Fer fram á opinn nefndarfund um Ásmundarsalarmálið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júní 2021 09:23 Jón Þór Ólafsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vísir/Hanna Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþings, hefur lagt það til að nefndin taki fyrir nýlegan úrskurð nefndar um eftirlit með lögreglu sem snýr að Ásmundarsalarmálinu. Í tilkynningu frá Jóni Þór kemur fram að Jón Þór telji að kanna þurfi hvort úrskurðurinn, sem lýtur að samtali tveggja lögreglumanna á Þorláksmessu, standist lög og reglur. Jón Þór telur fréttaflutning af málinu gefa fullt tilefni til þess að nefndin taki úrskurð nefndarinnar fyrir á opnum fundi. Í tilkynningunni eru þá lagðar fram fjórar ástæður fyrir því að Jón Þór telur að taka eigi málið fyrir á opnum fundi: „1. Nefndin telur samtal lögreglumannanna ámælisvert, en ekki virðist hafa komið fram í fjölmiðlum nákvæmlega hvað það er við orð lögreglumanna sem sé ámælisvert. Ljóst er þó að þarna fer fram tveggja manna tal sem getur ekki haft áhrif á það mál sem upprunalega var tilkynnt um, þ.e. fréttatilkynningu frá lögreglu daginn eftir. 2. Komið hefur fram í fjölmiðlum að hvorugur lögreglumannanna kom nokkuð nálægt því að semja fréttatilkynninguna sem send var út að morgni aðfangadags og þetta samtal því ekki hluti af framkvæmd, starfsaðferðum eða verklagi lögreglu. 3. Samtal lögreglumannanna fer fram í einrúmi þar sem almenningur heyrir ekki til þeirra og því ljóst að ekki var kvartað til NEL vegna samtalsins. Það kemur einungis í ljós þegar myndbandsupptökur eru skoðaðar síðar. 4. NEL virðist ekki gera greinarmun á því að lögreglumenn hafi skoðanir og að þeir gæti fyllstu hlutlægni í störfum sínum, eins og kveðið er á um í 2. mgr. 13. gr. lögreglulaga. Verður þó með engu móti séð að þetta einkasamtal hafi haft áhrif á vettvangi, því ekki var kvartað yfir framkomu þessara tveggja lögreglumanna.“ Það er mat Jóns Þórs að kanna þurfi hvort úrskurður nefndarinnar standist lögreglulög, lög um persónuvernd og verklagsreglur lögreglu um notkun búkmyndavéla. Þá telur hann mikilvægt að fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sé opinn, svo hægt sé að vitna í orð gesta. Það er í tilkynningunni sögð forsenda þess að eftirlitshlutverk Alþingis virki. Ráðherra í Ásmundarsal Lögreglan Lögreglumál Alþingi Tengdar fréttir Segir fyrirspurn um afsökunarbeiðni lykta af pólitík Formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar segir fyrirspurn dómsmálaráðherra til lögreglustjóra um afsökunarbeiðni lykta af pólitík. Hann segir almenning eiga rétt á að vita um hvað fór á milli Áslaugar Örnu og Höllu Bergþóru á aðfangadag. 29. júní 2021 18:31 Áslaug Arna spurði Höllu Bergþóru hvort hún ætlaði að biðjast afsökunar Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar segir þetta sýna að sérhagmunir Sjálfstæðisflokksins blindi ráðherrum flokksins sýn hvað varðar almannahagsmuni. 29. júní 2021 13:20 Telur mögulegt að lögregla hafi átt við fleiri upptökur Nefnd um eftirlit með lögreglu skoðar nú hvort tilefni sé til að taka aftur upp fjögur mál eftir að í ljós kom að lögreglan getur sjálf átt við upptökur búkmyndavéla sinna. Skúli Þór Gunnsteinsson, formaður nefndarinnar, vill ekki upplýsa um hvaða mál þetta séu á þessu stigi því nefndin hefur ekki enn tekið formlega ákvörðun um framhaldið. 29. júní 2021 06:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Sjá meira
