Holland vann sinn riðil á EM og fékk þar fullt hús stiga en liðið komst ekki yfir fyrstu hindrun í útsláttarkeppninni heldur tapaði þar 2-0 fyrir Tékklandi í 16-liða úrslitum.
Frank de Boer steps down immediately as coach of the Dutch national team.
— OnsOranje (@OnsOranje) June 29, 2021
Thank you @FdeBoerofficial for all your efforts. We wish you all the best. https://t.co/izIGRxGjwu
Í tilkynningu á vef hollenska sambandsins segir að De Boer hafi sjálfur tilkynnt að hann vildi ekki halda áfram með landsliðið en það hafi verið í samræmi við samning hans sem kvað á um að Holland þyrfti að komast í 8-liða úrslit á EM.
De Boer tók við Hollandi af Ronald Koeman í fyrra og stýrði liðinu því aðeins í níu mánuði.