Rafrettuframleiðandi borgar sig frá málsókn Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2021 15:48 Juul hefur verið sakað um að virða að vettugi vísbendingar um að unglingar verði háðir nikótíni í rafrettum þess. AP/Brynn Anderson Bandaríski rafrettuframleiðandinn Juul hefur fallist á að greiða 40 milljónir dollara í dómsátt vegna málsóknar yfirvalda í Norður-Karólínu sem saka fyrirtækið um að stuðla að nikótínfíkn ungmenna. Fleiri slík mál eru í farvatninu. Tilkynnt var um sáttina í gærmorgun. Samkvæmt henni greiðir Juul jafnvirði rétt tæpra fimm milljarða íslenskra króna en gengst ekki við neinni ábyrgð á þeim sökum sem norðurkarólínsk yfirvöld báru á það. Sáttargreiðslan verður notuð til að fjármagna námskeið til að venja fólk af rafrettum, koma í veg fyrir rafrettureykingar og rannsóknir á áhrifum þeirra. Rafrettur hafa átt mikilla vinsælda að fagna á meðal unglinga og ungs fólks sem hafði ekki reykt hefðbundna vindlinga áður. Yfirmaður lyfjaeftirlitsstofnunar Bandaríkjanna (FDA) lýsti útbreiðslunni sem „faraldri“ rafrettureykinga hjá unglingum árið 2018. Stofnunin hefur nú til athugunar hvort að rafrettur eigi að halda markaðsleyfi. Sátt Juul við yfirvöld í Norður-Karólínu felur einnig í sér að rafrettur þess verða ekki lengur sýnilegar í verslunum og þriðji aðili þurfi að staðfesta raunverulegan aldur viðskiptavina sem kaupa vörur þess á netinu. Fyrirtækið þarf meðal annars að senda þúsund unga viðskiptavini til að vara í verslanir og kanna hvort að rafrettur séu seldar fólki sem hefur ekki aldur til þess á hverju ári. Fyrirtækið má ekki nota fyrirsætur í auglýsingar sem eru yngri en 35 ára og auglýsingarnar mega ekki birtast nærri skólum. Juul á yfir höfði sér holskeflu sambærilegra málsókna. New York Times segir að þrettán ríki, þar á meðal Kaliforníu, New York og Massachusetts, saki fyrirtækið um að gera ungmenni háð nikótíni. Borgar- sýslu- og skólayfirvöld hafa að auki lagt fram hátt í tvö þúsund stefnur gegn fyrirtækinu víðsvegar um Bandaríkin. Hópur 39 dómsmálaráðherra einstakra ríkja hafa unnið saman að rannsókn á markaðssetningu og viðskiptaháttum Juul síðasta árið. Sömu krabbameinsvaldandi efni og eru í hefðbundnum vindlingum er ekki að finna í rafrettum og voru þær í fyrstu taldar tiltölulega skaðlítill valkostur við þá. Í seinni tíð hafa vísindamenn og lýðheilsusérfræðingar lýst áhyggjum af áhrifum nikótíns á þroska og heilsu ungmenna og að fíkn í efnið gæti leitt ungmenni út í að reykja hefðbundnar sígarettur. Bandaríkin Rafrettur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Rafrettuframleiðandi sakaður um að herja á börn Einn helsti rafrettuframleiðandi heims hélt úti verkefnum sem beindust að börnum og ungmennum í skólum og sumarbúðum. 26. júlí 2019 08:26 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Tilkynnt var um sáttina í gærmorgun. Samkvæmt henni greiðir Juul jafnvirði rétt tæpra fimm milljarða íslenskra króna en gengst ekki við neinni ábyrgð á þeim sökum sem norðurkarólínsk yfirvöld báru á það. Sáttargreiðslan verður notuð til að fjármagna námskeið til að venja fólk af rafrettum, koma í veg fyrir rafrettureykingar og rannsóknir á áhrifum þeirra. Rafrettur hafa átt mikilla vinsælda að fagna á meðal unglinga og ungs fólks sem hafði ekki reykt hefðbundna vindlinga áður. Yfirmaður lyfjaeftirlitsstofnunar Bandaríkjanna (FDA) lýsti útbreiðslunni sem „faraldri“ rafrettureykinga hjá unglingum árið 2018. Stofnunin hefur nú til athugunar hvort að rafrettur eigi að halda markaðsleyfi. Sátt Juul við yfirvöld í Norður-Karólínu felur einnig í sér að rafrettur þess verða ekki lengur sýnilegar í verslunum og þriðji aðili þurfi að staðfesta raunverulegan aldur viðskiptavina sem kaupa vörur þess á netinu. Fyrirtækið þarf meðal annars að senda þúsund unga viðskiptavini til að vara í verslanir og kanna hvort að rafrettur séu seldar fólki sem hefur ekki aldur til þess á hverju ári. Fyrirtækið má ekki nota fyrirsætur í auglýsingar sem eru yngri en 35 ára og auglýsingarnar mega ekki birtast nærri skólum. Juul á yfir höfði sér holskeflu sambærilegra málsókna. New York Times segir að þrettán ríki, þar á meðal Kaliforníu, New York og Massachusetts, saki fyrirtækið um að gera ungmenni háð nikótíni. Borgar- sýslu- og skólayfirvöld hafa að auki lagt fram hátt í tvö þúsund stefnur gegn fyrirtækinu víðsvegar um Bandaríkin. Hópur 39 dómsmálaráðherra einstakra ríkja hafa unnið saman að rannsókn á markaðssetningu og viðskiptaháttum Juul síðasta árið. Sömu krabbameinsvaldandi efni og eru í hefðbundnum vindlingum er ekki að finna í rafrettum og voru þær í fyrstu taldar tiltölulega skaðlítill valkostur við þá. Í seinni tíð hafa vísindamenn og lýðheilsusérfræðingar lýst áhyggjum af áhrifum nikótíns á þroska og heilsu ungmenna og að fíkn í efnið gæti leitt ungmenni út í að reykja hefðbundnar sígarettur.
Bandaríkin Rafrettur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Rafrettuframleiðandi sakaður um að herja á börn Einn helsti rafrettuframleiðandi heims hélt úti verkefnum sem beindust að börnum og ungmennum í skólum og sumarbúðum. 26. júlí 2019 08:26 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Rafrettuframleiðandi sakaður um að herja á börn Einn helsti rafrettuframleiðandi heims hélt úti verkefnum sem beindust að börnum og ungmennum í skólum og sumarbúðum. 26. júlí 2019 08:26