Í tilkynningu frá Jóni Þór kemur fram að Jón Þór telji að kanna þurfi hvort úrskurðurinn, sem lýtur að samtali tveggja lögreglumanna á Þorláksmessu, standist lög og reglur. Jón Þór telur fréttaflutning af málinu gefa fullt tilefni til þess að nefndin taki úrskurð nefndarinnar fyrir á opnum fundi. Í tilkynningunni eru þá lagðar fram fjórar ástæður fyrir því að Jón Þór telur að taka eigi málið fyrir á opnum fundi: „1. Nefndin telur samtal lögreglumannanna ámælisvert, en ekki virðist hafa komið fram í fjölmiðlum nákvæmlega hvað það er við orð lögreglumanna sem sé ámælisvert. Ljóst er þó að þarna fer fram tveggja manna tal sem getur ekki haft áhrif á það mál sem upprunalega var tilkynnt um, þ.e. fréttatilkynningu frá lögreglu daginn eftir. 2. Komið hefur fram í fjölmiðlum að hvorugur lögreglumannanna kom nokkuð nálægt því að semja fréttatilkynninguna sem send var út að morgni aðfangadags og þetta samtal því ekki hluti af framkvæmd, starfsaðferðum eða verklagi lögreglu. 3. Samtal lögreglumannanna fer fram í einrúmi þar sem almenningur heyrir ekki til þeirra og því ljóst að ekki var kvartað til NEL vegna samtalsins. Það kemur einungis í ljós þegar myndbandsupptökur eru skoðaðar síðar. 4. NEL virðist ekki gera greinarmun á því að lögreglumenn hafi skoðanir og að þeir gæti fyllstu hlutlægni í störfum sínum, eins og kveðið er á um í 2. mgr. 13. gr. lögreglulaga. Verður þó með engu móti séð að þetta einkasamtal hafi haft áhrif á vettvangi, því ekki var kvartað yfir framkomu þessara tveggja lögreglumanna.“ Það er mat Jóns Þórs að kanna þurfi hvort úrskurður nefndarinnar standist lögreglulög, lög um persónuvernd og verklagsreglur lögreglu um notkun búkmyndavéla. Þá telur hann mikilvægt að fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sé opinn, svo hægt sé að vitna í orð gesta. Það er í tilkynningunni sögð forsenda þess að eftirlitshlutverk Alþingis virki.
Ráðherra í Ásmundarsal Lögreglan Lögreglumál Alþingi Tengdar fréttir Segir fyrirspurn um afsökunarbeiðni lykta af pólitík Formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar segir fyrirspurn dómsmálaráðherra til lögreglustjóra um afsökunarbeiðni lykta af pólitík. Hann segir almenning eiga rétt á að vita um hvað fór á milli Áslaugar Örnu og Höllu Bergþóru á aðfangadag. 29. júní 2021 18:31 Áslaug Arna spurði Höllu Bergþóru hvort hún ætlaði að biðjast afsökunar Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar segir þetta sýna að sérhagmunir Sjálfstæðisflokksins blindi ráðherrum flokksins sýn hvað varðar almannahagsmuni. 29. júní 2021 13:20 Telur mögulegt að lögregla hafi átt við fleiri upptökur Nefnd um eftirlit með lögreglu skoðar nú hvort tilefni sé til að taka aftur upp fjögur mál eftir að í ljós kom að lögreglan getur sjálf átt við upptökur búkmyndavéla sinna. Skúli Þór Gunnsteinsson, formaður nefndarinnar, vill ekki upplýsa um hvaða mál þetta séu á þessu stigi því nefndin hefur ekki enn tekið formlega ákvörðun um framhaldið. 29. júní 2021 06:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Sjá meira
Segir fyrirspurn um afsökunarbeiðni lykta af pólitík Formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar segir fyrirspurn dómsmálaráðherra til lögreglustjóra um afsökunarbeiðni lykta af pólitík. Hann segir almenning eiga rétt á að vita um hvað fór á milli Áslaugar Örnu og Höllu Bergþóru á aðfangadag. 29. júní 2021 18:31
Áslaug Arna spurði Höllu Bergþóru hvort hún ætlaði að biðjast afsökunar Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar segir þetta sýna að sérhagmunir Sjálfstæðisflokksins blindi ráðherrum flokksins sýn hvað varðar almannahagsmuni. 29. júní 2021 13:20
Telur mögulegt að lögregla hafi átt við fleiri upptökur Nefnd um eftirlit með lögreglu skoðar nú hvort tilefni sé til að taka aftur upp fjögur mál eftir að í ljós kom að lögreglan getur sjálf átt við upptökur búkmyndavéla sinna. Skúli Þór Gunnsteinsson, formaður nefndarinnar, vill ekki upplýsa um hvaða mál þetta séu á þessu stigi því nefndin hefur ekki enn tekið formlega ákvörðun um framhaldið. 29. júní 2021 06:00