu sem er þriðji besti tími sögunnar. Florence Griffith Joyner, FloJo, á tvo bestu tíma sögunnar sem báðir komu á Ólympíuleikunum í Seoul 1988, FloJo kom þá í mark á 21,56 sekúndum í undanúrslitum og á 21,34 sekúndum í úrslitaleiknum. Hin 24 ára gamla Gabby Thomas er svo sannarlega að blómstra þessa dagana innan og utan íþróttanna. Hún er í masternámi í faraldsfræði í University of Texas eftir að hafa útskrifast sem taugalífræðingur úr Harvard vorið 2019. View this post on Instagram A post shared by Gabrielle Thomas (@gabbythomas) Thomas hefur samt gengið í gegnum ýmislegt á síðustu mánuðum því læknar fundu æxli hjá henni fyrr á árinu. Sem betur fer reyndist það ekki vera illkynja. „Ég hafði áhyggjur af því að ég væri ekki á réttum stað andlega vitandi það að ég gæti verið með krabbamein. Sem betur fer þá fundu þeir það út að það væri góðkynja rétt áður en ég lagði í hann. Ég kom því hingað með hreinan huga og góða einbeitingu,“ sagði Gabrielle Thomas. „Ég man eftir því að ég sagði við guð: Ef ég er heilbrigð þá ætla ég að vinna úrtökumótið. Ef þetta er ekki krabbamein þá ætla ég að vinna. Það var einmitt það sem ég gerði,“ sagði Thomas. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Fleiri fréttir Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Giftu sig i miðjum hafnaboltaleik en þurftu að vera mjög fljót að því Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dagskráin: Besta deild kvenna og baráttan um Meistaradeildarsæti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Sjá meira
Gabrielle Thomas eða Gabby Thomas eins og flestir þekkja hana náði sögulegu hlaupi í úrtökumóti fyrir Ólympíuleikanna um helgina. Það hefur bara ein kona hlaupið 200 metra hlaup hraðar en Gabby Thomas gerði og það er heimsmethafinn Florence Griffith Joyner. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Gabby Thomas hljóp tvö hundruð metrana á á 21,61 sekúndu sem er þriðji besti tími sögunnar. Florence Griffith Joyner, FloJo, á tvo bestu tíma sögunnar sem báðir komu á Ólympíuleikunum í Seoul 1988, FloJo kom þá í mark á 21,56 sekúndum í undanúrslitum og á 21,34 sekúndum í úrslitaleiknum. Hin 24 ára gamla Gabby Thomas er svo sannarlega að blómstra þessa dagana innan og utan íþróttanna. Hún er í masternámi í faraldsfræði í University of Texas eftir að hafa útskrifast sem taugalífræðingur úr Harvard vorið 2019. View this post on Instagram A post shared by Gabrielle Thomas (@gabbythomas) Thomas hefur samt gengið í gegnum ýmislegt á síðustu mánuðum því læknar fundu æxli hjá henni fyrr á árinu. Sem betur fer reyndist það ekki vera illkynja. „Ég hafði áhyggjur af því að ég væri ekki á réttum stað andlega vitandi það að ég gæti verið með krabbamein. Sem betur fer þá fundu þeir það út að það væri góðkynja rétt áður en ég lagði í hann. Ég kom því hingað með hreinan huga og góða einbeitingu,“ sagði Gabrielle Thomas. „Ég man eftir því að ég sagði við guð: Ef ég er heilbrigð þá ætla ég að vinna úrtökumótið. Ef þetta er ekki krabbamein þá ætla ég að vinna. Það var einmitt það sem ég gerði,“ sagði Thomas.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Fleiri fréttir Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Giftu sig i miðjum hafnaboltaleik en þurftu að vera mjög fljót að því Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dagskráin: Besta deild kvenna og baráttan um Meistaradeildarsæti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Sjá meira