Hjóli sjálfs Hjólahvíslarans stolið Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. júní 2021 14:06 Hjólahvíslarinn. Hiti virðist vera að færast í leikinn hjá honum og hjólaþjófum borgarinnar. vísir Hjóli Bjartmars Leóssonar var stolið í nótt. Sá hvimleiði og því miður nokkuð algengi atburður sem hjólastuldur er væri varla fréttnæmur nema vegna þess að Bjartmar hefur í um tvö ár staðið í hálfgerðu stríði við hjólaþjófa borgarinnar. Svo þekktur er hann fyrir þá baráttu sína að flestir þekkja hann sem Hjólahvíslarann. Barátta Bjartmars gegn hjólaþjófunum náði líklega hámarki sínu í síðustu viku þegar hann mætti fylktu liði heim til manns sem Bjartmar segist viss um að sé alræmdur hjólaþjófur. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Og svo virðist sem hjólaþjófar borgarinnar hafi nú svarað fyrir sig. Þegar Bjartmar vaknaði í morgun og ætlaði að halda af stað hjólandi út í daginn var hans eigið hjól horfið úr anddyri heimilis hans. Hann greinir frá þessu á vinsælum Facebook-hópi sem hann heldur utan um. „Þetta er auðvitað bara mjög leiðinlegt. Ég gaf sem sagt vini mínum, sem var að fá sér rándýrt rafmagnshlaupahjól, lásinn af hjólinu mínu um daginn,“ segir Bjartmar. „Það stóð auðvitað til að kaupa nýjan lás en það hafði dregist aðeins. En hjólið mitt var samt læst með svona áföstum lás þannig sá sem hefur stolið því hefur þurft að halda á því í burtu eða klippa lásinn af með vírklippum.“ Hjól Bjartmars sem hvarf í nótt.aðsend Sá manninn fyrir utan hjá sér í gær Hann er spurður hvort honum þyki tímasetningin nokkuð grunsamleg; mættur í kvöldfréttirnar í gær þar sem sýnt var frá því þegar hann mætti heim til hjólaþjófs og degi síðar er hans eigið hjól horfið. „Jú tímasetningin er sérstök. Gæinn sem við heimsóttum var líka fyrir utan húsið mitt í gær. Hann var hérna hinum megin við götuna. Það gæti alveg hafa verið tilviljun en af einhverju ástæðum var maðurinn nálægt húsinu mínu í gær og í morgun var hjólið mitt horfið,“ segir Bjartmar. Hann mun nú að sjálfsögðu setja sama kraft í að leita að eigin hjóli og hann hefur lagt í leit sína að hjólum annarra síðustu tvö árin. „Já, það eru alltaf ákveðnir staðir í bænum þar sem stolnu hjólin eru ítrekað að finnast og ég á eftir að fara og kíkja á þessa staði.“ Hann segist þá hafa fengið ábendingu um að sést hafi til manns á eins hjóli og hann saknar nú í Hlíðunum klukkan fimm í nótt. Bjartmar er búsettur í Hlíðunum. Fréttastofa tók ítarlegt viðtal við Bjartmar í gær um hjólaþjófnafaraldur í borginni. Hægt er að horfa á viðtalið hér að neðan: Hjólreiðar Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sjá meira
Barátta Bjartmars gegn hjólaþjófunum náði líklega hámarki sínu í síðustu viku þegar hann mætti fylktu liði heim til manns sem Bjartmar segist viss um að sé alræmdur hjólaþjófur. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Og svo virðist sem hjólaþjófar borgarinnar hafi nú svarað fyrir sig. Þegar Bjartmar vaknaði í morgun og ætlaði að halda af stað hjólandi út í daginn var hans eigið hjól horfið úr anddyri heimilis hans. Hann greinir frá þessu á vinsælum Facebook-hópi sem hann heldur utan um. „Þetta er auðvitað bara mjög leiðinlegt. Ég gaf sem sagt vini mínum, sem var að fá sér rándýrt rafmagnshlaupahjól, lásinn af hjólinu mínu um daginn,“ segir Bjartmar. „Það stóð auðvitað til að kaupa nýjan lás en það hafði dregist aðeins. En hjólið mitt var samt læst með svona áföstum lás þannig sá sem hefur stolið því hefur þurft að halda á því í burtu eða klippa lásinn af með vírklippum.“ Hjól Bjartmars sem hvarf í nótt.aðsend Sá manninn fyrir utan hjá sér í gær Hann er spurður hvort honum þyki tímasetningin nokkuð grunsamleg; mættur í kvöldfréttirnar í gær þar sem sýnt var frá því þegar hann mætti heim til hjólaþjófs og degi síðar er hans eigið hjól horfið. „Jú tímasetningin er sérstök. Gæinn sem við heimsóttum var líka fyrir utan húsið mitt í gær. Hann var hérna hinum megin við götuna. Það gæti alveg hafa verið tilviljun en af einhverju ástæðum var maðurinn nálægt húsinu mínu í gær og í morgun var hjólið mitt horfið,“ segir Bjartmar. Hann mun nú að sjálfsögðu setja sama kraft í að leita að eigin hjóli og hann hefur lagt í leit sína að hjólum annarra síðustu tvö árin. „Já, það eru alltaf ákveðnir staðir í bænum þar sem stolnu hjólin eru ítrekað að finnast og ég á eftir að fara og kíkja á þessa staði.“ Hann segist þá hafa fengið ábendingu um að sést hafi til manns á eins hjóli og hann saknar nú í Hlíðunum klukkan fimm í nótt. Bjartmar er búsettur í Hlíðunum. Fréttastofa tók ítarlegt viðtal við Bjartmar í gær um hjólaþjófnafaraldur í borginni. Hægt er að horfa á viðtalið hér að neðan:
Hjólreiðar Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sjá meira