Segir Marek sitja heilan heilsu inni á geðdeild Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. júní 2021 19:00 Lögmaður mannsins sem dæmdur var til að sæta öryggisvistun vegna brunans á Bræðraborgarstíg síðasta sumar segir hann sæta ómannúðlegri meðferð á réttargeðdeild. Sótt hefur verið um leyfi til að áfrýja dómi héraðsdóms til Landsréttar. Þann 3. júní kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp dóm þar sem Marek Moszczynski, pólskur maður á sjötugsaldri, var sýknaður af kröfu um refsingu fyrir að hafa orðið þremur að bana í bruna á Bræðraborgarstíg í júní í fyrra. Marek var metinn ósakhæfur og gert að sæta öryggisvistun. „Við höfum sótt um leyfi til að áfrýja málinu til Landsréttar. Þar sem hann var ekki dæmdur til refsingar heldur á öryggisgeðdeild þá þarf að sækja um formlegt leyfi til að áfrýja málinu,“ segir Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður Marek. Þeir hafi ekki verið sáttir með niðurstöðu héraðsdóms. „Það eru atriði þarna í þessu sem við teljum að hafi ekki verið fullrannsökuð og rétt að fá frekara álit á og skoðun þeirra sem betur til þekkja, sérfræðinga.“ Stefán Karl Kristjánsson lögmaður hefur sótt um leyfi til að áfrýja málinu til Landsréttar.VÍSIR/SIGURJÓN Nokkrum dögum fyrir daginn örlagaríka hafi Marek verið á spítala með magasár og tekið ákveðin lyf. Stefán segir að geðtruflanir séu meðal hugsanlegra aukaverkana af lyfjunum sem Marek hafði tekið á spítalanum. Þetta hafi ekki verið rannsakað sérstaklega undir rekstri málsins. „Ef þetta var manía af völdum lyfja þá hefði það væntanlega þýtt að ástandið sem slíkt var ekki varanlegt heldur tímabundið og þá hefði hann ekki þurft að vistast á geðdeild,“ segir Stefán Karl. Marek fái hvorki meðferð né lyf Marek dvaldi í fangelsinu á Hólmsheiði í um eitt ár þar til dómur féll og hefur verið á Kleppi síðan. „Og staðan er einfaldlega sú í dag að hann er ekki í neinni lyfjameðferð, hann er ekki í neinni meðferð, hann situr í rauninni bara heill heilsu inni á geðdeild og þetta er í mínum huga ekki neitt annað en ómannúðleg meðferð og bara fangelsisrefsing,“ segir Stefán Karl. „Það er algjörlega ljóst í mínum huga að þarna er maður sem var alvarlega veikur, veikindaástæðan sem hrjáði hann er ekki fyrir hendi lengur, hann er vistaður inni á sjúkrastofnun fyrir alvarlega veika einstaklinga án þess að honum sé veitt nein meðferð. Bara með því að segja þetta upphátt áttar maður sig á því hversu vitlaust þetta er,“ segir Stefán Karl. Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Lögreglumál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Þann 3. júní kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp dóm þar sem Marek Moszczynski, pólskur maður á sjötugsaldri, var sýknaður af kröfu um refsingu fyrir að hafa orðið þremur að bana í bruna á Bræðraborgarstíg í júní í fyrra. Marek var metinn ósakhæfur og gert að sæta öryggisvistun. „Við höfum sótt um leyfi til að áfrýja málinu til Landsréttar. Þar sem hann var ekki dæmdur til refsingar heldur á öryggisgeðdeild þá þarf að sækja um formlegt leyfi til að áfrýja málinu,“ segir Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður Marek. Þeir hafi ekki verið sáttir með niðurstöðu héraðsdóms. „Það eru atriði þarna í þessu sem við teljum að hafi ekki verið fullrannsökuð og rétt að fá frekara álit á og skoðun þeirra sem betur til þekkja, sérfræðinga.“ Stefán Karl Kristjánsson lögmaður hefur sótt um leyfi til að áfrýja málinu til Landsréttar.VÍSIR/SIGURJÓN Nokkrum dögum fyrir daginn örlagaríka hafi Marek verið á spítala með magasár og tekið ákveðin lyf. Stefán segir að geðtruflanir séu meðal hugsanlegra aukaverkana af lyfjunum sem Marek hafði tekið á spítalanum. Þetta hafi ekki verið rannsakað sérstaklega undir rekstri málsins. „Ef þetta var manía af völdum lyfja þá hefði það væntanlega þýtt að ástandið sem slíkt var ekki varanlegt heldur tímabundið og þá hefði hann ekki þurft að vistast á geðdeild,“ segir Stefán Karl. Marek fái hvorki meðferð né lyf Marek dvaldi í fangelsinu á Hólmsheiði í um eitt ár þar til dómur féll og hefur verið á Kleppi síðan. „Og staðan er einfaldlega sú í dag að hann er ekki í neinni lyfjameðferð, hann er ekki í neinni meðferð, hann situr í rauninni bara heill heilsu inni á geðdeild og þetta er í mínum huga ekki neitt annað en ómannúðleg meðferð og bara fangelsisrefsing,“ segir Stefán Karl. „Það er algjörlega ljóst í mínum huga að þarna er maður sem var alvarlega veikur, veikindaástæðan sem hrjáði hann er ekki fyrir hendi lengur, hann er vistaður inni á sjúkrastofnun fyrir alvarlega veika einstaklinga án þess að honum sé veitt nein meðferð. Bara með því að segja þetta upphátt áttar maður sig á því hversu vitlaust þetta er,“ segir Stefán Karl.
Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Lögreglumál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira