Oleksandr Zinchenko kom Úkraínu yfir á 27. mínútu en stundarfjórðungi síðar jafnaði Emil Forsberg.
Svíar skutu tvívegis í tréverkið í síðari hálfleik og Úkraínumenn einu sinni en inn vildi boltinn ekki.
In 2006, Andriy Shevchenko captained #UKR to their first ever World Cup quarter-final.
— Squawka Football (@Squawka) June 29, 2021
In #EURO2020, Andriy Shevchenko has just managed Ukraine to their first ever European Championship quarter-final.
What a moment. 😍 pic.twitter.com/1EhPkYEucd
Því þurfti að framlengja og þar urðu Svíar fyrir því óláni að missa mann af velli á 98. mínútu með beint rautt spjald.
Marcus Danielsson var þá sendur í bað eftir að Daniele Orsato, ítalski dómari leiksins, hafði kíkt í VAR skjáinn.
Allt stefndi í vítaspyrnukeppni en Artem Dovbyk skoraði sigurmarkið á 121. mínútu með góðum skalla eftir fyrirgjöf Zinchenko.
Markið skaut Úkraínu áfram þar sem þeir mæta Englendingum á laugardag í Róm.
Allt það helsta úr síðari leik dagsins má sjá hér að neðan.

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.