Vill orku Hvammsvirkjunar til að mæta markmiðum um orkuskipti Kristján Már Unnarsson skrifar 29. júní 2021 23:23 Hvammsvirkjun yrði fyrsta virkjunin í Þjórsá í byggð. Landsvirkjun Landsvirkjun hefur sótt um virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Virkjunin er í nýtingarflokki rammaáætlunar og vonast forstjórinn til að þokkaleg sátt geti náðst um hana. Hvammsvirkjun er áformuð neðan við bæinn Haga og sú fyrsta í Þjórsá í byggð. Núna hefur Landsvirkjun stigið ákveðið skref í þá átt að hefjast handa, - með umsókn um virkjunarleyfi til Orkustofnunar. „Raforkukerfið er að verða fullselt. Á sama tíma erum við að setja okkur mjög metnaðarfull markmið í orkuskiptum,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.Sigurjón Ólason „Þannig að við teljum að það sé margt sem bendir til þess að það þurfi að koma ný orka svona 2025 til 2026, ekki síðar, inn í kerfið. Og ef það á að vera hægt þurfum við að taka ákvörðun á næsta ári.“ Skortur á flutningslínum er meðal þess sem þrýstir á Hvammsvirkjun. „Eins og staðan er í orkukerfinu núna þá þarf næsti virkjanakostur að vera á Suðurlandi, út af miklum takmörkunum sem eru í flutningskerfinu. Það er í raun offramboð sem er í orku á Norðurlandi,“ segir Hörður. Þá hefði vindorka verið fyrsti valkostur. „Við höfðum bundið vonir við að eiga möguleika á vindorku á Þjórsársvæðinu. En það eru ákveðin vonbrigði hjá okkur að við höfum ekki fengið tilskilin leyfi til þess. Þannig að þá er í raun Hvammsvirkjun eini kosturinn sem við höfum í stöðunni núna.“ Inntakslón myndast ofan við stíflu Hvammsvirkjunar.Landsvirkjun Hvammsvirkjun yrði ríflega 90 megavött að stærð og áætlar Hörður að smíði hennar kosti milli 40 og 45 milljarða króna. Þá myndi virkjunin nýta bæði uppistöðulón og raflínur sem þegar eru til staðar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Engu að síður segir Hörður eðlilegt að slíkar stórframkvæmdir séu umdeildar. Farvegur Þjórsár lítur svona út í dag neðan við bæinn Haga.Landsvirkjun Svona mun svæðið líta út með lóninu sem myndast.Landsvirkjun „Og þær hafa áhrif í nærsamfélaginu. Það er alveg ljóst. En þarna erum við sem sagt mikið í manngerðu landslagi. Ekki uppi á hálendinu. Hálendið er viðkvæmara, eins og umræðan er í dag. Þannig að við bindum bara vonir við það að það náist þokkalega góð sátt, - ef og þegar verði tekin ákvörðun,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Hafa lagt inn umsókn um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar Landsvirkjun hefur lagt inn umsókn hjá Orkustofnun um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar, sem yrði þá neðsta aflstöðin á Þjórsársvæðinu. Virkjunarleyfi er forsenda þess að síðar verði hægt að óska eftir framkvæmdaleyfi. 29. júní 2021 09:50 Áhugasamir kaupendur grænnar orku knýja dyra hjá Landsvirkjun Landsvirkjun finnur fyrir stórauknum áhuga á raforkukaupum, meðal annars frá fjárfestum sem hyggja á græna eldsneytisframleiðslu. Forstjórinn segir þó enga ákvörðun liggja fyrir um smíði nýrra virkjana til að mæta eftirspurninni en lýsir vonbrigðum með leyfisferli vegna vindorku. 23. maí 2021 22:44 Hvammsvirkjun hafi neikvæð áhrif á landslag, útivist og ferðaþjónustu Í tilkynningu kemur fram að Skipulagsstofnun undirstriki mikilvægi þeirra mótvægisaðgerða sem Landsvirkjun hefur lagt til um að draga úr sjónrænum áhrifum framkvæmda við Hvammsvirkjun. 14. mars 2018 18:15 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Hvammsvirkjun er áformuð neðan við bæinn Haga og sú fyrsta í Þjórsá í byggð. Núna hefur Landsvirkjun stigið ákveðið skref í þá átt að hefjast handa, - með umsókn um virkjunarleyfi til Orkustofnunar. „Raforkukerfið er að verða fullselt. Á sama tíma erum við að setja okkur mjög metnaðarfull markmið í orkuskiptum,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.Sigurjón Ólason „Þannig að við teljum að það sé margt sem bendir til þess að það þurfi að koma ný orka svona 2025 til 2026, ekki síðar, inn í kerfið. Og ef það á að vera hægt þurfum við að taka ákvörðun á næsta ári.