Bjarni Ben hvatti íþróttafélög til að horfa á ný til Balkanskaga Sindri Sverrisson skrifar 29. júní 2021 14:00 Luka Modric og félagar kvöddu EM í gær eftir hetjulega baráttu gegn Spánverjum. EPA-EFE/Friedemann Vogel Hin magnaða íþróttaþjóð sem Króatar eru var til umræðu í þættinum EM í dag á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og þingmaðurinn Willum Þór Þórsson voru gestir. Bjarni kallaði eftir því að íslensk íþróttafélög horfðu meira til Balkanskaga eftir leikmönnum. Bjarni og Willum, sem báðir eru fyrrverandi knattspyrnumenn, voru gestir Helenu Ólafsdóttur og Gumma Ben á degi sem margir virðast telja besta dag í sögu Evrópumótsins. Fjórmenningarnir fóru yfir þá taumlausu skemmtun sem sigrar Sviss gegn Frakklandi og Spánar gegn Króatíu voru, og stöldruðu meðal annars við lið Króata. „Ég held að þeir hafi bara á íþróttamennskunni náð að koma til baka,“ sagði Willum um það hvernig króatíska liðinu tókst að jafna metin gegn Spáni þrátt fyrir að vera 3-1 undir þegar tíu mínútur voru eftir. Klippa: EM í dag: Willum og Bjarni Ben Gummi spurði Bjarna út í þetta og sagði: „Þetta er ótrúleg íþróttaþjóð.“ „Alveg mögnuð,“ tók Bjarni undir. „Ég sat nú með félaga mínum og við vorum að fara yfir þetta. Hann skrapp tvisvar fram í ísskáp og í bæði skiptin komu mörk. Það mátti varla standa upp frá skjánum,“ sagði Bjarni léttur. „Við vorum byrjaðir að tala um það af hverju við fáum ekki oftar inn í íslenska boltann íþróttamenn af þessu svæði, eins og við vorum með upp úr átökunum þarna á skaganum,“ sagði Bjarni og vísaði til borgarastyrjaldarinnar í Júgóslavíu árin 1991–1995. Á meðal knattspyrnumanna af Balkanskaganum sem komu og sett hafa sterkan svip á íslenskan fótbolta, sem leikmenn og þjálfarar, má nefna Luka Kostic, Zoran Miljkovic, Sinisa Kekic, Milan Stefán Jankovic, Salih Heimi Porca, Mihajlo Bibercic, Ejub Purisevic, Hajrudin Cardaklija og fleiri. Meira hefur verið horft til Danmerkur og annarra landa undanfarin ár en Bjarni vill að sjónum verði aftur beint til Balkanskagans: „Í kringum 1990 komu margir frábærir leikmenn frá þessu svæði Evrópu, sem sumir enduðu í íslenska landsliðinu. Leikmenn hafa verið að koma annars staðar frá síðasta áratuginn,“ sagði Bjarni en innslagið má sjá hér að ofan. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Sjá meira
Bjarni og Willum, sem báðir eru fyrrverandi knattspyrnumenn, voru gestir Helenu Ólafsdóttur og Gumma Ben á degi sem margir virðast telja besta dag í sögu Evrópumótsins. Fjórmenningarnir fóru yfir þá taumlausu skemmtun sem sigrar Sviss gegn Frakklandi og Spánar gegn Króatíu voru, og stöldruðu meðal annars við lið Króata. „Ég held að þeir hafi bara á íþróttamennskunni náð að koma til baka,“ sagði Willum um það hvernig króatíska liðinu tókst að jafna metin gegn Spáni þrátt fyrir að vera 3-1 undir þegar tíu mínútur voru eftir. Klippa: EM í dag: Willum og Bjarni Ben Gummi spurði Bjarna út í þetta og sagði: „Þetta er ótrúleg íþróttaþjóð.“ „Alveg mögnuð,“ tók Bjarni undir. „Ég sat nú með félaga mínum og við vorum að fara yfir þetta. Hann skrapp tvisvar fram í ísskáp og í bæði skiptin komu mörk. Það mátti varla standa upp frá skjánum,“ sagði Bjarni léttur. „Við vorum byrjaðir að tala um það af hverju við fáum ekki oftar inn í íslenska boltann íþróttamenn af þessu svæði, eins og við vorum með upp úr átökunum þarna á skaganum,“ sagði Bjarni og vísaði til borgarastyrjaldarinnar í Júgóslavíu árin 1991–1995. Á meðal knattspyrnumanna af Balkanskaganum sem komu og sett hafa sterkan svip á íslenskan fótbolta, sem leikmenn og þjálfarar, má nefna Luka Kostic, Zoran Miljkovic, Sinisa Kekic, Milan Stefán Jankovic, Salih Heimi Porca, Mihajlo Bibercic, Ejub Purisevic, Hajrudin Cardaklija og fleiri. Meira hefur verið horft til Danmerkur og annarra landa undanfarin ár en Bjarni vill að sjónum verði aftur beint til Balkanskagans: „Í kringum 1990 komu margir frábærir leikmenn frá þessu svæði Evrópu, sem sumir enduðu í íslenska landsliðinu. Leikmenn hafa verið að koma annars staðar frá síðasta áratuginn,“ sagði Bjarni en innslagið má sjá hér að ofan.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Sjá meira