“ Skortur á flutningslínum er meðal þess sem þrýstir á Hvammsvirkjun. „Eins og staðan er í orkukerfinu núna þá þarf næsti virkjanakostur að vera á Suðurlandi, út af miklum takmörkunum sem eru í flutningskerfinu. Það er í raun offramboð sem er í orku á Norðurlandi,“ segir Hörður. Þá hefði vindorka verið fyrsti valkostur. „Við höfðum bundið vonir við að eiga möguleika á vindorku á Þjórsársvæðinu. En það eru ákveðin vonbrigði hjá okkur að við höfum ekki fengið tilskilin leyfi til þess. Þannig að þá er í raun Hvammsvirkjun eini kosturinn sem við höfum í stöðunni núna.“ Inntakslón myndast ofan við stíflu Hvammsvirkjunar.Landsvirkjun Hvammsvirkjun yrði ríflega 90 megavött að stærð og áætlar Hörður að smíði hennar kosti milli 40 og 45 milljarða króna. Þá myndi virkjunin nýta bæði uppistöðulón og raflínur sem þegar eru til staðar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Engu að síður segir Hörður eðlilegt að slíkar stórframkvæmdir séu umdeildar. Farvegur Þjórsár lítur svona út í dag neðan við bæinn Haga.Landsvirkjun Svona mun svæðið líta út með lóninu sem myndast.Landsvirkjun „Og þær hafa áhrif í nærsamfélaginu. Það er alveg ljóst. En þarna erum við sem sagt mikið í manngerðu landslagi. Ekki uppi á hálendinu. Hálendið er viðkvæmara, eins og umræðan er í dag. Þannig að við bindum bara vonir við það að það náist þokkalega góð sátt, - ef og þegar verði tekin ákvörðun,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Hafa lagt inn umsókn um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar Landsvirkjun hefur lagt inn umsókn hjá Orkustofnun um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar, sem yrði þá neðsta aflstöðin á Þjórsársvæðinu. Virkjunarleyfi er forsenda þess að síðar verði hægt að óska eftir framkvæmdaleyfi. 29. júní 2021 09:50 Áhugasamir kaupendur grænnar orku knýja dyra hjá Landsvirkjun Landsvirkjun finnur fyrir stórauknum áhuga á raforkukaupum, meðal annars frá fjárfestum sem hyggja á græna eldsneytisframleiðslu. Forstjórinn segir þó enga ákvörðun liggja fyrir um smíði nýrra virkjana til að mæta eftirspurninni en lýsir vonbrigðum með leyfisferli vegna vindorku. 23. maí 2021 22:44 Hvammsvirkjun hafi neikvæð áhrif á landslag, útivist og ferðaþjónustu Í tilkynningu kemur fram að Skipulagsstofnun undirstriki mikilvægi þeirra mótvægisaðgerða sem Landsvirkjun hefur lagt til um að draga úr sjónrænum áhrifum framkvæmda við Hvammsvirkjun. 14. mars 2018 18:15 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Hafa lagt inn umsókn um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar Landsvirkjun hefur lagt inn umsókn hjá Orkustofnun um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar, sem yrði þá neðsta aflstöðin á Þjórsársvæðinu. Virkjunarleyfi er forsenda þess að síðar verði hægt að óska eftir framkvæmdaleyfi. 29. júní 2021 09:50
Áhugasamir kaupendur grænnar orku knýja dyra hjá Landsvirkjun Landsvirkjun finnur fyrir stórauknum áhuga á raforkukaupum, meðal annars frá fjárfestum sem hyggja á græna eldsneytisframleiðslu. Forstjórinn segir þó enga ákvörðun liggja fyrir um smíði nýrra virkjana til að mæta eftirspurninni en lýsir vonbrigðum með leyfisferli vegna vindorku. 23. maí 2021 22:44
Hvammsvirkjun hafi neikvæð áhrif á landslag, útivist og ferðaþjónustu Í tilkynningu kemur fram að Skipulagsstofnun undirstriki mikilvægi þeirra mótvægisaðgerða sem Landsvirkjun hefur lagt til um að draga úr sjónrænum áhrifum framkvæmda við Hvammsvirkjun. 14. mars 2018 18:15